Skemmtilegt að breyta algjörlega um umhverfi Ómar Þorgeirsson skrifar 19. júní 2009 06:00 Sigurður Ingimundarson Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ingimundarson hefur ákveðið að venda sínu kvæði í kross og yfirgefa herbúðir Keflavíkur og skrifa undir árs langan samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Solna frá Stokkhólmi. „Þetta er bara klappað og klárt og ég skrifaði undir eins árs samning við Solna. Mér leist bara vel á allar aðstæður hjá félaginu og þetta er góður klúbbur með mikinn metnað. Þeir hafa staðið sig vel undanfarin ár og stefna enn lengra þannig að þetta er bara skemmtileg áskorun sem mér líst mjög vel á,“ segir Sigurður brattur en hann tekur við starfinu af Finnanum Pekka Salminen. Sigurður tók við þjálfun Keflavíkur haustið 1996 og stýrði því til ársins 2003 þegar hann tók sér árs frí frá þjálfun. Sigurður stýrði svo Keflavíkurliðinu frá árinu 2004 og út síðasta keppnistímabil. Á þessum árum hefur Sigurður unnið fimm Íslandsmeistaratitla með félaginu. „Ég var búinn að vera lengi hjá sama félaginu og það er því skemmtilegt að breyta algjörlega um umhverfi þegar maður ákveður loks að yfirgefa Keflavík. Sænska deildin hefur líka styrkst mikið síðustu ár og er orðin nokkuð kröftug deild með mörg góð lið. Sænska og finnska deildin eru svipaðar að styrkleika og eru sterkustu deildirnar á Norðurlöndum,“ segir Sigurður en hann hefur engar áhyggjur af því að Keflavík finni ekki góðan eftirmann til að þjálfa Suðurnesjaliðið. „Keflavík er í sterkri stöðu að mínu mati og það er mikið af góðum þjálfurum sem eru á lausu,“ segir Sigurður. Samningur Sigurðar við Solna mun ekki hafa neinar breytingar í för með sér varðandi landsliðsþjálfarastarf hans hjá karlalandsliðinu en hann ætlar að standa við núgildandi samning sinn við KKÍ. „Ég virði bara minn samning við KKÍ og klára því þessa leiki sem landsliðið á eftir í b-deild Evrópukeppninnar í ágúst. Við höfum ekkert rætt um framhaldið því það var bara ákveðið að klára þessa leiki fyrst,“ segir Sigurður sem heldur svo út til Svíþjóðar í byrjun september. Dominos-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ingimundarson hefur ákveðið að venda sínu kvæði í kross og yfirgefa herbúðir Keflavíkur og skrifa undir árs langan samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Solna frá Stokkhólmi. „Þetta er bara klappað og klárt og ég skrifaði undir eins árs samning við Solna. Mér leist bara vel á allar aðstæður hjá félaginu og þetta er góður klúbbur með mikinn metnað. Þeir hafa staðið sig vel undanfarin ár og stefna enn lengra þannig að þetta er bara skemmtileg áskorun sem mér líst mjög vel á,“ segir Sigurður brattur en hann tekur við starfinu af Finnanum Pekka Salminen. Sigurður tók við þjálfun Keflavíkur haustið 1996 og stýrði því til ársins 2003 þegar hann tók sér árs frí frá þjálfun. Sigurður stýrði svo Keflavíkurliðinu frá árinu 2004 og út síðasta keppnistímabil. Á þessum árum hefur Sigurður unnið fimm Íslandsmeistaratitla með félaginu. „Ég var búinn að vera lengi hjá sama félaginu og það er því skemmtilegt að breyta algjörlega um umhverfi þegar maður ákveður loks að yfirgefa Keflavík. Sænska deildin hefur líka styrkst mikið síðustu ár og er orðin nokkuð kröftug deild með mörg góð lið. Sænska og finnska deildin eru svipaðar að styrkleika og eru sterkustu deildirnar á Norðurlöndum,“ segir Sigurður en hann hefur engar áhyggjur af því að Keflavík finni ekki góðan eftirmann til að þjálfa Suðurnesjaliðið. „Keflavík er í sterkri stöðu að mínu mati og það er mikið af góðum þjálfurum sem eru á lausu,“ segir Sigurður. Samningur Sigurðar við Solna mun ekki hafa neinar breytingar í för með sér varðandi landsliðsþjálfarastarf hans hjá karlalandsliðinu en hann ætlar að standa við núgildandi samning sinn við KKÍ. „Ég virði bara minn samning við KKÍ og klára því þessa leiki sem landsliðið á eftir í b-deild Evrópukeppninnar í ágúst. Við höfum ekkert rætt um framhaldið því það var bara ákveðið að klára þessa leiki fyrst,“ segir Sigurður sem heldur svo út til Svíþjóðar í byrjun september.
Dominos-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira