Njarðvík hefði unnið í oddaleik 30. janúar 2009 20:22 Friðrik Ingi hefur tröllatrú á sínum mönnum í Njarðvík frá því fyrir 20 árum, en viðurkennir að líklega hefði hann átt í erfiðleikum með að hemja Jón Arnór Stefánsson Óskar Ófeigur Jónsson tók í dag saman skemmtilegan pistil sem birtur var hér á Vísi þar sem borin voru saman lið Njarðvíkur fyrir 20 árum og svo lið KR í dag. Þessi lið unnu bæði fjórtán leiki í röð og KR-ingar geta í kvöld slegið það met með sigri á Snæfelli í Stykkishólmi. Friðrik Ingi Rúnarsson framkvæmdastjóri KKÍ var í umræddu Njarðvíkurliði fyrir tveimur áratugum. Við báðum hann til gamans að bera liðin saman og spá í sigurvegara ef þau hefðu mæst í fimm leikja seríu í úrslitakeppni. "Þetta eru frekar ólík lið og KR-ingarnir í dag eru hæfileikaríkari, en það sem einkenndi þetta Njarðvíkurlið á þessum tíma var kænska og baráttuandi. Þetta var engu að síður hörku körfuboltalið," sagði Friðrik um Njarðvíkurliðið 1988-89. "Ég hafði gaman af því að lesa þetta og það er mikill heiður að vera settur sem skotbakvörður á móti Jóni Arnóri Stefánssyni," sagði Friðrik Ingi. En hefði Friðrik geta hangið í Jóni Arnóri ef liðin hefðu mæst? "Nei," sagði Friðrik eftir nokkra umhugsun. "Jón er auðvitað íþróttamaður af guðsnáð og hef nú aldrei þótt nein ballerína. Ég var fyrst og fremst góður skotmaður og keppnismaður og það kom mér langt. Jón er auðvitað bæði fljótari og teknískari og betri varnarmaður. Ég hugsa að ég hefði nú ekki komið vel út úr þessari viðureign, nema þá ég hefði geta samið við Jón um að fá vinnufrið í skotunum mínum," sagði Friðrik glettinn, en hann var mikil skytta á sínum tíma. KR á eftir að sanna sigEn hvort liðið hefði unnið ef þau hefðu mæst í úrslitakeppni. "Það fer eflaust eftir því hvort þú spyrð Njarðvíkinga eða KR-inga, en eigum við ekki að segja að við Njarðvíkingar hefðum bara unnið í oddaleik. Maður er auðvitað keppnismaður og því verður maður að segja að liðið sem maður var í sjálfur hefði unnið," sagði Friðrik. Hvar koma þessi tvö lið inn á listann yfir bestu lið á Íslandi síðustu tvo áratugi eða svo? "Þetta Njarðvíkurlið var ekki það besta sem þaðan hefur komið og til að mynda vann Njarðvíkurliðið veturinn 1994-95, 31 af 32 leikjum sínum. Það lið var gríðarlega sterkt þar sem reynsluboltar og landsliðsmenn voru í bland," sagði Friðrik. Hann segir KR-liðið í dag eiga eftir að sanna sig þó vissulega sé það sterkt á pappírunum. "KR-liðið er auðvitað gríðarlega sterkt, en það á enn eftir að sanna sig og umrætt Njarðvíkurlið var til að mynda ekki Íslandsmeistari þarna um árið. Ef KR-liðinu tekst að vinna eitthvað af þeim titlum sem eru í boði í vetur og vor er örugglega óhætt að ætla að það sé eitt af þeim allra bestu sem sett hafa verið saman hér á landi," sagði Friðrik. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hvað er líkt með metliðum Njarðvíkur 1988-89 og KR 2008-09? KR-ingar geta í kvöld sett nýtt met í úrvalsdeild karla í körfubolta með því að vinna fimmtán fyrstu deildarleiki tímabilsins. 30. janúar 2009 12:19 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Óskar Ófeigur Jónsson tók í dag saman skemmtilegan pistil sem birtur var hér á Vísi þar sem borin voru saman lið Njarðvíkur fyrir 20 árum og svo lið KR í dag. Þessi lið unnu bæði fjórtán leiki í röð og KR-ingar geta í kvöld slegið það met með sigri á Snæfelli í Stykkishólmi. Friðrik Ingi Rúnarsson framkvæmdastjóri KKÍ var í umræddu Njarðvíkurliði fyrir tveimur áratugum. Við báðum hann til gamans að bera liðin saman og spá í sigurvegara ef þau hefðu mæst í fimm leikja seríu í úrslitakeppni. "Þetta eru frekar ólík lið og KR-ingarnir í dag eru hæfileikaríkari, en það sem einkenndi þetta Njarðvíkurlið á þessum tíma var kænska og baráttuandi. Þetta var engu að síður hörku körfuboltalið," sagði Friðrik um Njarðvíkurliðið 1988-89. "Ég hafði gaman af því að lesa þetta og það er mikill heiður að vera settur sem skotbakvörður á móti Jóni Arnóri Stefánssyni," sagði Friðrik Ingi. En hefði Friðrik geta hangið í Jóni Arnóri ef liðin hefðu mæst? "Nei," sagði Friðrik eftir nokkra umhugsun. "Jón er auðvitað íþróttamaður af guðsnáð og hef nú aldrei þótt nein ballerína. Ég var fyrst og fremst góður skotmaður og keppnismaður og það kom mér langt. Jón er auðvitað bæði fljótari og teknískari og betri varnarmaður. Ég hugsa að ég hefði nú ekki komið vel út úr þessari viðureign, nema þá ég hefði geta samið við Jón um að fá vinnufrið í skotunum mínum," sagði Friðrik glettinn, en hann var mikil skytta á sínum tíma. KR á eftir að sanna sigEn hvort liðið hefði unnið ef þau hefðu mæst í úrslitakeppni. "Það fer eflaust eftir því hvort þú spyrð Njarðvíkinga eða KR-inga, en eigum við ekki að segja að við Njarðvíkingar hefðum bara unnið í oddaleik. Maður er auðvitað keppnismaður og því verður maður að segja að liðið sem maður var í sjálfur hefði unnið," sagði Friðrik. Hvar koma þessi tvö lið inn á listann yfir bestu lið á Íslandi síðustu tvo áratugi eða svo? "Þetta Njarðvíkurlið var ekki það besta sem þaðan hefur komið og til að mynda vann Njarðvíkurliðið veturinn 1994-95, 31 af 32 leikjum sínum. Það lið var gríðarlega sterkt þar sem reynsluboltar og landsliðsmenn voru í bland," sagði Friðrik. Hann segir KR-liðið í dag eiga eftir að sanna sig þó vissulega sé það sterkt á pappírunum. "KR-liðið er auðvitað gríðarlega sterkt, en það á enn eftir að sanna sig og umrætt Njarðvíkurlið var til að mynda ekki Íslandsmeistari þarna um árið. Ef KR-liðinu tekst að vinna eitthvað af þeim titlum sem eru í boði í vetur og vor er örugglega óhætt að ætla að það sé eitt af þeim allra bestu sem sett hafa verið saman hér á landi," sagði Friðrik.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hvað er líkt með metliðum Njarðvíkur 1988-89 og KR 2008-09? KR-ingar geta í kvöld sett nýtt met í úrvalsdeild karla í körfubolta með því að vinna fimmtán fyrstu deildarleiki tímabilsins. 30. janúar 2009 12:19 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Hvað er líkt með metliðum Njarðvíkur 1988-89 og KR 2008-09? KR-ingar geta í kvöld sett nýtt met í úrvalsdeild karla í körfubolta með því að vinna fimmtán fyrstu deildarleiki tímabilsins. 30. janúar 2009 12:19