Eyjólfur: Gætum stillt upp tveimur til þremur frábærum liðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2009 14:27 Eyjólfur Sverrsson, þjálfari 21 árs landsliðsins. Mynd/E.Stefán Eyjólfur Sverrisson valdi í dag sinn fyrsta landsliðshóp síðan að hann tók aftur við íslenska 21 árs landsliðinu. Framundan er æfingaleikur á móti Dönum í Álaborg 5. júní næstkomandi. Eyjólfur valdi fjóra nýliða í liðið þar á meðal markahæsta leikmenn Pepsi-deildarinnar, Alfreð Finnbogason úr Breiðabliki. „Við erum að fara spila á móti Dönum sem er kærkominn undirbúningur fyrir okkar keppni. Sú undankeppni verður gríðarlega erfið því við erum með Tékkum og Þjóðverjum í riðli sem eru gríðarlega öflug lið," sagði Eyjólfur og bætir við: „Þetta er mjög verðugt verkefni fyrir okkar leikmenn að geta miðað sig við toppleikmenn sem þeir að sjálfsögðu eru líka," sagði Eyjólfur. Fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2011 er á heimavelli á móti Tékkum og fer leikurinn fram á KR-vellinum 12. ágúst næstkomandi. Eyjólfur velur fjóra leikmenn að þessu sinni sem hafa ekki áður spila með 21 árs landsliðinu. Það eru þeir: Óskar Pétursson, markvörður úr Grindavík, Björn Daníel Sverrisson, miðjumaður úr FH, Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður úr Liverpool og Alfreð Finnbogason, sóknarmaður úr Breiðabliki. „Það eru fjórir nýliðar í þessu 21 árs liði og einn leikmaður sem hefur aldrei spilað landsleik en það er Alfreð Finnbogason sem er að springa út núna og að spila virkilega vel," sagði Eyjólfur. „Þetta er virkilega áhugavert verkefni og kærkomið að fá að spila á móti Dönum sem eru með gríðarlega öflugt lið," segir Eyjólfur en 21 árs lið þjóðanna mættust á KR-vellinum 20. ágúst í fyrra þar sem Danir unnu sannfærandi 2-0 sigur. „Ég sá leikinn á KR-velli á síðasta ári og hann var mjög erfiður fyrir íslenska landsliðið. Við vorum reyndar ekki með okkar sterkasta lið þá þannig að við ætlum okkur stóra hluti í þessum leik og ætlum að standa okkur," sagði Eyjólfur. Eyjólfur tók það fram á fundinum að það væri mun fleiri leikmenn inn í myndinni hjá honum en þeir átján sem hann valdi fyrir þennan leik á móti Dönum. „Það er mjög áhugavert að það eru margir inn í myndinni fyrir 21 árs liðið. Það er mikið af ungum og efnilegum strákum að spila í efstu deild í dag og víðar. Við getum í rauninni stillt upp tveimur til þremur frábærum liðum. Það eru margir leikmenn sem við erum að skoða," sagði Eyjólfur en aðstoðarmaður hans er Tómas Ingi Tómasson. Fyrsti landsliðshópur Eyjólfs: Markmenn Þórður Ingason, Fjölni (4 leikir) Óskar Pétursson, Grindavík (Nýliði) Varnarmenn Hólmar Örn Eyjólfsson, West Ham (7) Hjörtur Logi Valgarðsson, FH (2) Skúli Jón Friðgeirsson, KR (2) Andrés Már Jóhannesson, Fylki (1) Finnur Orri Margeirsson, Breiðabliki (1) Guðmundur Reynir Gunnarsson, GAIS (1) Miðjumenn Birkir Bjarnason, Viking (13) Bjarni Þór Viðarsson, Twente (12) Gylfi Þór Sigurðsson, Reading [á láni hjá Crewe] (6) Jóhann Berg Guðmundsson, AZ Alkmaar (2) Guðmundur Kristjánsson, Breiðabliki (1) Björn Daníel Sverrisson, FH (nýliði) Guðlaugur Victor Pálsson. Liverpool (Nýliði) Sóknarmenn Rúrik Gíslason, Viborg (11) Björn Bergmann Sigurðarsson, Lilleström (1) Alfreð Finnbogason, Breiðabliki Íslenski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
Eyjólfur Sverrisson valdi í dag sinn fyrsta landsliðshóp síðan að hann tók aftur við íslenska 21 árs landsliðinu. Framundan er æfingaleikur á móti Dönum í Álaborg 5. júní næstkomandi. Eyjólfur valdi fjóra nýliða í liðið þar á meðal markahæsta leikmenn Pepsi-deildarinnar, Alfreð Finnbogason úr Breiðabliki. „Við erum að fara spila á móti Dönum sem er kærkominn undirbúningur fyrir okkar keppni. Sú undankeppni verður gríðarlega erfið því við erum með Tékkum og Þjóðverjum í riðli sem eru gríðarlega öflug lið," sagði Eyjólfur og bætir við: „Þetta er mjög verðugt verkefni fyrir okkar leikmenn að geta miðað sig við toppleikmenn sem þeir að sjálfsögðu eru líka," sagði Eyjólfur. Fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2011 er á heimavelli á móti Tékkum og fer leikurinn fram á KR-vellinum 12. ágúst næstkomandi. Eyjólfur velur fjóra leikmenn að þessu sinni sem hafa ekki áður spila með 21 árs landsliðinu. Það eru þeir: Óskar Pétursson, markvörður úr Grindavík, Björn Daníel Sverrisson, miðjumaður úr FH, Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður úr Liverpool og Alfreð Finnbogason, sóknarmaður úr Breiðabliki. „Það eru fjórir nýliðar í þessu 21 árs liði og einn leikmaður sem hefur aldrei spilað landsleik en það er Alfreð Finnbogason sem er að springa út núna og að spila virkilega vel," sagði Eyjólfur. „Þetta er virkilega áhugavert verkefni og kærkomið að fá að spila á móti Dönum sem eru með gríðarlega öflugt lið," segir Eyjólfur en 21 árs lið þjóðanna mættust á KR-vellinum 20. ágúst í fyrra þar sem Danir unnu sannfærandi 2-0 sigur. „Ég sá leikinn á KR-velli á síðasta ári og hann var mjög erfiður fyrir íslenska landsliðið. Við vorum reyndar ekki með okkar sterkasta lið þá þannig að við ætlum okkur stóra hluti í þessum leik og ætlum að standa okkur," sagði Eyjólfur. Eyjólfur tók það fram á fundinum að það væri mun fleiri leikmenn inn í myndinni hjá honum en þeir átján sem hann valdi fyrir þennan leik á móti Dönum. „Það er mjög áhugavert að það eru margir inn í myndinni fyrir 21 árs liðið. Það er mikið af ungum og efnilegum strákum að spila í efstu deild í dag og víðar. Við getum í rauninni stillt upp tveimur til þremur frábærum liðum. Það eru margir leikmenn sem við erum að skoða," sagði Eyjólfur en aðstoðarmaður hans er Tómas Ingi Tómasson. Fyrsti landsliðshópur Eyjólfs: Markmenn Þórður Ingason, Fjölni (4 leikir) Óskar Pétursson, Grindavík (Nýliði) Varnarmenn Hólmar Örn Eyjólfsson, West Ham (7) Hjörtur Logi Valgarðsson, FH (2) Skúli Jón Friðgeirsson, KR (2) Andrés Már Jóhannesson, Fylki (1) Finnur Orri Margeirsson, Breiðabliki (1) Guðmundur Reynir Gunnarsson, GAIS (1) Miðjumenn Birkir Bjarnason, Viking (13) Bjarni Þór Viðarsson, Twente (12) Gylfi Þór Sigurðsson, Reading [á láni hjá Crewe] (6) Jóhann Berg Guðmundsson, AZ Alkmaar (2) Guðmundur Kristjánsson, Breiðabliki (1) Björn Daníel Sverrisson, FH (nýliði) Guðlaugur Victor Pálsson. Liverpool (Nýliði) Sóknarmenn Rúrik Gíslason, Viborg (11) Björn Bergmann Sigurðarsson, Lilleström (1) Alfreð Finnbogason, Breiðabliki
Íslenski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira