Hvað breytist? Þorsteinn Pálsson skrifar 2. febrúar 2009 06:00 Jóhanna Sigurðardóttir braut blað í Íslandssögunni í gær þegar hún fyrst kvenna tók við embætti forsætisráðherra. Til þessa háa embættis er hún hins vegar ekki kölluð af þeim sökum. Þar er hún vegna verðleika og vinsælda. Þær hefur hún áunnið sér með því að vera framar öðrum stjórnmálamönnum trú hugsjónum sínum og fyrirheitum. Nýi forsætisráðherrann braut annað blað í gær. Því vandasama hlutverki að verða sameiningartákn ríkisstjórnar fylgdi sú kvöð að búa enn og aftur til tafafléttu um Evrópusambandsaðildina, stærsta hugsjónamál Samfylkingarinnar. Það er dýrkeypt töf fyrir fólkið og fyrirtækin í landinu. Segja má að stefna Samfylkingarinnar um Evrópusambandsaðild hafi fengið svipaðan sess og Nató-andstaða VG. Það lag er leikið fagurlega á flokksfundum en falskt fyrir fólkið í landinu. Í þessu efni er stigið skref til baka frá þeim möguleikum sem virtust vera að opnast í fyrra stjórnarsamstarfi. Helsta gagnrýnin á fyrri ríkisstjórn var að vinna ekki jöfnum höndum að bráðaaðgerðum og mótun framtíðarstefnu. Nýja stjórnin sýnist vera sama marki brennd. Gamla stjórnin kom sér ekki saman um framtíðarstefnu í peningamálum. Nýja stjórnin gerir enga tilraun til að eyða þeirri örlagaríku óvissu. Í því efni hleypur tíminn þó hratt frá mönnum. Unnið hefur verið að endurreisn bankanna. Gamla stjórnin lagði ekki opinberlega glöggar línur um hvernig staðið yrði að því verki né á hvaða grundvelli nýtt fjármálakerfi yrði rekið. Nýja stjórnin svarar þeim spurningum ekki heldur, þar er tími án skýrrar og opinberrar stefnumörkunar líka dýrmætur. Gamla stjórnin var með viðbótaraðgerðir fyrir fyrirtæki og heimili á prjónunum. Sú nýja hefur stigið einu skrefi framar og tekið nokkrar ákvarðanir þar um. Þær á þó eftir að útfæra. Skörpustu stefnumarkandi skilin við gömlu stjórnina eru þó loforð um að taka veiðiheimildir af útgerðum og smábátasjómönnum. Það fyrirheit er þó ekki útfært og engin grein gerð fyrir efnahagslegum áhrifum þess. Þeim upplýsingum verður haldið leyndum fram yfir kosningar. Nýja stjórnin lýsti engum nýjum markmiðum fyrir viðræður við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn síðar í þessum mánuði. Annaðhvort eru þau ekki til eða þeim á að halda leyndum. Það er vinnulag sem ýmsum þykir eflaust minna á gömlu stjórnina. Stærsta mál nýju stjórnarinnar verður að sauma saman gatið á ríkissjóði. Þar skilar nýja stjórnin auðu. Þannig gæti mesta hagsmunamál almennings orðið leyndarmál kosningabaráttunnar. Ríkisstjórnin hefur ekki ákveðnar tillögur um stjórnarskrárbreytingar. Á móti lýsir hún hvernig fjalla á um hugmyndir þar að lútandi. Segja má með sanni að þannig séu þau viðfangsefni tekin skrefi lengra en fyrri stjórn hafði gert. Það er framför. Fylgi stjórnarflokkanna og stuðningsflokksins er svo afgerandi að hér er tvímælalaust verið að mynda ríkisstjórn næsta kjörtímabils. Ráðherrastólar eru augljóslega geymdir fyrir Framsóknarflokkinn. Samfylkingin getur ekki rofið samstarf aftur í bráð. Hún er því bundin VG til lengri tíma. Útilokað er fyrir Framsóknarflokkinn að líta til hægri strax eftir kosningar. Þær munu því fyrst og fremst snúast um hvort VG nær forystunni sem stærsti flokkurinn. Að öðru leyti munu þær afráða hvort Sjálfstæðisflokkurinn geti veitt aðhald í stjórnarandstöðu af meiri styrk en skoðanakannanir gefa til kynna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun
Jóhanna Sigurðardóttir braut blað í Íslandssögunni í gær þegar hún fyrst kvenna tók við embætti forsætisráðherra. Til þessa háa embættis er hún hins vegar ekki kölluð af þeim sökum. Þar er hún vegna verðleika og vinsælda. Þær hefur hún áunnið sér með því að vera framar öðrum stjórnmálamönnum trú hugsjónum sínum og fyrirheitum. Nýi forsætisráðherrann braut annað blað í gær. Því vandasama hlutverki að verða sameiningartákn ríkisstjórnar fylgdi sú kvöð að búa enn og aftur til tafafléttu um Evrópusambandsaðildina, stærsta hugsjónamál Samfylkingarinnar. Það er dýrkeypt töf fyrir fólkið og fyrirtækin í landinu. Segja má að stefna Samfylkingarinnar um Evrópusambandsaðild hafi fengið svipaðan sess og Nató-andstaða VG. Það lag er leikið fagurlega á flokksfundum en falskt fyrir fólkið í landinu. Í þessu efni er stigið skref til baka frá þeim möguleikum sem virtust vera að opnast í fyrra stjórnarsamstarfi. Helsta gagnrýnin á fyrri ríkisstjórn var að vinna ekki jöfnum höndum að bráðaaðgerðum og mótun framtíðarstefnu. Nýja stjórnin sýnist vera sama marki brennd. Gamla stjórnin kom sér ekki saman um framtíðarstefnu í peningamálum. Nýja stjórnin gerir enga tilraun til að eyða þeirri örlagaríku óvissu. Í því efni hleypur tíminn þó hratt frá mönnum. Unnið hefur verið að endurreisn bankanna. Gamla stjórnin lagði ekki opinberlega glöggar línur um hvernig staðið yrði að því verki né á hvaða grundvelli nýtt fjármálakerfi yrði rekið. Nýja stjórnin svarar þeim spurningum ekki heldur, þar er tími án skýrrar og opinberrar stefnumörkunar líka dýrmætur. Gamla stjórnin var með viðbótaraðgerðir fyrir fyrirtæki og heimili á prjónunum. Sú nýja hefur stigið einu skrefi framar og tekið nokkrar ákvarðanir þar um. Þær á þó eftir að útfæra. Skörpustu stefnumarkandi skilin við gömlu stjórnina eru þó loforð um að taka veiðiheimildir af útgerðum og smábátasjómönnum. Það fyrirheit er þó ekki útfært og engin grein gerð fyrir efnahagslegum áhrifum þess. Þeim upplýsingum verður haldið leyndum fram yfir kosningar. Nýja stjórnin lýsti engum nýjum markmiðum fyrir viðræður við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn síðar í þessum mánuði. Annaðhvort eru þau ekki til eða þeim á að halda leyndum. Það er vinnulag sem ýmsum þykir eflaust minna á gömlu stjórnina. Stærsta mál nýju stjórnarinnar verður að sauma saman gatið á ríkissjóði. Þar skilar nýja stjórnin auðu. Þannig gæti mesta hagsmunamál almennings orðið leyndarmál kosningabaráttunnar. Ríkisstjórnin hefur ekki ákveðnar tillögur um stjórnarskrárbreytingar. Á móti lýsir hún hvernig fjalla á um hugmyndir þar að lútandi. Segja má með sanni að þannig séu þau viðfangsefni tekin skrefi lengra en fyrri stjórn hafði gert. Það er framför. Fylgi stjórnarflokkanna og stuðningsflokksins er svo afgerandi að hér er tvímælalaust verið að mynda ríkisstjórn næsta kjörtímabils. Ráðherrastólar eru augljóslega geymdir fyrir Framsóknarflokkinn. Samfylkingin getur ekki rofið samstarf aftur í bráð. Hún er því bundin VG til lengri tíma. Útilokað er fyrir Framsóknarflokkinn að líta til hægri strax eftir kosningar. Þær munu því fyrst og fremst snúast um hvort VG nær forystunni sem stærsti flokkurinn. Að öðru leyti munu þær afráða hvort Sjálfstæðisflokkurinn geti veitt aðhald í stjórnarandstöðu af meiri styrk en skoðanakannanir gefa til kynna.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun