Benedikt, þjálfari KR: Leið betur með hverri framlengingu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. mars 2009 22:57 Benedikt var kátur eftir leik í kvöld. Mynd/Vilhelm „Ég er eiginlega hálforðlaus eftir þennan leik. Þessi leikur reyndi á hjartað, þolrifin og allan pakkann. Sem betur fer höfðum við úthaldið til þess að klára þetta," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, sigurreifur eftir sigurinn ótrúlega gegn Keflavík í kvöld. „Ég hef oft verið rólegri en í þessum leik. Ég lifði mig algjörlega inn í leikinn eins og allir í húsinu. Það var hrikalega ljúft að vinna svona leik en örugglega skelfilegt að tapa honum að sama skapi. Það voru ótrúleg tilþrif á báða bóga og jöfnunarkörfur sem hafa varla sést áður," sagði Benedikt sem óttaðist ekkert eftir því sem framlengingarnar urðu fleiri. „Mér leið betur með hverri framlengingu sem við fórum í. Þá trúði ég því að við myndum klára þetta. Ég tók strákana nefnilega í gott þolpróf fyrir úrslitakeppnina og allir í toppstandi," sagði Benedikt og sló svo á létta stengi. „Þolprófið gengur út á að hlaupa fimm hringi í kringum Inga aðstoðarþjálfara. Það náðu því allir á undir hálftíma þannig að ég vissi að við værum í toppmálum." Benedikt hefur marga fjöruna sopið í bransanum en hann man vart eftir öðru eins og þessum leik í kvöld. „Þetta er líklega svakalegasti leikur sem ég hef tekið þátt í. Það er líka ekki fjarri lagi að þetta sé rosalegasti leikur sem hefur verið spilaður á Íslandi," sagði Benedikt og bætti við að þessi leikur hefði haft allt. „Þetta var bara veisla. Keflavík með mann yfir 50 stig og leikmenn sýndu listir sínar hér í kvöld sem og dansarar í hléum. Þetta var bara einn með öllu og það í þrjá klukkutíma. Þetta kvöld var bland af íþróttum, list og skemmtun. Þarna var þessu þrennu slegið í einn pakka," sagði Benedikt sem ætlar sér alla leið með strákana í ár. Hann segir þá ekki hætta. „Menn eru gríðarlega hungraðir og fókusinn í liðinu er mikill. Við eigum samt eftir að fara í gegnum eitt lið í viðbót og það lið verður ekkert slor." Dominos-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjör: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Sjá meira
„Ég er eiginlega hálforðlaus eftir þennan leik. Þessi leikur reyndi á hjartað, þolrifin og allan pakkann. Sem betur fer höfðum við úthaldið til þess að klára þetta," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, sigurreifur eftir sigurinn ótrúlega gegn Keflavík í kvöld. „Ég hef oft verið rólegri en í þessum leik. Ég lifði mig algjörlega inn í leikinn eins og allir í húsinu. Það var hrikalega ljúft að vinna svona leik en örugglega skelfilegt að tapa honum að sama skapi. Það voru ótrúleg tilþrif á báða bóga og jöfnunarkörfur sem hafa varla sést áður," sagði Benedikt sem óttaðist ekkert eftir því sem framlengingarnar urðu fleiri. „Mér leið betur með hverri framlengingu sem við fórum í. Þá trúði ég því að við myndum klára þetta. Ég tók strákana nefnilega í gott þolpróf fyrir úrslitakeppnina og allir í toppstandi," sagði Benedikt og sló svo á létta stengi. „Þolprófið gengur út á að hlaupa fimm hringi í kringum Inga aðstoðarþjálfara. Það náðu því allir á undir hálftíma þannig að ég vissi að við værum í toppmálum." Benedikt hefur marga fjöruna sopið í bransanum en hann man vart eftir öðru eins og þessum leik í kvöld. „Þetta er líklega svakalegasti leikur sem ég hef tekið þátt í. Það er líka ekki fjarri lagi að þetta sé rosalegasti leikur sem hefur verið spilaður á Íslandi," sagði Benedikt og bætti við að þessi leikur hefði haft allt. „Þetta var bara veisla. Keflavík með mann yfir 50 stig og leikmenn sýndu listir sínar hér í kvöld sem og dansarar í hléum. Þetta var bara einn með öllu og það í þrjá klukkutíma. Þetta kvöld var bland af íþróttum, list og skemmtun. Þarna var þessu þrennu slegið í einn pakka," sagði Benedikt sem ætlar sér alla leið með strákana í ár. Hann segir þá ekki hætta. „Menn eru gríðarlega hungraðir og fókusinn í liðinu er mikill. Við eigum samt eftir að fara í gegnum eitt lið í viðbót og það lið verður ekkert slor."
Dominos-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjör: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Sjá meira