Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur ákveðið að yngsti sonur sinn taki við af sér, að því er fréttastofa í Suður-Kóreu heldur fram. Hins vegar bárust einnig fréttir af því að elsti sonur hans sé tilbúinn að taka við af föður sínum.
Kim verður 67 ára í næsta mánuði. Fréttir af því að hann hafi veikst alvarlega í sumar urðu til þess að ýta undir slíkan orðróm. Sjálfur tók Kim Jong-il við af föður sínum, Kim Il Sung, stofnanda landsins.
