Fótbolti

Indriði: Mun ekki fara til að verða vinstri bakvörður

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd/AFP
Mynd/AFP

Líklegt er að landsliðsmaðurinn Indriði Sigurðsson yfirgefi herbúðir norska liðsins Lyn á næstunni. Liðið er í neðsta sæti deildarinnar og fjárhagsstaða þess vægast sagt slæm.

Indriði hefur verið orðaður við Vålerenga, Odd Grenland og Íslendingaliðið Brann. Hjá Brann leika þeir Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson í miðverðinum en Indriði segir að hann ætli ekki að skipta um félag til að verða vinstri bakvörður.

„Hér í Noregi líta allir á mig sem bara miðvörð, eitthvað sem fáir á Íslandi virðast vita. Ég er ekki að fara að skipta um félag til að verða vinstri bakvörður, það er alveg ljóst," sagði Indriði við Vísi en hann hefur oft verið notaður í stöðu vinstri bakvarðar í landsleikjum með Íslandi.




Tengdar fréttir

Sjá sjálfir um að þvo fötin

„Klúbburinn er í mjög erfiðum málum og þarf að losa sig við leikmenn,“ segir varnarmaðurinn Indriði Sigurðsson sem er samningsbundinn Lyn í Noregi. Félagið stendur á brauðfótum en fjárhagsstaða þess er virkilega slæm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×