Teitur framlengdi við Stjörnuna 2. apríl 2009 16:29 Teitur Örlygsson kortleggur leik Stjörnumanna á Reykjanesbrautinni Mynd/Daníel "Ég var ekki lengi að hugsa mig um af því mér fannst þetta svo ofboðslega skemmtilegt," sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar, sem í gær framlengdi samning sinn við félagið um tvö ár. Teitur náði frábærum árangri með liðið í Iceland Express deildinni eftir að hafa tekið við því í fallbaráttu á miðjum vetri. Hann landaði fyrsta titlinum í hús þegar liðið varð bikarmeistari eftir frækinn sigur á KR í úrslitaleik. "Hérna líður mér mjög vel. Það er svo gott fólk í kring um þetta lið að mér fannst ekki spurning um að halda áfram. Okkur gekk vel eftir áramótin og unnum auðvitað bikarinn, svo það verður mikil áskorun að toppa þennan vetur. Við ætlum að reyna að mæta tilbúnir til leiks næsta haust og erum að horfa í kring um okkur eftir fleiri leikmönnum," sagði Teitur. Allir velkomnir í Garðabæinn Ljóst er að Stjarnan missir leikstjórnandann Ólaf Sigurðsson fyrir næsta vetur þegar hann fer af landi brott. Teitur á von á að gott gengi liðsins í vetur verði auglýsing fyrir leikmenn sem hugsa sér til hreyfings í sumar. "Við erum ekki farnir að líta mikið í kring um okkur en hingað eru allir velkomnir," sagði Teitur léttur í bragði. "Staðan er þannig í þjóðfélaginu í dag að það eru ekki miklir peningar til, svo við eigum eftir að sjá hvernig þetta verður. Við keyrum ekki á mörgum mönnum og þegar svo er, má ekkert út af bera með meiðsli og slíkt. Ég vona að séu einhverjiir leikmenn þarna úti núna sem renna hýru auga til Stjörnunnar og langar að koma og taka þátt í gleðinni," sagði Teitur. Gæðastund á brautinni Hann segir hafa notið sín vel að vera kominn aftur í þjálfarastólinn í vetur. "Ég fann það í vetur hvað tíminn í Njarðvík var góð reynsla fyrir mig. Öll mín einbeiting núna er allt öðruvísi og þetta er allt miklu skýrara. Svo er tíminn á Reykjanesbrautinni algjör gæðatími. Það er svo gott að fá tímann í bílnum fyrir og eftir æfingu til að kortleggja hvað betur má fara. Þar hefur maður algjöran frið. Þetta eru dálítið langar æfingar, en þær skila sér, sérstaklega ef liðið nær árangri," sagði Teitur hlæjandi. Dominos-deild karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
"Ég var ekki lengi að hugsa mig um af því mér fannst þetta svo ofboðslega skemmtilegt," sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar, sem í gær framlengdi samning sinn við félagið um tvö ár. Teitur náði frábærum árangri með liðið í Iceland Express deildinni eftir að hafa tekið við því í fallbaráttu á miðjum vetri. Hann landaði fyrsta titlinum í hús þegar liðið varð bikarmeistari eftir frækinn sigur á KR í úrslitaleik. "Hérna líður mér mjög vel. Það er svo gott fólk í kring um þetta lið að mér fannst ekki spurning um að halda áfram. Okkur gekk vel eftir áramótin og unnum auðvitað bikarinn, svo það verður mikil áskorun að toppa þennan vetur. Við ætlum að reyna að mæta tilbúnir til leiks næsta haust og erum að horfa í kring um okkur eftir fleiri leikmönnum," sagði Teitur. Allir velkomnir í Garðabæinn Ljóst er að Stjarnan missir leikstjórnandann Ólaf Sigurðsson fyrir næsta vetur þegar hann fer af landi brott. Teitur á von á að gott gengi liðsins í vetur verði auglýsing fyrir leikmenn sem hugsa sér til hreyfings í sumar. "Við erum ekki farnir að líta mikið í kring um okkur en hingað eru allir velkomnir," sagði Teitur léttur í bragði. "Staðan er þannig í þjóðfélaginu í dag að það eru ekki miklir peningar til, svo við eigum eftir að sjá hvernig þetta verður. Við keyrum ekki á mörgum mönnum og þegar svo er, má ekkert út af bera með meiðsli og slíkt. Ég vona að séu einhverjiir leikmenn þarna úti núna sem renna hýru auga til Stjörnunnar og langar að koma og taka þátt í gleðinni," sagði Teitur. Gæðastund á brautinni Hann segir hafa notið sín vel að vera kominn aftur í þjálfarastólinn í vetur. "Ég fann það í vetur hvað tíminn í Njarðvík var góð reynsla fyrir mig. Öll mín einbeiting núna er allt öðruvísi og þetta er allt miklu skýrara. Svo er tíminn á Reykjanesbrautinni algjör gæðatími. Það er svo gott að fá tímann í bílnum fyrir og eftir æfingu til að kortleggja hvað betur má fara. Þar hefur maður algjöran frið. Þetta eru dálítið langar æfingar, en þær skila sér, sérstaklega ef liðið nær árangri," sagði Teitur hlæjandi.
Dominos-deild karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira