Viðskipti erlent

Seldi 100.000 flugmiða á einum degi

Norska lágjaldflugfélagið Norwegian, fyrrum samstarfsaðili Sterling á Norðurlöndunum, seldi 100.000 flugmiða á einum degi nú eftir áramótin. Er þetta mesta flugmiðasala á einum degi í sex ára sögu félagsins.

Í frétt um málið á vefsíðunni E24.no kemur fram að þetta sé tvöfalt meiri sala en á fyrsta söludegi ársins í fyrra. Félagið er nú í auglýsingaherferð sem stendur fram til 15. janúar og er ódýrasti miðinn með flugi frá Noregi nú 249 kr. norskar eða um 4.000 kr..

Forstjóri Norwegian, Björn Kjos segir að þetta ár geti orðið spennandi fyrir Norwegian sem hagnaðist töluvert á gjaldþroti Sterling í fyrra með því að yfirtaka nokkrar flugleiðir Sterling.

Frá því í fyrra hefur Norwegian einbeitt sér að flugleiðum innan Norðurlandanna og til stórborga í Evrópu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×