Nytsamir sakleysingjar Jónína Michaelsdóttir skrifar 14. apríl 2009 06:00 Ég man ekki hver sagði mér söguna af manni í Vesturbænum sem varð fórnarlamb rógbera, en mér fannst það fín dæmisaga, og finnst það enn. Rógur verður oft til í framhaldi af blaðri og tilgátum um fólk, sem breytist smám saman í staðreyndir í meðförum viðmælenda. Stundum er rógur beinlínis settur í umferð með þessum hætti til að koma höggi á einhvern. Engu skiptir þá hvort nokkur fótur er fyrir honum, nóg er að skapa tortryggni og efasemdir um viðkomandi. Almannarómur sér um framhaldið. Rógberinn í sögunni var venjulegur og grandvar maður. Staðhæft var við hann að Vesturbæingurinn væri varasamur og dæmi nefnd því til staðfestingar sem honum þótti hin mesta svívirða. Slíkt mætti gjarnan komast í hámæli. Hann lagði metnað í að svo gæti orðið og fyrr en varði var þessi ósómi á hvers manns vörum, og Vesturbæingurinn ærulaus. Þegar rógberinn var upplýstur um að þetta hefði verið uppspuni frá rótum, varð honum verulega um. Hann gerði sér ferð heim til fórnarlambsins, sem bjó á annarri hæð. Gekk upp tröppurnar, sem voru utan á húsinu og barði á dyr. Þegar húsráðandi kom til dyra, sagðist rógberinn vera kominn til að biðjast fyrirgefningar á þeim álitshnekki sem hann hefði þurft að þola fyrir sitt tilstilli. Hvort það væri nokkuð sem hann gæti gert til að bæta fyrir það. Húsráðandinn horfði hugsi á hann um stund. Bað hann svo að bíða andartak, fór inn til sín og kom að vörmu spori með dúnsæng, hristi úr henni innihaldið svo að fiðrið dreifðist um umhverfið og fauk svo í burtu. „Geturðu tínt upp fiðrið?" spurði hann rólega. Eitrað vopnAtlaga að mannorði og trúverðugleika annarra er ekki saklaus samkvæmisleikur. Fyrir þá árás verður ekki bætt. Þó að hið sanna komi í ljós og sé gert opinbert, er skaðinn skeður, fræinu hefur verið sáð. Minni fólks er brigðult, og löngu seinna man það kannski aðeins að þessi maður var á sínum tíma tortryggður eða bendlaður við einhver leiðindi og ósóma. Leiðréttingin fær aldrei sama rými og ávirðingin og vekur mun minni áhuga. Þetta er því eitrað vopn í höndum þeirra sem vilja lama framgang keppinauta í viðskiptum eða pólitík. Hér á landi, sem annars staðar, finnast menn sem víla ekki fyrir sér að stýra framvindu mála með þessum hætti, og eru oft snillingar í að fela eigin spor. En ekki alltaf. Fólk eins og framangreindur rógberi er gjarnan verkfæri slíkra snillinga án þess að vita af því. Þekkt er setning úr bandarískum stjórnmálum: Látum þá /hann þræta fyrir það! - eða „Let them deny it!" Þá er staðhæft að viðkomandi hafi misstigið sig eða brotið af sér. Um leið og hann fer í varnarstöðu er hann tortryggður. Þetta vita höfundar ávirðinganna. Varnarstaða er ekki góð staða. Miklar útskýringar skapa tortryggni. Þeir sem halda ró sinni og styrk í svona áhlaupi koma frekar uppréttir frá því en hinir. Hver og einn getur sett sig í spor þess sem fyrirvaralaust er sakaður um atferli sem hann hefur ekki komið nálægt, og ábyrgð á atburðarás sem hann hefði ekki hugmyndaflug til að hanna. Vont er þegar pólitískir andstæðingar eiga í hlut, en verra þegar um samherja er að ræða. AðgreininginKosningabarátta á yfirstandandi upplausnartímum er merkileg upplifun. Öðrum þræði eru allir að mæra sakleysi sitt og heiðarleika og leita uppi sektarlömb til að taka á sig syndafargið, svo allir hinir verði frjálsir. Ekkert er eins og áður, en þó er flest kunnuglegt. Samstaða og samkennd þjóðarinnar í brimrótinu er ekki efst á blaði, heldur "við og hinir"-stefnan. Aðgreiningin. Við sem getum og kunnum og hinir sem sigla öllu í strand. Við sem stöndum vörð um lýðræðið og hinir sem vilja flokksræði. Hugsjónir hjá sumum, en utanaðlærðir frasar hjá flestum. Á netinu og manna á milli er skítur og skætingur um pólitíska andstæðinga, rétt eins og pólitískar fylkingar skiptist í góða fólkið og vonda fólkið. Sjálfsupphafningin er takmarkalaus. Höfum við tíma fyrir þennan leikaraskap í dag? Það verður forvitnilegt að fylgjast með kosningaþátttöku í ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Ég man ekki hver sagði mér söguna af manni í Vesturbænum sem varð fórnarlamb rógbera, en mér fannst það fín dæmisaga, og finnst það enn. Rógur verður oft til í framhaldi af blaðri og tilgátum um fólk, sem breytist smám saman í staðreyndir í meðförum viðmælenda. Stundum er rógur beinlínis settur í umferð með þessum hætti til að koma höggi á einhvern. Engu skiptir þá hvort nokkur fótur er fyrir honum, nóg er að skapa tortryggni og efasemdir um viðkomandi. Almannarómur sér um framhaldið. Rógberinn í sögunni var venjulegur og grandvar maður. Staðhæft var við hann að Vesturbæingurinn væri varasamur og dæmi nefnd því til staðfestingar sem honum þótti hin mesta svívirða. Slíkt mætti gjarnan komast í hámæli. Hann lagði metnað í að svo gæti orðið og fyrr en varði var þessi ósómi á hvers manns vörum, og Vesturbæingurinn ærulaus. Þegar rógberinn var upplýstur um að þetta hefði verið uppspuni frá rótum, varð honum verulega um. Hann gerði sér ferð heim til fórnarlambsins, sem bjó á annarri hæð. Gekk upp tröppurnar, sem voru utan á húsinu og barði á dyr. Þegar húsráðandi kom til dyra, sagðist rógberinn vera kominn til að biðjast fyrirgefningar á þeim álitshnekki sem hann hefði þurft að þola fyrir sitt tilstilli. Hvort það væri nokkuð sem hann gæti gert til að bæta fyrir það. Húsráðandinn horfði hugsi á hann um stund. Bað hann svo að bíða andartak, fór inn til sín og kom að vörmu spori með dúnsæng, hristi úr henni innihaldið svo að fiðrið dreifðist um umhverfið og fauk svo í burtu. „Geturðu tínt upp fiðrið?" spurði hann rólega. Eitrað vopnAtlaga að mannorði og trúverðugleika annarra er ekki saklaus samkvæmisleikur. Fyrir þá árás verður ekki bætt. Þó að hið sanna komi í ljós og sé gert opinbert, er skaðinn skeður, fræinu hefur verið sáð. Minni fólks er brigðult, og löngu seinna man það kannski aðeins að þessi maður var á sínum tíma tortryggður eða bendlaður við einhver leiðindi og ósóma. Leiðréttingin fær aldrei sama rými og ávirðingin og vekur mun minni áhuga. Þetta er því eitrað vopn í höndum þeirra sem vilja lama framgang keppinauta í viðskiptum eða pólitík. Hér á landi, sem annars staðar, finnast menn sem víla ekki fyrir sér að stýra framvindu mála með þessum hætti, og eru oft snillingar í að fela eigin spor. En ekki alltaf. Fólk eins og framangreindur rógberi er gjarnan verkfæri slíkra snillinga án þess að vita af því. Þekkt er setning úr bandarískum stjórnmálum: Látum þá /hann þræta fyrir það! - eða „Let them deny it!" Þá er staðhæft að viðkomandi hafi misstigið sig eða brotið af sér. Um leið og hann fer í varnarstöðu er hann tortryggður. Þetta vita höfundar ávirðinganna. Varnarstaða er ekki góð staða. Miklar útskýringar skapa tortryggni. Þeir sem halda ró sinni og styrk í svona áhlaupi koma frekar uppréttir frá því en hinir. Hver og einn getur sett sig í spor þess sem fyrirvaralaust er sakaður um atferli sem hann hefur ekki komið nálægt, og ábyrgð á atburðarás sem hann hefði ekki hugmyndaflug til að hanna. Vont er þegar pólitískir andstæðingar eiga í hlut, en verra þegar um samherja er að ræða. AðgreininginKosningabarátta á yfirstandandi upplausnartímum er merkileg upplifun. Öðrum þræði eru allir að mæra sakleysi sitt og heiðarleika og leita uppi sektarlömb til að taka á sig syndafargið, svo allir hinir verði frjálsir. Ekkert er eins og áður, en þó er flest kunnuglegt. Samstaða og samkennd þjóðarinnar í brimrótinu er ekki efst á blaði, heldur "við og hinir"-stefnan. Aðgreiningin. Við sem getum og kunnum og hinir sem sigla öllu í strand. Við sem stöndum vörð um lýðræðið og hinir sem vilja flokksræði. Hugsjónir hjá sumum, en utanaðlærðir frasar hjá flestum. Á netinu og manna á milli er skítur og skætingur um pólitíska andstæðinga, rétt eins og pólitískar fylkingar skiptist í góða fólkið og vonda fólkið. Sjálfsupphafningin er takmarkalaus. Höfum við tíma fyrir þennan leikaraskap í dag? Það verður forvitnilegt að fylgjast með kosningaþátttöku í ár.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun