Rannveig Rist særð í andliti eftir sýruárás 3. október 2009 06:15 Rannveig Rist. Vísir/GVA Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, fékk sýru í andlitið morguninn eftir að skemmdarverk voru unnin á heimili hennar í byrjun ágúst. Sýrubruninn var það alvarlegur að hún hlaut sár í andlitið sem mun skilja eftir sig ör. Rannveig staðfesti þetta við Fréttablaðið í gær en vildi ekki gera mikið úr meiðslum sínum. Atvikið átti sér stað 5. ágúst síðastliðinn. Þá um nóttina voru unnin skemmdarverk á heimili hennar í Garðabæ. Komið hefur fram að málningu var skvett á íbúðarhúsið en nú liggur fyrir að þegar Rannveig opnaði framdyr fjölskyldubifreiðar um morguninn skvettist sýra úr hurðarfalsinu framan í hana rétt neðan við hægra augað. Rannveig vill ekki tjá sig um atvikið frekar eða hvort hún hafi verið ein á ferð. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir málið litið mjög alvarlegum augum og hafi verið tekið föstum tökum. Hann vill hins vegar ekkert tjá sig frekar um rannsóknina. Komið hefur fram að lögregla hefur til rannsóknar á annan tug mála þar sem skemmdarverk hafa verið unnin á heimilum fólks úr fjármála- og orkugeiranum. Öll málin eiga það sammerkt að málningu hefur verið skvett á eigur fólks en sýru var einnig beitt þegar skemmdarverk voru unnin á heimili Hjörleifs Kvaran, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var notuð sýra sem ekki er lengur talin nothæf í iðnaði hér á landi. Efnið, sem var nýtt til að leysa upp lakk, þótti of hættulegt. Heimildir Fréttablaðsins herma að árásirnar hafi þótt það alvarlegar að yfirmenn lögreglunnar hafi fundað sérstaklega með forsvarsmönnum þeirra fyrirtækja sem árásunum hefur verið beint gegn. Það fékkst ekki staðfest hjá lögreglu. - shá Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, fékk sýru í andlitið morguninn eftir að skemmdarverk voru unnin á heimili hennar í byrjun ágúst. Sýrubruninn var það alvarlegur að hún hlaut sár í andlitið sem mun skilja eftir sig ör. Rannveig staðfesti þetta við Fréttablaðið í gær en vildi ekki gera mikið úr meiðslum sínum. Atvikið átti sér stað 5. ágúst síðastliðinn. Þá um nóttina voru unnin skemmdarverk á heimili hennar í Garðabæ. Komið hefur fram að málningu var skvett á íbúðarhúsið en nú liggur fyrir að þegar Rannveig opnaði framdyr fjölskyldubifreiðar um morguninn skvettist sýra úr hurðarfalsinu framan í hana rétt neðan við hægra augað. Rannveig vill ekki tjá sig um atvikið frekar eða hvort hún hafi verið ein á ferð. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir málið litið mjög alvarlegum augum og hafi verið tekið föstum tökum. Hann vill hins vegar ekkert tjá sig frekar um rannsóknina. Komið hefur fram að lögregla hefur til rannsóknar á annan tug mála þar sem skemmdarverk hafa verið unnin á heimilum fólks úr fjármála- og orkugeiranum. Öll málin eiga það sammerkt að málningu hefur verið skvett á eigur fólks en sýru var einnig beitt þegar skemmdarverk voru unnin á heimili Hjörleifs Kvaran, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var notuð sýra sem ekki er lengur talin nothæf í iðnaði hér á landi. Efnið, sem var nýtt til að leysa upp lakk, þótti of hættulegt. Heimildir Fréttablaðsins herma að árásirnar hafi þótt það alvarlegar að yfirmenn lögreglunnar hafi fundað sérstaklega með forsvarsmönnum þeirra fyrirtækja sem árásunum hefur verið beint gegn. Það fékkst ekki staðfest hjá lögreglu. - shá
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira