Íslenskur bókaútgefandi í hörðu stríði í Danmörku 5. september 2009 08:00 Bókaútgefandinn Snæbjörn Arngrímsson deilir við stærstu keðju bókaverslana í Danmörku. Útgáfa hans, Hr. Ferdinand, fer með útgáfurétt á bókum Dans Brown og deilan snýst um næstu bók hans. Fjallað hefur verið um deilurnar í fjölmiðlum í Danmörku og hefur umfjöllunin verið mjög hliðholl Snæbirni. „Þetta varð strax ofboðslegt mál. Hér stoppar ekki síminn,“ segir Snæbjörn Arngrímsson, bókaútgefandi í Danmörku. Snæbjörn rekur bókaforlagið Hr. Ferdinand og stendur nú í deilum við risann Indeks Retail um sölu á nýjustu bók Dans Brown. Danskir fjölmiðlar hafa verið undirlagðir af fréttum af málinu í vikunni. „Þetta hefur verið á forsíðum blaðanna og í útvarpi og sjónvarpi. Nú síðast í gærmorgun (fimmtudag) var leiðari í menningarblaði Information þar sem sagt var að þeir væru að grafa sína eigin gröf,“ segir Snæbjörn. Deilan snýst um tæknilegt atriði í viðskiptum bókaútgefenda og bóksala, hvort bækur skuli seldar á föstu verði eða verðið sé gefið frjálst. Snæbjörn segir að alla jafnan sé verðið gefið frjálst en bóksalar vilji hafa fast verð svo þeir lendi ekki í verðstríði við stórmarkaði. Indeks Retail, sem rekur 180 bókabúðir í Danmörku – þekktustu búðirnar eru Bog Idé, krafðist þess að næsta bók Dans Brown yrði á föstu verði ellegar yrðu allar bækur á vegum Hr. Ferdinands teknar úr sölu í verslunum þess. Keðjan hefur nú staðið við þá hótun. „Þetta er algjörlega stál í stál en á endanum neyðast þeir til að láta undan. Það eru 110 þúsund eintök seld fyrirfram af bók Dans Brown og fólk kemur ekkert aftur inn í umræddar bókabúðir ef það fær ekki bók sem þessa þar. Þeir eru að grafa sína eigin gröf,“ segir Snæbjörn. Búist er við því að bókin muni seljast í hundruðum þúsunda eintaka í Danmörku. Snæbjörn segir að umfjöllun fjölmiðla hafi verið Hr. Ferdinand í hag. Indeks Retail hefur markaðsráðandi stöðu í Danmörku og þar sem Danir láta sig neytendamál miklu varða hefur þetta vakið óhemju athygli. „Við höfum fengið alla samúð. Það hafa öll blöðin verið með okkur enda er ekki annað hægt, þetta er svo absúrd mál. Svo eru meira að segja samkeppnisyfirvöld komin í málið og það er einhver stærsta grýla sem hægt er að senda á nokkurn í Danmörku.“ Bók Dans Brown heitir The Lost Symbol, Det forsvundne tegn upp á dönsku, og kemur út í nóvember. Snæbjörn er spurður hvort þetta havarí sé í raun ekki besta auglýsing sem bókin gat fengið. „Ég get ekki kvartað en mér leiðist að standa í þessu bölvaða veseni.“ hdm@frettabladid.is Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Sjá meira
„Þetta varð strax ofboðslegt mál. Hér stoppar ekki síminn,“ segir Snæbjörn Arngrímsson, bókaútgefandi í Danmörku. Snæbjörn rekur bókaforlagið Hr. Ferdinand og stendur nú í deilum við risann Indeks Retail um sölu á nýjustu bók Dans Brown. Danskir fjölmiðlar hafa verið undirlagðir af fréttum af málinu í vikunni. „Þetta hefur verið á forsíðum blaðanna og í útvarpi og sjónvarpi. Nú síðast í gærmorgun (fimmtudag) var leiðari í menningarblaði Information þar sem sagt var að þeir væru að grafa sína eigin gröf,“ segir Snæbjörn. Deilan snýst um tæknilegt atriði í viðskiptum bókaútgefenda og bóksala, hvort bækur skuli seldar á föstu verði eða verðið sé gefið frjálst. Snæbjörn segir að alla jafnan sé verðið gefið frjálst en bóksalar vilji hafa fast verð svo þeir lendi ekki í verðstríði við stórmarkaði. Indeks Retail, sem rekur 180 bókabúðir í Danmörku – þekktustu búðirnar eru Bog Idé, krafðist þess að næsta bók Dans Brown yrði á föstu verði ellegar yrðu allar bækur á vegum Hr. Ferdinands teknar úr sölu í verslunum þess. Keðjan hefur nú staðið við þá hótun. „Þetta er algjörlega stál í stál en á endanum neyðast þeir til að láta undan. Það eru 110 þúsund eintök seld fyrirfram af bók Dans Brown og fólk kemur ekkert aftur inn í umræddar bókabúðir ef það fær ekki bók sem þessa þar. Þeir eru að grafa sína eigin gröf,“ segir Snæbjörn. Búist er við því að bókin muni seljast í hundruðum þúsunda eintaka í Danmörku. Snæbjörn segir að umfjöllun fjölmiðla hafi verið Hr. Ferdinand í hag. Indeks Retail hefur markaðsráðandi stöðu í Danmörku og þar sem Danir láta sig neytendamál miklu varða hefur þetta vakið óhemju athygli. „Við höfum fengið alla samúð. Það hafa öll blöðin verið með okkur enda er ekki annað hægt, þetta er svo absúrd mál. Svo eru meira að segja samkeppnisyfirvöld komin í málið og það er einhver stærsta grýla sem hægt er að senda á nokkurn í Danmörku.“ Bók Dans Brown heitir The Lost Symbol, Det forsvundne tegn upp á dönsku, og kemur út í nóvember. Snæbjörn er spurður hvort þetta havarí sé í raun ekki besta auglýsing sem bókin gat fengið. „Ég get ekki kvartað en mér leiðist að standa í þessu bölvaða veseni.“ hdm@frettabladid.is
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Sjá meira