Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Smári Jökull Jónsson skrifar 19. desember 2025 12:32 Auður Daníelsdóttir er forstjóri Orkunnar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Orkunnar segir að dæluverð eldsneytis muni lækka strax um áramótin í kjölfar þess að frumvarp um kílómetragjald á ökutæki var samþykkt á Alþingi í gær. Neytendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að lagabreytingin verði nýtt til að auka álögur. Frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um kílómetragjald á ökutæki var samþykkt á Alþingi í gær. Álíka lög hafa verið í gildi frá árinu 2024 en giltu þá einungis um rafmagns-, tengitvinn- og vetnisbíla. Eigendum allra bifreiða verður nú skylt að skrá stöðu akstursmælis að minnsta kosti einu sinni á ári en hægt verður að skrá stöðu mælis á Ísland.is en einnig hjá skoðunarfyrirtækjum sem sömuleiðis munu kanna stöðu mælis við reglubundna skoðun. Eldsneytisverð lækkar umtalsvert Samhliða upptöku kílómetragjaldsins munu lög um olíugjald falla úr gildi en kolefnisgjald jafnframt hækka. Breytingarnar munu engu að síður hafa töluverð áhrif á eldsneytisverð og samkvæmt útreikningum Félags íslenskra bifreiðaeigenda ætti bensínverð að lækka um rúmar 93 krónur á hvern lítra og verð díselolíu um rúmar 80 krónur. Auður Daníelsdóttir forstjóri Orkunnar segir að dæluverð muni lækka strax þann 1. janúar. „Þannig að þetta er mikil breyting sem við erum að ná utan um núna en það er ljóst að þetta mun hafa áhrif strax um áramótin,“ sagði Auður í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Neytendur þurfi ekki að hafa áhyggjur Hún segir að aðrir þættir en niðurfelling olíugjaldsins hafi áhrif á eldsneytisverðið. „Við erum einmitt að taka það saman núna hversu mikið þetta verður í heild. Íblöndunarefnin sem okkur ber að hafa í bensíni og dísel mun breytast líka. Þannig að við erum bara að ná utan um það núna hversu mikið þetta mun raunverulega hafa áhrif.“ Lækkunin muni nema tugum króna á hvern lítra. Auður hvetur neytendur til að skoða skýringar sem meðal annars samtök verslunar og þjónustu hafa tekið saman um áhrif breytinganna. Neytendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að breytingarnar verði nýttar til að auka álögur á eldsneyti. „Bara alls ekki. Við munum bara breyta verðinu í takt við það sem gjöldin eru að breytast. Þannig að við erum ekki að fara að nýta þetta eitthvað. Það er alls ekki þannig,“ sagði Auður Daníelsdóttir forstjóri Orkunnar. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Bílar Bifhjól Bensín og olía Neytendur Alþingi Orkuskipti Vistvænir bílar Jarðefnaeldsneyti Tengdar fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Frumvarp um kílómetragjald er nú orðið að lögum en þingi var frestað í kvöld og eru þingmenn því komnir í jólafrí. Samkvæmt lögunum má nú leggja kílómetragjald á öll farartæki en hingað til hefur það aðeins verið lagt á raf- og tvinnbíla. Gjaldið er metið út frá heildarþyngd umrædds ökutækis og raunakstri samkvæmt mæli, en ökutæki undir 3500 kílóum greiða 6,95 krónur fyrir hvern kílómetra. Lögin hafa verið samþykkt en taka gildi 1. janúar. 18. desember 2025 18:59 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Innlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Sjá meira
Frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um kílómetragjald á ökutæki var samþykkt á Alþingi í gær. Álíka lög hafa verið í gildi frá árinu 2024 en giltu þá einungis um rafmagns-, tengitvinn- og vetnisbíla. Eigendum allra bifreiða verður nú skylt að skrá stöðu akstursmælis að minnsta kosti einu sinni á ári en hægt verður að skrá stöðu mælis á Ísland.is en einnig hjá skoðunarfyrirtækjum sem sömuleiðis munu kanna stöðu mælis við reglubundna skoðun. Eldsneytisverð lækkar umtalsvert Samhliða upptöku kílómetragjaldsins munu lög um olíugjald falla úr gildi en kolefnisgjald jafnframt hækka. Breytingarnar munu engu að síður hafa töluverð áhrif á eldsneytisverð og samkvæmt útreikningum Félags íslenskra bifreiðaeigenda ætti bensínverð að lækka um rúmar 93 krónur á hvern lítra og verð díselolíu um rúmar 80 krónur. Auður Daníelsdóttir forstjóri Orkunnar segir að dæluverð muni lækka strax þann 1. janúar. „Þannig að þetta er mikil breyting sem við erum að ná utan um núna en það er ljóst að þetta mun hafa áhrif strax um áramótin,“ sagði Auður í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Neytendur þurfi ekki að hafa áhyggjur Hún segir að aðrir þættir en niðurfelling olíugjaldsins hafi áhrif á eldsneytisverðið. „Við erum einmitt að taka það saman núna hversu mikið þetta verður í heild. Íblöndunarefnin sem okkur ber að hafa í bensíni og dísel mun breytast líka. Þannig að við erum bara að ná utan um það núna hversu mikið þetta mun raunverulega hafa áhrif.“ Lækkunin muni nema tugum króna á hvern lítra. Auður hvetur neytendur til að skoða skýringar sem meðal annars samtök verslunar og þjónustu hafa tekið saman um áhrif breytinganna. Neytendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að breytingarnar verði nýttar til að auka álögur á eldsneyti. „Bara alls ekki. Við munum bara breyta verðinu í takt við það sem gjöldin eru að breytast. Þannig að við erum ekki að fara að nýta þetta eitthvað. Það er alls ekki þannig,“ sagði Auður Daníelsdóttir forstjóri Orkunnar.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Bílar Bifhjól Bensín og olía Neytendur Alþingi Orkuskipti Vistvænir bílar Jarðefnaeldsneyti Tengdar fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Frumvarp um kílómetragjald er nú orðið að lögum en þingi var frestað í kvöld og eru þingmenn því komnir í jólafrí. Samkvæmt lögunum má nú leggja kílómetragjald á öll farartæki en hingað til hefur það aðeins verið lagt á raf- og tvinnbíla. Gjaldið er metið út frá heildarþyngd umrædds ökutækis og raunakstri samkvæmt mæli, en ökutæki undir 3500 kílóum greiða 6,95 krónur fyrir hvern kílómetra. Lögin hafa verið samþykkt en taka gildi 1. janúar. 18. desember 2025 18:59 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Innlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Sjá meira
Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Frumvarp um kílómetragjald er nú orðið að lögum en þingi var frestað í kvöld og eru þingmenn því komnir í jólafrí. Samkvæmt lögunum má nú leggja kílómetragjald á öll farartæki en hingað til hefur það aðeins verið lagt á raf- og tvinnbíla. Gjaldið er metið út frá heildarþyngd umrædds ökutækis og raunakstri samkvæmt mæli, en ökutæki undir 3500 kílóum greiða 6,95 krónur fyrir hvern kílómetra. Lögin hafa verið samþykkt en taka gildi 1. janúar. 18. desember 2025 18:59