Lúxusferðir laða ferðamenn til landsins Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 6. maí 2009 00:01 Hildur Ómarsdóttir „Þetta var geysistór viðburður," segir Hildur Ómarsdóttir, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Icelandair, sem rekur Hilton Nordica Reykjavík. Hún á við 160 manna hóp frá Bandaríkjunum sem flaug héðan af landi brott í gær eftir fimm daga dvöl á vegum bandarísks lyfjafyrirtækis. Að hennar sögn voru allir ferðalangarnir hæstánægðir með dvölina. Ætla má að gjaldeyristekjur vegna ferðar hópsins eftir jöklaferð, verslanaleiðangra og ferðir á veitingahús auk annars sé ekki undir 40 milljónum króna. Hildur segir mikið hafa verið lagt í að fá hópinn hingað til lands. Viðræður hófust í október á síðasta ári, nánar tiltekið í fyrstu helgi október þegar ríkið tók viðskiptabankans þrjá yfir. „Í raun varð mjög erfitt að fá hópinn til lands vegna ástandsins í efnahagsmálum. Gestirnir óttuðust að fyrirtæki yrðu almennt lokuð og að veitingahús gætu ekki tekið á móti þeim," segir Hildur og bendir á að óttinn hafi reynst ástæðulaus. Mikið var lagt í lokahóf ferðarinnar á Hilton Nordica á mánudagskvöld. Skautasvell var sett upp í fundarsal hótelsins. Þá söng Diddú fyrir gesti auk fleiri atriða. „Allir voru hæstánægðir," segir Hildur. Blaðamenn frá fagtímaritum frá Bandaríkjunum og Bretlandi fylgdu hópnum hingað til lands og fjölluðu um dvölina. Hildur segir mikil tækifæri geta falist í markaðssetningu hópferða sem þessa. „Nú verðum við að sýna fram á að Ísland er rétti áfangastaðurinn," segir hún og bætir við að á vissan hátt Ísland þess hversu slæmt ástandið sé víða um heim. Það sé óspillt og öruggur áfangastaður ferðamanna samanborið við Mexíkó, sem hafi verið vinsælasti áfangastaður fyrir allar styttri ráðstefnur og hvataferðir í Bandaríkjunum. Mjög hafi dregið úr slíkum ferðum þangað eftir að svínaflensan kom upp. Þá stendur til að viðburðafyrirtækið sem skipulagði ferðina sæki um viðurkenningu vegna þessa á alþjóðlegum vettvangi. Beri fyrirtæki sigur úr býtum geti það haft gríðarlega þýðingu fyrir ferðaþjónustuna. „Þetta yrði gríðarleg viðurkenning," segir hún og hvetur opinbera aðila til að styðja við ferðir sem þessar, ekki síst þar sem þær standi fyrir ómetanlegri kynningu á landi og þjóð. - jab Markaðir Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira
„Þetta var geysistór viðburður," segir Hildur Ómarsdóttir, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Icelandair, sem rekur Hilton Nordica Reykjavík. Hún á við 160 manna hóp frá Bandaríkjunum sem flaug héðan af landi brott í gær eftir fimm daga dvöl á vegum bandarísks lyfjafyrirtækis. Að hennar sögn voru allir ferðalangarnir hæstánægðir með dvölina. Ætla má að gjaldeyristekjur vegna ferðar hópsins eftir jöklaferð, verslanaleiðangra og ferðir á veitingahús auk annars sé ekki undir 40 milljónum króna. Hildur segir mikið hafa verið lagt í að fá hópinn hingað til lands. Viðræður hófust í október á síðasta ári, nánar tiltekið í fyrstu helgi október þegar ríkið tók viðskiptabankans þrjá yfir. „Í raun varð mjög erfitt að fá hópinn til lands vegna ástandsins í efnahagsmálum. Gestirnir óttuðust að fyrirtæki yrðu almennt lokuð og að veitingahús gætu ekki tekið á móti þeim," segir Hildur og bendir á að óttinn hafi reynst ástæðulaus. Mikið var lagt í lokahóf ferðarinnar á Hilton Nordica á mánudagskvöld. Skautasvell var sett upp í fundarsal hótelsins. Þá söng Diddú fyrir gesti auk fleiri atriða. „Allir voru hæstánægðir," segir Hildur. Blaðamenn frá fagtímaritum frá Bandaríkjunum og Bretlandi fylgdu hópnum hingað til lands og fjölluðu um dvölina. Hildur segir mikil tækifæri geta falist í markaðssetningu hópferða sem þessa. „Nú verðum við að sýna fram á að Ísland er rétti áfangastaðurinn," segir hún og bætir við að á vissan hátt Ísland þess hversu slæmt ástandið sé víða um heim. Það sé óspillt og öruggur áfangastaður ferðamanna samanborið við Mexíkó, sem hafi verið vinsælasti áfangastaður fyrir allar styttri ráðstefnur og hvataferðir í Bandaríkjunum. Mjög hafi dregið úr slíkum ferðum þangað eftir að svínaflensan kom upp. Þá stendur til að viðburðafyrirtækið sem skipulagði ferðina sæki um viðurkenningu vegna þessa á alþjóðlegum vettvangi. Beri fyrirtæki sigur úr býtum geti það haft gríðarlega þýðingu fyrir ferðaþjónustuna. „Þetta yrði gríðarleg viðurkenning," segir hún og hvetur opinbera aðila til að styðja við ferðir sem þessar, ekki síst þar sem þær standi fyrir ómetanlegri kynningu á landi og þjóð. - jab
Markaðir Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira