Körfubolti

Grindavík og Snæfell komin 1-0 yfir eftir heimasigra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurður Þorvaldsson skoraði 23 stig fyrir Snæfell í dag.
Sigurður Þorvaldsson skoraði 23 stig fyrir Snæfell í dag. Mynd/Stefán

Grindavík og Snæfell eru bæði komin 1-0 yfir í einvígum sínum í átta liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla eftir örugga heimasigra í dag. Grindavík vann 34 stiga sigur á ÍR, 112-78, en Snæfell vann bikarmeistara Stjörnunnar með 12 stigum, 93-81.

Páll Axel Vilbergsson skoraði 28 stig fyrir Grindvík og þeir Nick Bradford og Brenton Birmingham voru með 16 stig hvor. Hjá ÍR var Sveinbjörn Claessen stigahæstur með 20 stig. Það munaði aðeins sex stigum á liðinum í hálfleik en Grindavík tók öll völd í seinni hálfleik.

Sigurður Þorvaldsson skoraði 23 stig og tók 9 fráköst fyrir Snæfell, Lucious Wagner var með 16 stig og þeir Magni Hafsteinsson og Slobodan Subasic skoruðu báðir 15 stig. Hjá Stjörnunni var Justin Shouse með 22 stig og 12 stoðsendingar, Jovan Zdravevski skoraði 21 stig og Ólafur Jónas Sigurðsson kom síðan þriðji í stigaskorun liðsins með 16 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×