Akureyringar með bakið upp við vegg Hjalti Þór Hreinsson skrifar 29. mars 2009 17:59 Andri Snær í leik gegn FH. Mynd/Akureyri Handboltafélag Það var ekki búist við miklu af Akureyri í handboltanum í vetur. Liðið tapaði tveimur fyrstu leikjunum en vann svo sex næstu leiki og sat um skeið í efsta sæti deildarinnar. Nú róa þeir lífróður fyrir sæti sínu í deildinni, þeir verða að vinna Fram í lokaumferðinni eða treysta á að Stjarnan tapi fyrir Haukum til að vera öruggir með sæti sitt í deildinni. Akureyri var lengi vel yfir gegn Valsmönnum í dag en töpuðu leiknum á lokasprettinum. Það er ekki í fyrsta skipti sem það gerist í vetur. "Við verðum að klára þessa leiki. Við höfum verið að spila vel, til dæmis gegn Haukum og núna gegn Val, en vantað herslumuninn í restina," sagði Akureyringurinn Andri Snær Stefánsson í samtali við Vísi nú rétt í þessu. Hann var þá staddur á Reykjavíkurflugvelli og sá fram á að töf yrði á fluginu norður vegna veðurs. Akureyri vann eins og áður sagði sex leiki í röð en þá tók við hrikalegur kafli. Liðið tapaði gegn Haukum, Stjörnunni, Víkingi og Val áður en það gerði jafntefli við Fram. Það tapaði fyrir FH, vann Víking, gerði jafntefli gegn HK en tapaði svo fyrir Stjörnunni, Haukum og í dag fyrir Val. Liðið hefur því aðeins fengið fjögur stig af 24 mögulegum í síðustu tólf leikjum. "Við erum algjörlega komnir með bakið upp við vegg. Síðasti leikurinn gegn Fram verður algjör úrslitaleikur, annars þurfum við kannski að fara í umspil. Það kemur hreinlega bara ekki til greina. Það eru okkur rosaleg vonbrigði hvernig tímabilið hefur spilast eftir góða byrjun," sagði Andri. "Við náðum geðveikum kafla og vorum efstir á tímabili sem enginn bjóst við nema við sjálfir kannski. En ég er sannfærður um að við vinnum Fram," sagði Andri Snær ákveðinn. Árni Þór Sigtryggsson var markahæstur Akureyringa í dag með átta mörk en Björn Óli Guðmundsson skoraði fimm. Oddur Grétarsson og Hörður Fannar Sigþórsson skoruðu tvö mörk og þeir Heiðar Þór Aðalsteinsson og Þorvaldur Þorvaldsson tvö mörk. Fannar Friðgeirsson skoraði sjö mörk fyrir Val, Arnór Þór Gunnarsson fimm og Akureyringurinn Heimir Örn Árnason fjögur. Orri Gíslason og Sigfús Páll Sigfússon skoruðu þrjú mörk, Ingvar Árnason tvö og Hjalti Gylfason og Hjalti Pálmason sitt markið hvor. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Sjá meira
Það var ekki búist við miklu af Akureyri í handboltanum í vetur. Liðið tapaði tveimur fyrstu leikjunum en vann svo sex næstu leiki og sat um skeið í efsta sæti deildarinnar. Nú róa þeir lífróður fyrir sæti sínu í deildinni, þeir verða að vinna Fram í lokaumferðinni eða treysta á að Stjarnan tapi fyrir Haukum til að vera öruggir með sæti sitt í deildinni. Akureyri var lengi vel yfir gegn Valsmönnum í dag en töpuðu leiknum á lokasprettinum. Það er ekki í fyrsta skipti sem það gerist í vetur. "Við verðum að klára þessa leiki. Við höfum verið að spila vel, til dæmis gegn Haukum og núna gegn Val, en vantað herslumuninn í restina," sagði Akureyringurinn Andri Snær Stefánsson í samtali við Vísi nú rétt í þessu. Hann var þá staddur á Reykjavíkurflugvelli og sá fram á að töf yrði á fluginu norður vegna veðurs. Akureyri vann eins og áður sagði sex leiki í röð en þá tók við hrikalegur kafli. Liðið tapaði gegn Haukum, Stjörnunni, Víkingi og Val áður en það gerði jafntefli við Fram. Það tapaði fyrir FH, vann Víking, gerði jafntefli gegn HK en tapaði svo fyrir Stjörnunni, Haukum og í dag fyrir Val. Liðið hefur því aðeins fengið fjögur stig af 24 mögulegum í síðustu tólf leikjum. "Við erum algjörlega komnir með bakið upp við vegg. Síðasti leikurinn gegn Fram verður algjör úrslitaleikur, annars þurfum við kannski að fara í umspil. Það kemur hreinlega bara ekki til greina. Það eru okkur rosaleg vonbrigði hvernig tímabilið hefur spilast eftir góða byrjun," sagði Andri. "Við náðum geðveikum kafla og vorum efstir á tímabili sem enginn bjóst við nema við sjálfir kannski. En ég er sannfærður um að við vinnum Fram," sagði Andri Snær ákveðinn. Árni Þór Sigtryggsson var markahæstur Akureyringa í dag með átta mörk en Björn Óli Guðmundsson skoraði fimm. Oddur Grétarsson og Hörður Fannar Sigþórsson skoruðu tvö mörk og þeir Heiðar Þór Aðalsteinsson og Þorvaldur Þorvaldsson tvö mörk. Fannar Friðgeirsson skoraði sjö mörk fyrir Val, Arnór Þór Gunnarsson fimm og Akureyringurinn Heimir Örn Árnason fjögur. Orri Gíslason og Sigfús Páll Sigfússon skoruðu þrjú mörk, Ingvar Árnason tvö og Hjalti Gylfason og Hjalti Pálmason sitt markið hvor.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Sjá meira