Engar bollur í bandið 7. janúar 2009 09:00 Nýr gítarleikari í Dresscode þarf að vera fjölhæfur, reglumaður og má ekki vera bolla. „Gítarleikarinn okkar, þrusugítarfantur, Gunnar Hilmarsson, er í djassnámi. Og nú vantar okkur í Dresscode gítarleikara," segir Davíð Smári Harðarson, einkaþjálfari, tónlistarmaður og fyrrum Idol-stjarna. Í nógu er að snúast hjá Davíð Smára. Hann segir allt brjálað að gera í líkamsræktinni og virðist kreppan ekki draga úr fólki nema síður sé. Davíð segir til sannfærandi kenningar þess efnis að í kreppu fari fólk að huga að heilsu sinni. Líkamsræktin virðist því ekki hafa verið bundin við uppana og peningaliðið. Og svo er það tónlistin. Hljómsveitin Dresscode hefur nú verið að í um ár og Davíð segir hljómsveitina verulega þétta. Þetta er dansiballahljómsveit, „cover-band" og spilar allan fjárann. „Þetta er þrusuband. Við tókum ball á Ránni í Keflavík um áramótin og þar flugu tanngarðar vinstri hægri. Ekki þó í slagsmálum heldur fjöri," segir Davíð Smári. Nóg er að gera: Fyrir höndum eru árshátíðir, böll á skemmtistöðum og skólum… allur pakkinn. Og þær eru nokkuð strangar kröfurnar sem verðandi gítarleikari þarf að uppfylla. „Já, hann verður að ganga heill til skógar. Vera reglumaður, fjölhæft kvikindi á gítarinn og vera til í að taka á því í ræktinni með mér. Engar bollur koma til greina," segir Davíð. Og þrengist þá heldur hringurinn. „Já, vá, þetta er komið niður í einhverja fjóra mögulega," segir Davíð léttur í bragði. Séu einhverjir gítarleikarar sem telja sig standast þessar kröfur þá er um að gera að hringja í söngvarann og melda sig. Verði margir um hituna verða áheyrnarprufur. „Á Hótel Sögu. Á sama tíma og Idol-prufurnar." - jbg Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Gítarleikarinn okkar, þrusugítarfantur, Gunnar Hilmarsson, er í djassnámi. Og nú vantar okkur í Dresscode gítarleikara," segir Davíð Smári Harðarson, einkaþjálfari, tónlistarmaður og fyrrum Idol-stjarna. Í nógu er að snúast hjá Davíð Smára. Hann segir allt brjálað að gera í líkamsræktinni og virðist kreppan ekki draga úr fólki nema síður sé. Davíð segir til sannfærandi kenningar þess efnis að í kreppu fari fólk að huga að heilsu sinni. Líkamsræktin virðist því ekki hafa verið bundin við uppana og peningaliðið. Og svo er það tónlistin. Hljómsveitin Dresscode hefur nú verið að í um ár og Davíð segir hljómsveitina verulega þétta. Þetta er dansiballahljómsveit, „cover-band" og spilar allan fjárann. „Þetta er þrusuband. Við tókum ball á Ránni í Keflavík um áramótin og þar flugu tanngarðar vinstri hægri. Ekki þó í slagsmálum heldur fjöri," segir Davíð Smári. Nóg er að gera: Fyrir höndum eru árshátíðir, böll á skemmtistöðum og skólum… allur pakkinn. Og þær eru nokkuð strangar kröfurnar sem verðandi gítarleikari þarf að uppfylla. „Já, hann verður að ganga heill til skógar. Vera reglumaður, fjölhæft kvikindi á gítarinn og vera til í að taka á því í ræktinni með mér. Engar bollur koma til greina," segir Davíð. Og þrengist þá heldur hringurinn. „Já, vá, þetta er komið niður í einhverja fjóra mögulega," segir Davíð léttur í bragði. Séu einhverjir gítarleikarar sem telja sig standast þessar kröfur þá er um að gera að hringja í söngvarann og melda sig. Verði margir um hituna verða áheyrnarprufur. „Á Hótel Sögu. Á sama tíma og Idol-prufurnar." - jbg
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira