Viðskipti innlent

Jón Ingi nýr for­stjóri PwC

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jón Ingi tekur við forstjórastarfinu á nýársdag.
Jón Ingi tekur við forstjórastarfinu á nýársdag.

Jón Ingi Ingibergsson hefur verið kjörinn forstjóri PwC á Íslandi af eigendum félagsins og tekur við starfinu frá og með áramótum. Í tilkynningu segir að Jón Ingi búi að fjölbreyttri stjórnunarreynslu auk djúprar sérfræðiþekkingar á sviði skatta- og lögfræðiráðgjafar.

Jón Ingi lauk BSc-prófi í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2004 og ML-gráðu í lögfræði frá sama skóla árið 2006. Hann hóf störf hjá PwC í september 2007 og tók við forystu skatta- og lögfræðiráðgjafar í desember 2017. Sem sviðsstjóri bar hann ábyrgð á stefnu, rekstri, gæðamálum og þjónustu sviðsins. Hann situr ennfremur í framkvæmdaráði PwC. Áður starfaði hann á lögfræðisviði ríkisskattstjóra á árunum 2006-2007.

Jón Ingi hefur jafnframt haldið fjölda fyrirlestra um skatta- og lögfræðilega tengd málefni og starfaði sem stundakennari við Háskólann í Reykjavík á árunum 2015 til 2019.

„Ég er þakklátur fyrir tækifærið að leiða þetta öfluga fyrirtæki á sérfræðiþjónustumarkaði hérlendis,“ segir Jón Ingi í tilkynningu. Hann hlakkir til að vinna með starfsfólki og viðskiptavinum PwC að áframhaldandi þróun og vexti.

Vignir Rafn Gíslason stjórnarformaður PwC segir að Jón Ingi kemur með sterka reynslu og framúrskarandi leiðtogahæfileika sem munu nýtast PwC við að styrkja stöðu félagsins á komandi árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×