Akureyringar með bakið upp við vegg Hjalti Þór Hreinsson skrifar 29. mars 2009 17:59 Andri Snær í leik gegn FH. Mynd/Akureyri Handboltafélag Það var ekki búist við miklu af Akureyri í handboltanum í vetur. Liðið tapaði tveimur fyrstu leikjunum en vann svo sex næstu leiki og sat um skeið í efsta sæti deildarinnar. Nú róa þeir lífróður fyrir sæti sínu í deildinni, þeir verða að vinna Fram í lokaumferðinni eða treysta á að Stjarnan tapi fyrir Haukum til að vera öruggir með sæti sitt í deildinni. Akureyri var lengi vel yfir gegn Valsmönnum í dag en töpuðu leiknum á lokasprettinum. Það er ekki í fyrsta skipti sem það gerist í vetur. "Við verðum að klára þessa leiki. Við höfum verið að spila vel, til dæmis gegn Haukum og núna gegn Val, en vantað herslumuninn í restina," sagði Akureyringurinn Andri Snær Stefánsson í samtali við Vísi nú rétt í þessu. Hann var þá staddur á Reykjavíkurflugvelli og sá fram á að töf yrði á fluginu norður vegna veðurs. Akureyri vann eins og áður sagði sex leiki í röð en þá tók við hrikalegur kafli. Liðið tapaði gegn Haukum, Stjörnunni, Víkingi og Val áður en það gerði jafntefli við Fram. Það tapaði fyrir FH, vann Víking, gerði jafntefli gegn HK en tapaði svo fyrir Stjörnunni, Haukum og í dag fyrir Val. Liðið hefur því aðeins fengið fjögur stig af 24 mögulegum í síðustu tólf leikjum. "Við erum algjörlega komnir með bakið upp við vegg. Síðasti leikurinn gegn Fram verður algjör úrslitaleikur, annars þurfum við kannski að fara í umspil. Það kemur hreinlega bara ekki til greina. Það eru okkur rosaleg vonbrigði hvernig tímabilið hefur spilast eftir góða byrjun," sagði Andri. "Við náðum geðveikum kafla og vorum efstir á tímabili sem enginn bjóst við nema við sjálfir kannski. En ég er sannfærður um að við vinnum Fram," sagði Andri Snær ákveðinn. Árni Þór Sigtryggsson var markahæstur Akureyringa í dag með átta mörk en Björn Óli Guðmundsson skoraði fimm. Oddur Grétarsson og Hörður Fannar Sigþórsson skoruðu tvö mörk og þeir Heiðar Þór Aðalsteinsson og Þorvaldur Þorvaldsson tvö mörk. Fannar Friðgeirsson skoraði sjö mörk fyrir Val, Arnór Þór Gunnarsson fimm og Akureyringurinn Heimir Örn Árnason fjögur. Orri Gíslason og Sigfús Páll Sigfússon skoruðu þrjú mörk, Ingvar Árnason tvö og Hjalti Gylfason og Hjalti Pálmason sitt markið hvor. Olís-deild karla Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira
Það var ekki búist við miklu af Akureyri í handboltanum í vetur. Liðið tapaði tveimur fyrstu leikjunum en vann svo sex næstu leiki og sat um skeið í efsta sæti deildarinnar. Nú róa þeir lífróður fyrir sæti sínu í deildinni, þeir verða að vinna Fram í lokaumferðinni eða treysta á að Stjarnan tapi fyrir Haukum til að vera öruggir með sæti sitt í deildinni. Akureyri var lengi vel yfir gegn Valsmönnum í dag en töpuðu leiknum á lokasprettinum. Það er ekki í fyrsta skipti sem það gerist í vetur. "Við verðum að klára þessa leiki. Við höfum verið að spila vel, til dæmis gegn Haukum og núna gegn Val, en vantað herslumuninn í restina," sagði Akureyringurinn Andri Snær Stefánsson í samtali við Vísi nú rétt í þessu. Hann var þá staddur á Reykjavíkurflugvelli og sá fram á að töf yrði á fluginu norður vegna veðurs. Akureyri vann eins og áður sagði sex leiki í röð en þá tók við hrikalegur kafli. Liðið tapaði gegn Haukum, Stjörnunni, Víkingi og Val áður en það gerði jafntefli við Fram. Það tapaði fyrir FH, vann Víking, gerði jafntefli gegn HK en tapaði svo fyrir Stjörnunni, Haukum og í dag fyrir Val. Liðið hefur því aðeins fengið fjögur stig af 24 mögulegum í síðustu tólf leikjum. "Við erum algjörlega komnir með bakið upp við vegg. Síðasti leikurinn gegn Fram verður algjör úrslitaleikur, annars þurfum við kannski að fara í umspil. Það kemur hreinlega bara ekki til greina. Það eru okkur rosaleg vonbrigði hvernig tímabilið hefur spilast eftir góða byrjun," sagði Andri. "Við náðum geðveikum kafla og vorum efstir á tímabili sem enginn bjóst við nema við sjálfir kannski. En ég er sannfærður um að við vinnum Fram," sagði Andri Snær ákveðinn. Árni Þór Sigtryggsson var markahæstur Akureyringa í dag með átta mörk en Björn Óli Guðmundsson skoraði fimm. Oddur Grétarsson og Hörður Fannar Sigþórsson skoruðu tvö mörk og þeir Heiðar Þór Aðalsteinsson og Þorvaldur Þorvaldsson tvö mörk. Fannar Friðgeirsson skoraði sjö mörk fyrir Val, Arnór Þór Gunnarsson fimm og Akureyringurinn Heimir Örn Árnason fjögur. Orri Gíslason og Sigfús Páll Sigfússon skoruðu þrjú mörk, Ingvar Árnason tvö og Hjalti Gylfason og Hjalti Pálmason sitt markið hvor.
Olís-deild karla Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira