Little Boots slær í gegn á árinu 11. janúar 2009 06:00 Little Boots er talin líklegust til afreka á þessu ári. Little Boots er talin líklegust til að slá í gegn á árinu 2009 að mati 134 breskra tónlistarspekinga. Hin 24 ára elektró-poppsöngkona heitir réttu nafni Victoria Hesketh og kemur frá Blackpool í Englandi. Hún ku vera undir áhrifum frá listamönnum á borð við David Bowie, Gary Numan og Kate Bush. „Það er ótrúlegt að svona margir vilji skrifa um mig og gefa mér tækifæri. Ég er virkilega þakklát fyrir það," sagði Hesketh. Einn þeirra sem hefur mikið álit á henni er Joe Goddard úr danssveitinni Hot Chip, sem hefur einnig tekið upp nokkur af lögum hennar. Samkvæmt lista sem er birtur á heimasíðu BBC lenti rokksveitin White Lies í öðru sæti, söngkonan Florence and the Machine í þriðja og ástralska sveitin Empire of the Sun í því fjórða. Athygli vekur að bæði White Lies og Florence and the Machine spiluðu á Iceland Airwaves-hátíðinni í haust við góðar undirtektir. Sérstaklega þóttu tónleikar Florence eftirtektarverðir. Á sama lista á síðasta ári var Adele talin líklegust til vinsælda, í öðru sæti var Duffy, The Ting Tings lenti í því þriðja og Glasvegas í fjórða. Allir þessir flytjendur vöktu mikla athygli á síðasta ári og því greinilega óhætt að taka mark á listanum. Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Little Boots er talin líklegust til að slá í gegn á árinu 2009 að mati 134 breskra tónlistarspekinga. Hin 24 ára elektró-poppsöngkona heitir réttu nafni Victoria Hesketh og kemur frá Blackpool í Englandi. Hún ku vera undir áhrifum frá listamönnum á borð við David Bowie, Gary Numan og Kate Bush. „Það er ótrúlegt að svona margir vilji skrifa um mig og gefa mér tækifæri. Ég er virkilega þakklát fyrir það," sagði Hesketh. Einn þeirra sem hefur mikið álit á henni er Joe Goddard úr danssveitinni Hot Chip, sem hefur einnig tekið upp nokkur af lögum hennar. Samkvæmt lista sem er birtur á heimasíðu BBC lenti rokksveitin White Lies í öðru sæti, söngkonan Florence and the Machine í þriðja og ástralska sveitin Empire of the Sun í því fjórða. Athygli vekur að bæði White Lies og Florence and the Machine spiluðu á Iceland Airwaves-hátíðinni í haust við góðar undirtektir. Sérstaklega þóttu tónleikar Florence eftirtektarverðir. Á sama lista á síðasta ári var Adele talin líklegust til vinsælda, í öðru sæti var Duffy, The Ting Tings lenti í því þriðja og Glasvegas í fjórða. Allir þessir flytjendur vöktu mikla athygli á síðasta ári og því greinilega óhætt að taka mark á listanum.
Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira