Frysting eigna 6. febrúar 2009 18:33 Sléttir fjórir mánuðir eru frá því bankarnir hrundu og enn hafa engar ákærur litið dagsins ljós. Hætta er á að búið sé að skjóta undan ávinningi brota þegar rannsókn tekur langan tíma, segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari um bankahrunið. Rannsóknarnefnd um bankahrunið er enn að safna gögnum og verið er að tengja tölvur hjá embætti sérstaks saksóknara. Í dag eru sléttir fjórir mánuðir frá því forsætisráðherra sagði þjóðinni að Ísland rambaði á barmi þjóðargjaldþrots. Röskum mánuði síðar vildu Vinstri grænir breyta Neyðarlögunum á þann veg að Fjármálaeftirlitið fengi heimild til að kyrrsetja eignir fyrrverandi stjórnenda, eigenda og tengdra aðila gömlu bankanna þar sem rannsókn gæti leitt í ljós að þeir hefðu brotið lög. Fátt bendir til að málið lendi ofarlega á forgangslista 80 daga stjórnarinnar. Enda var hugmynd Vinstri-grænna svo að segja skotin í kaf af sérfræðingum, hreyfingin var sökuð um lýðskrum og hugmyndin sögð út í hött. En lýðurinn, það er fólkið í landinu, virðist hugnast hugmyndin vel. Meirihluti þjóðarinnar vill fara þessa leið, ef marka má könnun Stöðvar tvö sem birt var í gær. Í dag heimila lög að eignir séu kyrrsettar eða haldlagðar. Kyrrsetning þýðir að eigandinn má ekki ráðstafa eign sinni, t.d. koma henni á aðra kennitölu eða selja. Haldlagningu má beita þegar rannsókn sýnir að verðmæti verði hugsanlega gerð upptæk með dómi. Þessar leiðir er þó ekki hægt að fara fyrr en rannsókn er komin á það stig að rökstuddur grunur leikur á að brot hafi verið framið. Og rannsókn á bankahruninu er skammt á veg komin. Tugir ábendinga hafa borist rannsóknarnefnd alþingis á bankahruninu sem hefur starfað í rúman mánuð en nefndin er enn að safna gögnum. Sumar ábendinganna eru frá starfsmönnum gömlu bankanna og ítarlegar mjög. Sérstaki saksóknarinn hóf störf á mánudaginn og það var fátt um að vera hjá embætti hans í dag. Verið er að tengja tölvur. En duga núverandi lög til að hindra að verðmæti, sem hugsanleg urðu til með ólögmætum hætti, hverfi úr landi í ljósi þess að fjórir mánuðir eru frá falli bankanna, og enn bóli ekkert á að sakamál verði komin á það stig að hægt sé að kyrrsetja eignir. Ólafur Þór segir að þegar rannsóknir dragast þá sé hætta á að ávinningur efnhagsbrotabrota, sé horfinn. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Sléttir fjórir mánuðir eru frá því bankarnir hrundu og enn hafa engar ákærur litið dagsins ljós. Hætta er á að búið sé að skjóta undan ávinningi brota þegar rannsókn tekur langan tíma, segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari um bankahrunið. Rannsóknarnefnd um bankahrunið er enn að safna gögnum og verið er að tengja tölvur hjá embætti sérstaks saksóknara. Í dag eru sléttir fjórir mánuðir frá því forsætisráðherra sagði þjóðinni að Ísland rambaði á barmi þjóðargjaldþrots. Röskum mánuði síðar vildu Vinstri grænir breyta Neyðarlögunum á þann veg að Fjármálaeftirlitið fengi heimild til að kyrrsetja eignir fyrrverandi stjórnenda, eigenda og tengdra aðila gömlu bankanna þar sem rannsókn gæti leitt í ljós að þeir hefðu brotið lög. Fátt bendir til að málið lendi ofarlega á forgangslista 80 daga stjórnarinnar. Enda var hugmynd Vinstri-grænna svo að segja skotin í kaf af sérfræðingum, hreyfingin var sökuð um lýðskrum og hugmyndin sögð út í hött. En lýðurinn, það er fólkið í landinu, virðist hugnast hugmyndin vel. Meirihluti þjóðarinnar vill fara þessa leið, ef marka má könnun Stöðvar tvö sem birt var í gær. Í dag heimila lög að eignir séu kyrrsettar eða haldlagðar. Kyrrsetning þýðir að eigandinn má ekki ráðstafa eign sinni, t.d. koma henni á aðra kennitölu eða selja. Haldlagningu má beita þegar rannsókn sýnir að verðmæti verði hugsanlega gerð upptæk með dómi. Þessar leiðir er þó ekki hægt að fara fyrr en rannsókn er komin á það stig að rökstuddur grunur leikur á að brot hafi verið framið. Og rannsókn á bankahruninu er skammt á veg komin. Tugir ábendinga hafa borist rannsóknarnefnd alþingis á bankahruninu sem hefur starfað í rúman mánuð en nefndin er enn að safna gögnum. Sumar ábendinganna eru frá starfsmönnum gömlu bankanna og ítarlegar mjög. Sérstaki saksóknarinn hóf störf á mánudaginn og það var fátt um að vera hjá embætti hans í dag. Verið er að tengja tölvur. En duga núverandi lög til að hindra að verðmæti, sem hugsanleg urðu til með ólögmætum hætti, hverfi úr landi í ljósi þess að fjórir mánuðir eru frá falli bankanna, og enn bóli ekkert á að sakamál verði komin á það stig að hægt sé að kyrrsetja eignir. Ólafur Þór segir að þegar rannsóknir dragast þá sé hætta á að ávinningur efnhagsbrotabrota, sé horfinn.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira