Sport

Sjötta lengsta kastið í heiminum á árinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásdís Hjálmsdóttir gerði frábæra hluti á mótinu á Kanaríeyjum.
Ásdís Hjálmsdóttir gerði frábæra hluti á mótinu á Kanaríeyjum. Mynd/Anton

Ásdís Hjálmsdóttir Ármanni varð í 3. sæti á níunda Vetrarkastmóti Evrópu sem lauk í Los Realejos á Kanaríeyjum í dag. Ásdís kastaði 60,42 metra og setti nýtt Íslandsmet.

Eins og staðan er núna þá er þetta sjötta lengsta kast í heiminum á árinu samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands.

 

Aðeins tveir konur úr A-hópnum, sem keppti seinna um daginn, náðu að kasta lengra en Ásdís gerði. Silfurverðlaunahafinn frá Ólympíuleikunum í Peking, Mariya Abakumova sigraði, kastaði 61,87 metra og Moonika Aava frá Eistlandi varð í öðru sæti með 60,76 metra eða 34 sm lengra en íslandsmetið sem Ásdís setti í morgun.

Ásdís kom inn í mótið með níunda besta árangurinn þannig að hún náði að hækka sig um sex sæti og tryggja sér verðlaunasæti. Þetta er glæsilegur árangur hjá fremstu frjálsíþróttakonu landsins í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×