Ólafur: Tveir af þremur erfiðustu leikjunum í riðlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2009 14:06 Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu. Mynd/Valli Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, tilkynnti í dag 22 manna hóp fyrir komandi leiki við Holland og Makedóníu í undankeppni HM 2010. Ólafur segir þetta vera erfitt og krefjandi verkefni enda liðið að spila við tvö bestu liðin í okkar riðli. „Ég tel þetta vera tvo erfiðustu leikina í riðlinum að undanskildum útileiknum á móti Hollandi. Ég hef sagt það áður að ég telji Holland og Makedóníu vera sterkustu liðin í þessum riðli," sagði Ólafur á blaðamannafundi í dag þar sem að hann kynnti hópinn sinn. „Ég þarf ekki að fara yfir það hversu erfitt er að spila á móti Hollandi en það er líka mjög erfitt að fara út og spila á móti Makedóníu. Við munum spila þar í 25 til 30 stiga hita og það verður geysilega erfitt," sagði Ólafur en Ísland vann 1-0 sigur á Makedóníu í fyrri leiknum sem fram fór á Laugardalsvellinum 5. september síðastliðinn. Ólafur segir að sínir leikmenn eiga ekki að mikla þetta fyrir sér heldur fagna tækifærinu á að fá að spila við svo góð fótboltalið. „Allir alvöru íþróttamenn vilja spila við bestu þjóðirnar í heiminum og Hollendingar eru ein af bestu knattspyrnuþjóðunum í heiminum. Það er mikil áskorun fyrir okkar menn að fá að spila á móti svoleiðis fótboltaliði. Það getur bara ekkert verið skemmtilegra," segir Ólafur sem ætlar sér mikið í þessum leikjum. „Það góða við fótboltann er að það eru alltaf möguleikar og við eigum möguleika í báðum þessum leikjum," segir Ólafur. Fyrri leikurinn er á móti Hollendingum á Laugardalsvellinum laugardaginn 6. júní. Íslenska liðið mætir síðan Makedóníu í Skopje fjórum dögum síðar. „Hollendingar koma örugglega hingað með það eina hugarfar að ná sér í þrjú auðveld stig og tryggja sér farseðilinn til Afríku. Það gæti hjálpað okkur ef að þeir myndu vanmeta okkur aðeins," segir Ólafur. Ólafur segir að íslenska liðið verði að fá þrjú stig út úr leiknum ætli liðið sér að komast í umspilið um sæti í úrslitkeppninni í Suður-Afríku. „Það hefur ekki oft verið þannig að Ísland eigi ennþá möguleika á að komast í þetta umspilssæti þegar fimm leikir eru búnir. Oftar en ekki hafa möguleikarnir verið búnir eftir tvo leiki þannig að við fögnum því að það sé ennþá möguleiki," segir Ólafur. Ólafur hafði smá áhyggjur af einbeitingarleysi hjá þeim leikmönnum sem eru að spila utan Norðurlanda því að tímabilið hjá þeim væri búið. „Þessi dagsetning hefur verið erfið fyrir okkur því núna eru deildirnar búnar í flestum þessum löndum. Það hefur oft viljað brenna við að menn hafi stimplað sig út úr fótbolta þegar síðasti deildarleikur er búinn. Það er hættulegt en við búum þó við það að leikmenn frá Norðurlöndum eru ennþá að spila. Ég tala um það við leikmennina að þeir skulu passa sig á því," sagði Ólafur en tók það jafnframt fram að sama væri að sjálfsögðu upp á teningnum hjá hollenska landsliðinu. Íslenski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, tilkynnti í dag 22 manna hóp fyrir komandi leiki við Holland og Makedóníu í undankeppni HM 2010. Ólafur segir þetta vera erfitt og krefjandi verkefni enda liðið að spila við tvö bestu liðin í okkar riðli. „Ég tel þetta vera tvo erfiðustu leikina í riðlinum að undanskildum útileiknum á móti Hollandi. Ég hef sagt það áður að ég telji Holland og Makedóníu vera sterkustu liðin í þessum riðli," sagði Ólafur á blaðamannafundi í dag þar sem að hann kynnti hópinn sinn. „Ég þarf ekki að fara yfir það hversu erfitt er að spila á móti Hollandi en það er líka mjög erfitt að fara út og spila á móti Makedóníu. Við munum spila þar í 25 til 30 stiga hita og það verður geysilega erfitt," sagði Ólafur en Ísland vann 1-0 sigur á Makedóníu í fyrri leiknum sem fram fór á Laugardalsvellinum 5. september síðastliðinn. Ólafur segir að sínir leikmenn eiga ekki að mikla þetta fyrir sér heldur fagna tækifærinu á að fá að spila við svo góð fótboltalið. „Allir alvöru íþróttamenn vilja spila við bestu þjóðirnar í heiminum og Hollendingar eru ein af bestu knattspyrnuþjóðunum í heiminum. Það er mikil áskorun fyrir okkar menn að fá að spila á móti svoleiðis fótboltaliði. Það getur bara ekkert verið skemmtilegra," segir Ólafur sem ætlar sér mikið í þessum leikjum. „Það góða við fótboltann er að það eru alltaf möguleikar og við eigum möguleika í báðum þessum leikjum," segir Ólafur. Fyrri leikurinn er á móti Hollendingum á Laugardalsvellinum laugardaginn 6. júní. Íslenska liðið mætir síðan Makedóníu í Skopje fjórum dögum síðar. „Hollendingar koma örugglega hingað með það eina hugarfar að ná sér í þrjú auðveld stig og tryggja sér farseðilinn til Afríku. Það gæti hjálpað okkur ef að þeir myndu vanmeta okkur aðeins," segir Ólafur. Ólafur segir að íslenska liðið verði að fá þrjú stig út úr leiknum ætli liðið sér að komast í umspilið um sæti í úrslitkeppninni í Suður-Afríku. „Það hefur ekki oft verið þannig að Ísland eigi ennþá möguleika á að komast í þetta umspilssæti þegar fimm leikir eru búnir. Oftar en ekki hafa möguleikarnir verið búnir eftir tvo leiki þannig að við fögnum því að það sé ennþá möguleiki," segir Ólafur. Ólafur hafði smá áhyggjur af einbeitingarleysi hjá þeim leikmönnum sem eru að spila utan Norðurlanda því að tímabilið hjá þeim væri búið. „Þessi dagsetning hefur verið erfið fyrir okkur því núna eru deildirnar búnar í flestum þessum löndum. Það hefur oft viljað brenna við að menn hafi stimplað sig út úr fótbolta þegar síðasti deildarleikur er búinn. Það er hættulegt en við búum þó við það að leikmenn frá Norðurlöndum eru ennþá að spila. Ég tala um það við leikmennina að þeir skulu passa sig á því," sagði Ólafur en tók það jafnframt fram að sama væri að sjálfsögðu upp á teningnum hjá hollenska landsliðinu.
Íslenski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira