Hugsanlega Þorsteinn Pálsson skrifar 12. júní 2009 06:00 Pólitískar vísbendingar um möguleika á þjóðstjórn eru ekki sýnilegar eins og sakir standa. Þörfin fyrir skýra framtíðarsýn, vissu um hvað til bragðs skuli taka og breiðari samstöðu um framkvæmd einstakra mála er þó smám saman að verða augljósari og brýnni en áður. Gjaldmiðilshrunið og fall bankanna kallaði eðlilega á pólitískt uppgjör. Það fór fram í búsáhaldabyltingu og kosningum. Niðurstaðan leiddi fram skörpustu mögulegar andstæður í íslenskum stjórnmálum. Viðfangsefnin eru hins vegar svo risavaxin að aldrei fyrr hefur verið meiri þörf á breiðri samhentri forystu um málefni landsins. Þessi þverstæða blasir við. Pólitíska uppgjörið snerist um fortíðina. Slíkt uppgjör gat bara farið á einn veg. Á hinn bóginn hefur ekkert uppgjör átt sér stað um framtíðina eða hvernig standa eigi að endurreisn á öllum sviðum í búskap þjóðarinnar. Þess vegna er ríkisstjórnin í jafn kröppum dansi og raun ber vitni þegar á fyrstu lífdögunum. Allur málflutningur og rökstuðningur fyrir málum byggist á skírskotunum til fortíðarinnar. Það er af því að pólitíska uppgjörið fór fram um hana en ekki framtíðina. Framtíðaruppgjörið fáum við héðan af ekki fyrr en að loknu þessu kjörtímabili. Við slíkar aðstæður er rétt og skylt að vekja þá spurningu hvort breiðari stefnumótun og ábyrgð sé líklegri til árangurs en ríkjandi pólitískt ástand. Mikilvægt er að hafa í huga í því sambandi að þjóðstjórn sem einvörðungu snerist um að skipta valdastólum breytti litlu. Spurningin snýst um hitt hvort unnt er að sameina stjórnmálaöflin um höfuðlínur endurreisnarinnar þannig að hún geti gengið fram með mestum mögulegum hraða og fólkið í landinu viti hvert stefnir og fái trú á framtíðina. Hér hafa ekki setið hreinræktaðar hægri eða vinstri stjórnir fyrr en nú. Málflutningur stjórnarflokkanna bendir til að þeir vilji nýta sér þá stöðu til hins ítrasta. Á sama hátt má sjá glögg merki um að stjórnarandstöðuflokkarnir telja að tíminn vinni með þeim. Þeir eru ekki líklegir til að hafa áhuga á stjórnarþátttöku fyrr en eftir að pólitíska framtíðaruppgjörið hefur farið fram í nýjum kosningum. Þetta er hinn eðlilegi gangur mála. Í reiptogi stjórnmálanna felst langtíma jafnvægi. Aðstæður þjóðarinnar eru á hinn bóginn svo óvenjulegar að þjóðin hefur ekki efni á því hiki og þeirri óvissu sem af pólitísku þrátefli leiðir. Í reynd hefur verið málefnaleg stjórnarkreppa um framtíðarmálefni þjóðarinnar síðan í nóvember. Sennilega er hún búin að kosta fólkið í landinu og fyrirtækin jafn mikið í krónum og aurum eins og upphaflega hrunið. Að sama skapi er pólitísk ábyrgð á vandamálunum á fleiri herðum nú þegar. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa boðið til samstarfs í þinginu þegar brotalamir í þeirra eigin liði valda óvissu um framgang mála. Þetta er merki um veikleika en ekki nýtt lýðræði. Þegar ríkisstjórnin býður stjórnarandstöðunni að viðræðuborði með samtökum atvinnulífsins og launþega fær þjóðin ekki að vita hvort það er til að hlusta eða til að hafa áhrif og bera ábyrgð. Það er vísbending um lausatök en ekki festu. Að þessu virtu gæti þjóðstjórn verið góður kostur. Vel gæti líka farið á því að kalla á mann utan við vettvang stjórnmálanna til að veita henni forystu og tengja saman. Til þess að svo megi verða þurfa forystumenn á Alþingi að virða stöðuna af nýrri sjónarhæð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun
Pólitískar vísbendingar um möguleika á þjóðstjórn eru ekki sýnilegar eins og sakir standa. Þörfin fyrir skýra framtíðarsýn, vissu um hvað til bragðs skuli taka og breiðari samstöðu um framkvæmd einstakra mála er þó smám saman að verða augljósari og brýnni en áður. Gjaldmiðilshrunið og fall bankanna kallaði eðlilega á pólitískt uppgjör. Það fór fram í búsáhaldabyltingu og kosningum. Niðurstaðan leiddi fram skörpustu mögulegar andstæður í íslenskum stjórnmálum. Viðfangsefnin eru hins vegar svo risavaxin að aldrei fyrr hefur verið meiri þörf á breiðri samhentri forystu um málefni landsins. Þessi þverstæða blasir við. Pólitíska uppgjörið snerist um fortíðina. Slíkt uppgjör gat bara farið á einn veg. Á hinn bóginn hefur ekkert uppgjör átt sér stað um framtíðina eða hvernig standa eigi að endurreisn á öllum sviðum í búskap þjóðarinnar. Þess vegna er ríkisstjórnin í jafn kröppum dansi og raun ber vitni þegar á fyrstu lífdögunum. Allur málflutningur og rökstuðningur fyrir málum byggist á skírskotunum til fortíðarinnar. Það er af því að pólitíska uppgjörið fór fram um hana en ekki framtíðina. Framtíðaruppgjörið fáum við héðan af ekki fyrr en að loknu þessu kjörtímabili. Við slíkar aðstæður er rétt og skylt að vekja þá spurningu hvort breiðari stefnumótun og ábyrgð sé líklegri til árangurs en ríkjandi pólitískt ástand. Mikilvægt er að hafa í huga í því sambandi að þjóðstjórn sem einvörðungu snerist um að skipta valdastólum breytti litlu. Spurningin snýst um hitt hvort unnt er að sameina stjórnmálaöflin um höfuðlínur endurreisnarinnar þannig að hún geti gengið fram með mestum mögulegum hraða og fólkið í landinu viti hvert stefnir og fái trú á framtíðina. Hér hafa ekki setið hreinræktaðar hægri eða vinstri stjórnir fyrr en nú. Málflutningur stjórnarflokkanna bendir til að þeir vilji nýta sér þá stöðu til hins ítrasta. Á sama hátt má sjá glögg merki um að stjórnarandstöðuflokkarnir telja að tíminn vinni með þeim. Þeir eru ekki líklegir til að hafa áhuga á stjórnarþátttöku fyrr en eftir að pólitíska framtíðaruppgjörið hefur farið fram í nýjum kosningum. Þetta er hinn eðlilegi gangur mála. Í reiptogi stjórnmálanna felst langtíma jafnvægi. Aðstæður þjóðarinnar eru á hinn bóginn svo óvenjulegar að þjóðin hefur ekki efni á því hiki og þeirri óvissu sem af pólitísku þrátefli leiðir. Í reynd hefur verið málefnaleg stjórnarkreppa um framtíðarmálefni þjóðarinnar síðan í nóvember. Sennilega er hún búin að kosta fólkið í landinu og fyrirtækin jafn mikið í krónum og aurum eins og upphaflega hrunið. Að sama skapi er pólitísk ábyrgð á vandamálunum á fleiri herðum nú þegar. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa boðið til samstarfs í þinginu þegar brotalamir í þeirra eigin liði valda óvissu um framgang mála. Þetta er merki um veikleika en ekki nýtt lýðræði. Þegar ríkisstjórnin býður stjórnarandstöðunni að viðræðuborði með samtökum atvinnulífsins og launþega fær þjóðin ekki að vita hvort það er til að hlusta eða til að hafa áhrif og bera ábyrgð. Það er vísbending um lausatök en ekki festu. Að þessu virtu gæti þjóðstjórn verið góður kostur. Vel gæti líka farið á því að kalla á mann utan við vettvang stjórnmálanna til að veita henni forystu og tengja saman. Til þess að svo megi verða þurfa forystumenn á Alþingi að virða stöðuna af nýrri sjónarhæð.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun