Asnaskapur 5. ágúst 2009 00:01 Fyrir fimmtán árum var algengt að sjá asna sem og aðrar skepnur draga plóginn um akra hér í Zújar á Suður-Spáni. Fimmtán árum þar áður þótti asninn ómissandi hverjum manni sem átti einhvern jarðskika og flestir eiga jörð, meira að segja þorpsfíflið á hálfan hektara. Nú eru einungis fimm asnar í þorpinu og eru þeir eigandanum frekar byrði en nauðsyn. En bóndinn atarna gerir þetta ekki fyrir eintóman asnaskap því hann fær einhverjar evrur frá stjórnvöldum fyrir að viðhalda þessari skepnu sem á undir högg að sækja hér á Spáni líkt og annars staðar. Við búum nefnilega við þá sorglegu staðreynd að skepnur sem reynast ekki manninum vel eiga verulega erfitt uppdráttar. Maðurinn hefur náð slíku ofurvaldi á tilveru jarðar að þær skepnur sem ekki reynast þessum kóngi vel eru dæmdar úr leik. En áður en þær hverfa alveg fær mannfólkið samviskubit og borgar einhverjum sérvitringum, sem eru einnig í útrýmingarhættu í þessum gerilsneydda heimi, nokkrar krónur fyrir þá viðleitni að viðhalda stofninum. Skepnan verður að vera góð á bragðið, gefa eitthvað ljúffengt af sér eða gera eitthvert gagn til að eiga tilverurétt. Eina gagnið sem má hafa af asnanum er að láta hann rogast með tól og tæki á strætum sem eru svo þröng að bíllinn kemst ekki um. Ekki er það nægilegt innlegg til að tryggja sig í sessi í heimi þar sem mannfólkið fer með völd. Til allrar hamingju nýtur nauta-atið mikilla vinsælda hér syðra svo mikið gagn, gaman og fjármagn má hafa af nautunum sem annars væru í sömu hættu og asninn. Nautið er því búið að tryggja stöðu sína í tilverunni með því að gamna okkur mannfólkinu með dramatískum hætti. En þá veltir maður fyrir sér stöðu tvífætta asnans og spyr sig; hvernig stendur á því að honum fækkar ekki þó hann geri ekkert gagn og enginn hafi þörf fyrir hann? Ég hallast að þeirri skoðun að spurningin sé röng því að ólíkt þeim ferfætta hefur maðurinn feikilega þörf fyrir tvífætta asna. Alltént býr mannskepnan við kerfi sem byggir að miklu leyti á því að einhver kaupi heilan helling af rusli og trúi alls konar vitleysu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Fyrir fimmtán árum var algengt að sjá asna sem og aðrar skepnur draga plóginn um akra hér í Zújar á Suður-Spáni. Fimmtán árum þar áður þótti asninn ómissandi hverjum manni sem átti einhvern jarðskika og flestir eiga jörð, meira að segja þorpsfíflið á hálfan hektara. Nú eru einungis fimm asnar í þorpinu og eru þeir eigandanum frekar byrði en nauðsyn. En bóndinn atarna gerir þetta ekki fyrir eintóman asnaskap því hann fær einhverjar evrur frá stjórnvöldum fyrir að viðhalda þessari skepnu sem á undir högg að sækja hér á Spáni líkt og annars staðar. Við búum nefnilega við þá sorglegu staðreynd að skepnur sem reynast ekki manninum vel eiga verulega erfitt uppdráttar. Maðurinn hefur náð slíku ofurvaldi á tilveru jarðar að þær skepnur sem ekki reynast þessum kóngi vel eru dæmdar úr leik. En áður en þær hverfa alveg fær mannfólkið samviskubit og borgar einhverjum sérvitringum, sem eru einnig í útrýmingarhættu í þessum gerilsneydda heimi, nokkrar krónur fyrir þá viðleitni að viðhalda stofninum. Skepnan verður að vera góð á bragðið, gefa eitthvað ljúffengt af sér eða gera eitthvert gagn til að eiga tilverurétt. Eina gagnið sem má hafa af asnanum er að láta hann rogast með tól og tæki á strætum sem eru svo þröng að bíllinn kemst ekki um. Ekki er það nægilegt innlegg til að tryggja sig í sessi í heimi þar sem mannfólkið fer með völd. Til allrar hamingju nýtur nauta-atið mikilla vinsælda hér syðra svo mikið gagn, gaman og fjármagn má hafa af nautunum sem annars væru í sömu hættu og asninn. Nautið er því búið að tryggja stöðu sína í tilverunni með því að gamna okkur mannfólkinu með dramatískum hætti. En þá veltir maður fyrir sér stöðu tvífætta asnans og spyr sig; hvernig stendur á því að honum fækkar ekki þó hann geri ekkert gagn og enginn hafi þörf fyrir hann? Ég hallast að þeirri skoðun að spurningin sé röng því að ólíkt þeim ferfætta hefur maðurinn feikilega þörf fyrir tvífætta asna. Alltént býr mannskepnan við kerfi sem byggir að miklu leyti á því að einhver kaupi heilan helling af rusli og trúi alls konar vitleysu.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun