Dallas losar sig við Terrell Owens Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. mars 2009 13:20 Owens hefur lokið keppni í Dallas. Nordic Photos/Getty Images Jerry Jones, eigandi Dallas Cowboys, hefur ákveðið að losa sig við vandræðagemlinginn Terrell Owens. Jones segir það hafa verið nauðsynlegt liðsins vegna að losa sig við Owens. Nú geti liðið byrjað upp á nýtt. Owens var hjá Dallas-liðinu í þrjú ár. Spilaði oft á tíðum frábærlega en var jafn oft í blöðunum vegna misgáfulegra athafna utan vallar. Flestar af þeim fréttum snérust um viðhorf Owens til liðsins og leiksins en neikvæðni hans ku ekki hafa haft góð áhrif á hópinn. „Eftir tímabilið töluðum við um breytingar. Þessi ákvörðun var tekin með hagsmuni liðsins í huga. Nú munum við halda áfram með nýtt lið með nýju viðhorfi og á nýjum leikvangi," sagði Jones en Kúrekarnir hafa ekki unnið leik í úrslitakeppninni síðan 1996. Owens fór oft á tíðum á kostum með Cowboys og greip fleiri bolta fyrir snertimörkum en nokkur annar leikmaður í deildinni síðustu þrjú ár. Það er ekki síst honum að þakka að Tony Romo leikstjórnandi varð að stórstjörnu og fékk stóran samning. Þrátt fyrir það klikkaði liðið alltaf í úrslitakeppninni og nú var nóg komið að mati eigandans. Dallas hefur einnig losað sig við Adam „Pacman" Jones og Tank Johnson en þeir hafa báðir einnig verið í vandræðum utan vallar. Það er spurning hvað tekur við hjá hinum 35 ára gamla Owens. Dallas var hans þriðja lið á ferlinum en öll hans félög hafa losað sig við hann vegna neikvæðs viðhorfs. Frammistaðan hefur ekki skipt öllu. Erlendar Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sjá meira
Jerry Jones, eigandi Dallas Cowboys, hefur ákveðið að losa sig við vandræðagemlinginn Terrell Owens. Jones segir það hafa verið nauðsynlegt liðsins vegna að losa sig við Owens. Nú geti liðið byrjað upp á nýtt. Owens var hjá Dallas-liðinu í þrjú ár. Spilaði oft á tíðum frábærlega en var jafn oft í blöðunum vegna misgáfulegra athafna utan vallar. Flestar af þeim fréttum snérust um viðhorf Owens til liðsins og leiksins en neikvæðni hans ku ekki hafa haft góð áhrif á hópinn. „Eftir tímabilið töluðum við um breytingar. Þessi ákvörðun var tekin með hagsmuni liðsins í huga. Nú munum við halda áfram með nýtt lið með nýju viðhorfi og á nýjum leikvangi," sagði Jones en Kúrekarnir hafa ekki unnið leik í úrslitakeppninni síðan 1996. Owens fór oft á tíðum á kostum með Cowboys og greip fleiri bolta fyrir snertimörkum en nokkur annar leikmaður í deildinni síðustu þrjú ár. Það er ekki síst honum að þakka að Tony Romo leikstjórnandi varð að stórstjörnu og fékk stóran samning. Þrátt fyrir það klikkaði liðið alltaf í úrslitakeppninni og nú var nóg komið að mati eigandans. Dallas hefur einnig losað sig við Adam „Pacman" Jones og Tank Johnson en þeir hafa báðir einnig verið í vandræðum utan vallar. Það er spurning hvað tekur við hjá hinum 35 ára gamla Owens. Dallas var hans þriðja lið á ferlinum en öll hans félög hafa losað sig við hann vegna neikvæðs viðhorfs. Frammistaðan hefur ekki skipt öllu.
Erlendar Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn