Sport

Guðmundur og Magnús með enn ein gullverðlaun fyrir Ísland - nú orðin nítján talsins

Ómar Þorgeirsson skrifar
Guðmundur E. Stephensen
Guðmundur E. Stephensen

Guðmundur E. Stephensen og Magnús K. Magnússon hirtu gullið í tvíliðaleik í borðtennis á Smáþjóðarleikunum í dag.

Guðmundur og Magnús unnu fyrst spilara frá San Marínó, 3-2, í undanúrslitum og svo úrslitarimmuna gegn spilurum frá Lúxemborg, 3-2, eftir að hafa lent 0-2 undir.

Ísland er sem stendur í öðru sæti yfir flest gullverðlaun á leiknum, eða nítján stykki, en heimamenn í Kýpur hafa oftast hlotið gullið eða tuttugu og þrisvar sinnum. En þjóðirnar hafa jafnan verið atkvæðamestar í þrettán ára sögu leikanna.

Andorra, Liechtenstein og Malta reka lestina með ein gullverðlaun hver þjóð.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×