Pranger bjargaði andliti Austurríkismanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. febrúar 2009 13:14 Manfred Pranger í brekkunni í dag. Nordic Photos / Getty Images Manfred Pranger vann í dag gull í svigi karla á HM í alpagreinum sem fer fram í Val d'Isere í Frakklandi. Pranger var fyrstur eftir fyrri ferðina og náði að standa af sér þá síðari einnig en fjöldamargir keppenda féllu úr leik í dag - líka þeir íslensku. Björgvin Björgvinsson féll úr leik í síðari ferðinni og Stefán Jón Sigurgeirsson í þeirri síðari. Þetta voru ekki nema önnur gullverðlaun Austurríkismanna á mótinu en Sviss, Bandaríkin og Þýskalandi unnu einnig tvö gull. Julien Lizeroux frá Frakklandi varð annar í dag við mikinn fögnuð heimamanna og Michael Janyk frá Kanada þriðji. Janyk náði reyndar aðeins tíunda besta tímanum eftir fyrri ferðina en ekki nema tveir af þeim átta besti eftir fyrri ferðina tókst að klára þá síðari. Skilyrði voru afar erfið í brautinni og mikill munur á tíma þeirra 30 efstu eftir fyrri ferðina. Það var ekki fyrr en að kom að Benjamin Raich frá Austurríki að spenna fór að færast í aukana. Hann var 1,51 sekúndum á eftir Pranger sem var fljótastur í fyrri ferðinni. Raich var fyrir keppni dagsins eini austurríski karlmaðurinn sem hafði fengið verðlaun á mótinu sem eru merkilegar fréttir þar sem Austurríki hefur yfirleitt náð besta árangrinum á stórmótum sem þessum. En Raich féll úr leik. Næsti maður, Manfred Moelgg frá Ítalíu, féll einnig úr leik og hið sama má segja um Bandaríkjamanninn Ted Ligety. Þá voru flestir farnir að trúa því að Janyk gæti náð í verðlaun í keppninni. En gull var það ekki. Heimamaðurinn Julien Lizeroux náði að komast nokkuð klakklaust niður brautina og náði besta tímanum, 51,50 sekúndum og samtals var hann 1,22 sekúndum á undan Janyk. Næstur kom annar heimamaður, Jean-Baptiste Grange, en hann náði ekki heldur að klára, ekki frekar en Svíinn Johan Brolenius sem var ekki nema 0,04 sekúndum á eftir Pranger í fyrri ferðinni. Þá var komið að Pranger. Hann ákvað að taka engar áhættur, nýta forskotið sitt og það virkaði. Hann tapaði vissulega tíma á Lizeroux en náði þó að standa af sér allar hindranir og komast í mark á sigurtímanum, 1:44,17. Erlendar Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Fleiri fréttir Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Manfred Pranger vann í dag gull í svigi karla á HM í alpagreinum sem fer fram í Val d'Isere í Frakklandi. Pranger var fyrstur eftir fyrri ferðina og náði að standa af sér þá síðari einnig en fjöldamargir keppenda féllu úr leik í dag - líka þeir íslensku. Björgvin Björgvinsson féll úr leik í síðari ferðinni og Stefán Jón Sigurgeirsson í þeirri síðari. Þetta voru ekki nema önnur gullverðlaun Austurríkismanna á mótinu en Sviss, Bandaríkin og Þýskalandi unnu einnig tvö gull. Julien Lizeroux frá Frakklandi varð annar í dag við mikinn fögnuð heimamanna og Michael Janyk frá Kanada þriðji. Janyk náði reyndar aðeins tíunda besta tímanum eftir fyrri ferðina en ekki nema tveir af þeim átta besti eftir fyrri ferðina tókst að klára þá síðari. Skilyrði voru afar erfið í brautinni og mikill munur á tíma þeirra 30 efstu eftir fyrri ferðina. Það var ekki fyrr en að kom að Benjamin Raich frá Austurríki að spenna fór að færast í aukana. Hann var 1,51 sekúndum á eftir Pranger sem var fljótastur í fyrri ferðinni. Raich var fyrir keppni dagsins eini austurríski karlmaðurinn sem hafði fengið verðlaun á mótinu sem eru merkilegar fréttir þar sem Austurríki hefur yfirleitt náð besta árangrinum á stórmótum sem þessum. En Raich féll úr leik. Næsti maður, Manfred Moelgg frá Ítalíu, féll einnig úr leik og hið sama má segja um Bandaríkjamanninn Ted Ligety. Þá voru flestir farnir að trúa því að Janyk gæti náð í verðlaun í keppninni. En gull var það ekki. Heimamaðurinn Julien Lizeroux náði að komast nokkuð klakklaust niður brautina og náði besta tímanum, 51,50 sekúndum og samtals var hann 1,22 sekúndum á undan Janyk. Næstur kom annar heimamaður, Jean-Baptiste Grange, en hann náði ekki heldur að klára, ekki frekar en Svíinn Johan Brolenius sem var ekki nema 0,04 sekúndum á eftir Pranger í fyrri ferðinni. Þá var komið að Pranger. Hann ákvað að taka engar áhættur, nýta forskotið sitt og það virkaði. Hann tapaði vissulega tíma á Lizeroux en náði þó að standa af sér allar hindranir og komast í mark á sigurtímanum, 1:44,17.
Erlendar Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Fleiri fréttir Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira