Körfubolti

Þoli ekki þegar við erum svona lélegir

Brynjar Karl var ekki ánægður með lærisveina sína í FSu-liðinu í kvöld
Brynjar Karl var ekki ánægður með lærisveina sína í FSu-liðinu í kvöld

"Ég var nú frekar rólegur í dag og mér fannst þeir ekki eiga skilið að ég væri að æsa mig við þá," sagði Brynjar Karl þjálfari FSu í kvöld eftir að hans menn töpuðu 107-85 fyrir Grindavík í Iceland Express deildinni.

Lærisveinar Brynjars áttu undir högg að sækja lengst af í leiknum í kvöld og var þjálfarinn langt frá því að vera ánægður með framlag sinna manna.

Hann lét liðsmenn sína líka heyra það reglulega af hliðarlínunni og uppskar tæknivillu frá dómurunum þegar hann tjáði sig um störf þeirra um miðjan þriðja leikhlutann þegar Grindvíkingar náðu 20 stiga forystu.

"Mér er alveg sama þó við séum að tapa leikjum, en ég bara þoli ekki þegar við förum inn á og erum svona lélegir. Það eru búnir að vera svo margir svona leikir þar sem við förum inn á og erum bara hræddir. Ég veit það ekki, kannski er bara svona langt síðan ég var ungur," sagði Brynjar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×