Bútasaumur stjórnvalda Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 4. nóvember 2009 06:00 Einu sinni ákvað borgarstjórn Reykjavíkur að skynsamlegasta leiðin til að skipuleggja byggð í Vatnsmýrinni væri sú að skipuleggja svæðið heildstætt - eins og það heitir á hinu ástkæra ylhýra stofnanamáli. Hástemmdar ræður voru haldnar um hið stórkostlega tækifæri sem skipulagsyfirvöldum gæfist nú; heilt hverfi inni í ráðsettri borg yrði skipulagt frá a til ö. Háleitar hugmyndir um grænt hverfi litu dagsins ljós, hér skyldi kveða við nýjan tón. En svo vantaði stórt fyrirtæki lóð og klipið var af Vatnsmýrinni. Þá vantaði skóla lóð - hótaði annars að fara í annað sveitarfélag - og klipið var af Vatnsmýrinni. Einhverjir vildu samgöngumiðstöð og klipið var af Vatnsmýrinni. Allt í einu varð nauðsynlegt að leggja sex akreina hraðbraut á svæðinu og klipið var af Vatnsmýrinni. Og allt í einu var einstaka tækifærið til nýrra vinnubragða fyrir bý. Skipulagið þarf nú að laga að bútasaumnum. Einu sinni ákváðu stjórnvöld á Íslandi að gera rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Þar væri tekin ákvörðun um hvaða svæði skyldi virkja og hver yrðu vernduð. Með því yrði vonandi komið í veg fyrir deilur um hverja virkjun og þeir sem vildu virkja vissu þá hvaða svæði þeir ættu að láta í friði. Þessari framsýnu vinnu átti að ljúka árið 2000. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar í gegnum túrbínur virkjana. Eitt verkefni kallar á þessa virkjun, annað á hina. Þarna var ákveðið að rannsaka, hér væri tilefni borana. Á þessum stað væri rétt að hafa iðnað og því væri nauðsynlegt að virkja á hinum. Skemmst er frá því að segja að rammaáætluninni er ekki enn lokið. Nýjustu fregnir herma að hún líti dagsins ljós á fyrri hluta næsta árs. Þá er búið að kippa ýmsum kostum undan henni sem þar voru þegar ákveðið var að fara í gerð áætlunarinnar. Mikið væri gaman ef framsýni og fyrirhyggja réði meiru hjá stjórnvöldum en bútasaumshugsunin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Einu sinni ákvað borgarstjórn Reykjavíkur að skynsamlegasta leiðin til að skipuleggja byggð í Vatnsmýrinni væri sú að skipuleggja svæðið heildstætt - eins og það heitir á hinu ástkæra ylhýra stofnanamáli. Hástemmdar ræður voru haldnar um hið stórkostlega tækifæri sem skipulagsyfirvöldum gæfist nú; heilt hverfi inni í ráðsettri borg yrði skipulagt frá a til ö. Háleitar hugmyndir um grænt hverfi litu dagsins ljós, hér skyldi kveða við nýjan tón. En svo vantaði stórt fyrirtæki lóð og klipið var af Vatnsmýrinni. Þá vantaði skóla lóð - hótaði annars að fara í annað sveitarfélag - og klipið var af Vatnsmýrinni. Einhverjir vildu samgöngumiðstöð og klipið var af Vatnsmýrinni. Allt í einu varð nauðsynlegt að leggja sex akreina hraðbraut á svæðinu og klipið var af Vatnsmýrinni. Og allt í einu var einstaka tækifærið til nýrra vinnubragða fyrir bý. Skipulagið þarf nú að laga að bútasaumnum. Einu sinni ákváðu stjórnvöld á Íslandi að gera rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Þar væri tekin ákvörðun um hvaða svæði skyldi virkja og hver yrðu vernduð. Með því yrði vonandi komið í veg fyrir deilur um hverja virkjun og þeir sem vildu virkja vissu þá hvaða svæði þeir ættu að láta í friði. Þessari framsýnu vinnu átti að ljúka árið 2000. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar í gegnum túrbínur virkjana. Eitt verkefni kallar á þessa virkjun, annað á hina. Þarna var ákveðið að rannsaka, hér væri tilefni borana. Á þessum stað væri rétt að hafa iðnað og því væri nauðsynlegt að virkja á hinum. Skemmst er frá því að segja að rammaáætluninni er ekki enn lokið. Nýjustu fregnir herma að hún líti dagsins ljós á fyrri hluta næsta árs. Þá er búið að kippa ýmsum kostum undan henni sem þar voru þegar ákveðið var að fara í gerð áætlunarinnar. Mikið væri gaman ef framsýni og fyrirhyggja réði meiru hjá stjórnvöldum en bútasaumshugsunin.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun