Sport

Kristinn fyrstur yfir 15 metrana í þrístökki

FH-ingar eru fyrirferðarmiklir á meistaramótinu
FH-ingar eru fyrirferðarmiklir á meistaramótinu
30 ára gamalt Íslandsmet var slegið í dag þegar keppt var til úrslita í 12 greinum á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum.

Kristinn Torfason úr FH bætti 30 ára gamalt Íslandsmet í þrístökki þegar hann stökk 15,05 metra og varð með því fyrsti Íslendingurinn til að rjúfa 15 metra múrinn.

Eldra metið átti Friðrik Þór Óskarsson úr ÍR, en Kristinn bætti sinn besta árangur um hvorki meira né minna en 72 sentimetra í dag.

Björn Margeirsson sigraði í 1500 metra hlaupi, í kvennaflokki sigraði Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölni.

Óðinn Björn Þorsteinsson FH sigraði örugglega í kúluvarpi, kastaði 17,75 metra. Ásdís Hjálmsdóttir Ármanni bætti árangur sinn í kúlunni þegar hún sigraði í kvennaflokki, kastaði 14,19 metra.

Hafdís Sigurðardóttir HSÞ og Trausti Stefánsson FH sigruðu í 400 metra hlaupi. Ágústa Tryggvadóttir Selfossi sigraði í hástökki, Jóhanna Ingadóttir ÍR í langstökki og Börkur Smári Kristinsson ÍR í stangarstökki.

Í 60 metra hlaupi kvenna sigraði Linda Björk Lárusdóttir Breiðabliki, hljóp á 7,81 sekúndu. Hrafnhildur Eir Hermóðsdóttir ÍR varð önnur á 7,90 sekúndum og Hafdís Sigurðardóttir HSÞ, þriðja á 8,03 sekúndum.

Mikil spenna var í 60 metra hlaupi karla. Tveir piltar úr Breiðabliki, þeir Magnús Valgeir Gíslason og Arnór Jónsson komu í mark á sama tíma, 7 sekúndum sléttum. Trausti Stefánsson úr FH varð þriðji á 7,01 sekúndu og Sveinn Elías Elíasson úr Fjölni varð að gera sér fjórða sætið að góðu á 7,08 sekúndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×