Handbolti

Dönsku landsliðsmennirnir vilja rétta fram sáttarhönd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danir fagna hér Evrópumeistaratitlinum.
Danir fagna hér Evrópumeistaratitlinum. Mynd/AFP

Dönsku landsliðsmennirnir í handbolta hafa stigið fyrsta skrefið í átt að lausn launadeilu sinnar við danska handboltasambandið. Þeir segist vilja koma til móts við sambandið ef að forráðamenn þessu séu tilbúnir að hitta þá á miðri leið.

Danska landsliðið er Evrópumeistari síðan 2008 og hefur titil að verja á EM í Austurríki á næsta ári. Danska liðið er með því íslenska í riðli og í þeim riðli eru einnig heimamenn.

Fulltrúar dönsku landsliðsmannanna munu mæta á skrifstofu sambandsins og fá að kynna sér nauðsynlegar fjárhagsupplýsingar um rekstur sambandsins sem hefur sagt að það hafi ekki efni á að borga leikmönnunum þau laun sem þeir vilja fá að spila fyrir landsliðið.

Dönsku landsliðsmennirnir vilja halda því fram að kröfur þeirra séu mjög sanngjarnar en danska sambandið hefur verið að missa styrktaraðila sem hefur kallað á sparnaðaraðgerðir. Þeir vonast eftir því að geta sest við samningarborðið sem fyrst.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×