Áhyggjur gera engan betri Jónína Michaelsdóttir skrifar 6. janúar 2009 06:00 Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er stutt saga í Bakkabræðrakaflanum sem heitir: Karlinn sem heyrði svo vel. Hún hefst á þessum orðum: Það var karl nokkur sem þóttist heyra vel, en heyrði í raun makalaust illa, en vildi ekki láta það á sig ganga. Einu sinni var hann að höggva við út á skógi. Þá sér hann tvo menn koma ríðandi og einn gangandi. „Þegar þeir koma munu þeir spyrja hvað ég sé að gjöra. „Höggva axarskaft handa syni mínum," segi ég. „Hvað á það að verða langt?", spyrja þeir. „Allt upp að kvisti," segi ég: Þá spyrja þeir mig til vegar." Karlinn spinnur síðan áfram orðaskiptin í sama dúr og þegar mennirnir koma og segja, „Sæll vertu karl minn!", svarar hann að bragði eins og hann hafði búið sig undir, „Axarskaft handa syni mínum!" Samtalið allt verður svo í samræmi við þetta. Þessi saga hefur lengi verið í uppáhaldi í fjölskyldunni og til hennar gripið þegar einhver telur óþarfi að reikna með óvissunni á leiðinni framundan og gengur út frá því sem gefnu að framtíðin sé þegar í hendi. Um leið og við skipuleggjum líf okkar og spáum í veraldlegar veðurhorfur, er sú staðreynd samferða, að við förum ekki yfir brúna fyrr en við komum að henni. Blómin og illgresiðÞað er forvitnilegt að fylgjast með þeim fjölbreytilega gróðri sem hefur sprottið upp á ritvellinum síðasta misserið. Allt í einu birtast áður óþekkt blóm en einnig ný tegund af illgresi. Maður les sér til ánægju faglegar og vel skrifaðar greinar sem lýsa efnahagsvandanum og benda á lausnir. Líka ástríðugreinar um land og þjóð. En arfinn heldur sig við niðurbrotið og formælingarnar, engum til gagns, en honum sjálfum til fróunar. Orðaval fréttamanna er skoðanamyndandi. Þeir bera því ábyrgð á því ef ofstopamenn eru kallaðir mótmælendur, sem í dag er afar gildishlaðið orð á Íslandi.Á mótmælendur er litið sem nokkurs konar verði frelsisins af mörgum. Reynið að segja börnum og unglingum að ofbeldi sé bara ofbeldi þegar sumir beita því. Uppskeran af þeim skilaboðum mun örugglega skila sér á næstu árum. Umræðan um efnahagsvandann og stjórnmálin er svo yfirþyrmandi í öllum fjölmiðlum að varla glittir í annað nema yfir blájólin. Ekkert annað kemst að. Margir hafa lýst ánægju sinni með áramótaskaupið. Sjálfri fannst mér það vel unnið, en eins og afmarkaður þáttur um síðasta ársfjórðung. Kreppuna. Ekki um árið 2008.Þrátt fyrir þetta finnst mér ég alls staðar hitta fólk sem talar um hvað nýja árið leggist vel í það, því til mikillar undrunar. Við eigum eflaust eftir að finna af fullum þunga fyrir atvinnuleysi þótt allir voni að úr rætist, en einhvern veginn finnst mér liggja í loftinu að fólk sé tilbúnara til að standa saman þegar á bjátar en oft áður. Margir eru hættir að lesa og hlusta á fjölmiðlana, finnst þetta alltaf vera tilbrigði við sama sorgarmarsinn. Aðrir lesa fjármálaumföllun og skammir á stjórnmálamenn eins og reyfara.Ekkert skiptir meira máli en að hlúa að hugarró og æðruleysi á svona tímum. Reyndar alltaf. Þó að til séu alls kyns námskeið og rit um leiðina til að losna við áhyggjur, er samt talað um þær af vissri virðingu. Sagt í hálfum hljóðum að þessi eða hinn hafi svo miklar áhyggjur af ættingjum sínum, eða verkefninu sem hann á að skila. Áhyggjur eru þannig tengdar ábyrgðartilfinningu. En sú tilfinning þarf hreint ekki að vera spyrt við áhyggjur. Áhyggjur gera engan betri og eru engin dyggð. Það að ærinn ástæða sé til að hafa áhyggjur, gerir þær ekki nauðsynlegar.Maður hefur alltaf val. Áhyggjur eru auðvitað eðlileg viðbrögð við vissum aðstæðum, en maður ræður svolítið sjálfur hvort maður lætur þær líða hjá eða dýfir sér ofan í þær. Þegar óyndi herjar á sinnið getur það tekið völdin. En áhyggjur af því sem hugsanlega, ef til vill, kannski á eftir að gerast, eru engum til gagns. Því að kannski gerist eitthvað allt annað! Árið 2009Þó að ekki sjáist til sólar á sumum sviðum finnst mér samt, eins og mörgum sem ég hef hitt, að árið 2009 verði spennandi ár. Ekki bara erfitt. Pólitískt landslag breytist, viðteknar venjur og viðhorf verða tekin til endurskoðunar og nýtt gildismat verður til.Nú er ég farin að láta eins og ég viti það sem ég veit ekki eins og heyrnarlausi maðurinn. Það verður gaman að skoða landslagið í janúar 2010. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er stutt saga í Bakkabræðrakaflanum sem heitir: Karlinn sem heyrði svo vel. Hún hefst á þessum orðum: Það var karl nokkur sem þóttist heyra vel, en heyrði í raun makalaust illa, en vildi ekki láta það á sig ganga. Einu sinni var hann að höggva við út á skógi. Þá sér hann tvo menn koma ríðandi og einn gangandi. „Þegar þeir koma munu þeir spyrja hvað ég sé að gjöra. „Höggva axarskaft handa syni mínum," segi ég. „Hvað á það að verða langt?", spyrja þeir. „Allt upp að kvisti," segi ég: Þá spyrja þeir mig til vegar." Karlinn spinnur síðan áfram orðaskiptin í sama dúr og þegar mennirnir koma og segja, „Sæll vertu karl minn!", svarar hann að bragði eins og hann hafði búið sig undir, „Axarskaft handa syni mínum!" Samtalið allt verður svo í samræmi við þetta. Þessi saga hefur lengi verið í uppáhaldi í fjölskyldunni og til hennar gripið þegar einhver telur óþarfi að reikna með óvissunni á leiðinni framundan og gengur út frá því sem gefnu að framtíðin sé þegar í hendi. Um leið og við skipuleggjum líf okkar og spáum í veraldlegar veðurhorfur, er sú staðreynd samferða, að við förum ekki yfir brúna fyrr en við komum að henni. Blómin og illgresiðÞað er forvitnilegt að fylgjast með þeim fjölbreytilega gróðri sem hefur sprottið upp á ritvellinum síðasta misserið. Allt í einu birtast áður óþekkt blóm en einnig ný tegund af illgresi. Maður les sér til ánægju faglegar og vel skrifaðar greinar sem lýsa efnahagsvandanum og benda á lausnir. Líka ástríðugreinar um land og þjóð. En arfinn heldur sig við niðurbrotið og formælingarnar, engum til gagns, en honum sjálfum til fróunar. Orðaval fréttamanna er skoðanamyndandi. Þeir bera því ábyrgð á því ef ofstopamenn eru kallaðir mótmælendur, sem í dag er afar gildishlaðið orð á Íslandi.Á mótmælendur er litið sem nokkurs konar verði frelsisins af mörgum. Reynið að segja börnum og unglingum að ofbeldi sé bara ofbeldi þegar sumir beita því. Uppskeran af þeim skilaboðum mun örugglega skila sér á næstu árum. Umræðan um efnahagsvandann og stjórnmálin er svo yfirþyrmandi í öllum fjölmiðlum að varla glittir í annað nema yfir blájólin. Ekkert annað kemst að. Margir hafa lýst ánægju sinni með áramótaskaupið. Sjálfri fannst mér það vel unnið, en eins og afmarkaður þáttur um síðasta ársfjórðung. Kreppuna. Ekki um árið 2008.Þrátt fyrir þetta finnst mér ég alls staðar hitta fólk sem talar um hvað nýja árið leggist vel í það, því til mikillar undrunar. Við eigum eflaust eftir að finna af fullum þunga fyrir atvinnuleysi þótt allir voni að úr rætist, en einhvern veginn finnst mér liggja í loftinu að fólk sé tilbúnara til að standa saman þegar á bjátar en oft áður. Margir eru hættir að lesa og hlusta á fjölmiðlana, finnst þetta alltaf vera tilbrigði við sama sorgarmarsinn. Aðrir lesa fjármálaumföllun og skammir á stjórnmálamenn eins og reyfara.Ekkert skiptir meira máli en að hlúa að hugarró og æðruleysi á svona tímum. Reyndar alltaf. Þó að til séu alls kyns námskeið og rit um leiðina til að losna við áhyggjur, er samt talað um þær af vissri virðingu. Sagt í hálfum hljóðum að þessi eða hinn hafi svo miklar áhyggjur af ættingjum sínum, eða verkefninu sem hann á að skila. Áhyggjur eru þannig tengdar ábyrgðartilfinningu. En sú tilfinning þarf hreint ekki að vera spyrt við áhyggjur. Áhyggjur gera engan betri og eru engin dyggð. Það að ærinn ástæða sé til að hafa áhyggjur, gerir þær ekki nauðsynlegar.Maður hefur alltaf val. Áhyggjur eru auðvitað eðlileg viðbrögð við vissum aðstæðum, en maður ræður svolítið sjálfur hvort maður lætur þær líða hjá eða dýfir sér ofan í þær. Þegar óyndi herjar á sinnið getur það tekið völdin. En áhyggjur af því sem hugsanlega, ef til vill, kannski á eftir að gerast, eru engum til gagns. Því að kannski gerist eitthvað allt annað! Árið 2009Þó að ekki sjáist til sólar á sumum sviðum finnst mér samt, eins og mörgum sem ég hef hitt, að árið 2009 verði spennandi ár. Ekki bara erfitt. Pólitískt landslag breytist, viðteknar venjur og viðhorf verða tekin til endurskoðunar og nýtt gildismat verður til.Nú er ég farin að láta eins og ég viti það sem ég veit ekki eins og heyrnarlausi maðurinn. Það verður gaman að skoða landslagið í janúar 2010.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun