Carl Lewis: Yfirvöld brugðust Semenya Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. september 2009 13:59 Caster Semenya. Nordic Photos / AFP Carl Lewis segir að frjálsíþróttayfirvöld í Suður-Afríku hafi brugðist hinni átján ára gömlu Caster Semenya frá Suður-Afríku. Semenya vann gullverðlaun í 800 metra hlaupi kvenna á HM í Berlín í síðasta mánuði. Þremur vikum fyrir mótið var hún skylduð til að gangast undir kynjapróf. Hins vegar átti prófið sér ekki stað og henni því leyft að keppa á HM í Berlín. Það var svo nokkrum klukkustundum fyrir úrslitahlaupið að Alþjóðlega frjálsíþróttasambandið tilkynnti að Semenya þyrfti að gangast undir kynjaprófið eftir allt saman. Semenya keppti engu að síður og kom fyrst í mark á besta tíma ársins og nýju Suður-Afríkumeti. „Yfirvöld í Suður-Afríku hefðu átt að taka á þessu máli miklu fyrr," sagði Lewis og vildi meina að hún hefði aldrei átt að fá að keppa á HM í Berlín. „Hún er átján ára gömul og finnst henni sjálf vera kona. En henni hefur verið brugðist á öllum stigum málsins. Þetta er ykkur að kenna," bætti Lewis við og beindi orðum sínum að frjálsíþróttasambandi Suður-Afríku. „Hún er keppandi frá ykkar landi og þið tókuð ekki á málinu. Hún var sett í sviðsljósið og finnst mér það afar ósanngjarnt gagnvart henni." Forráðamenn suður-afríska frjálsíþróttasambandsins hafa hafnað öllum fullyrðingum að Caster Semenya sé ekki kona. „Annars hefði hún ekki fengið að keppa ef einhver vafi hefði verið á því," sagði fulltrúi sambandsins. Von er á formlegum niðurstöðu kynjaprófsins í nóvember en það hefur þegar lekið út að prófið sýni að hún sé tvíkynja. Óvíst er hvað tekur við. Hvort hún fái að keppa aftur eða ekki er óvitað enn. En embættismenn í Suður-Afríku hafa lofað því að berjast með kjafti og klóm gegn hvers konar keppnisbanni og hefur forseti landsins, Jacob Zuma, sagt mál þetta brotið á mannréttindum Semenya. Erlendar Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira
Carl Lewis segir að frjálsíþróttayfirvöld í Suður-Afríku hafi brugðist hinni átján ára gömlu Caster Semenya frá Suður-Afríku. Semenya vann gullverðlaun í 800 metra hlaupi kvenna á HM í Berlín í síðasta mánuði. Þremur vikum fyrir mótið var hún skylduð til að gangast undir kynjapróf. Hins vegar átti prófið sér ekki stað og henni því leyft að keppa á HM í Berlín. Það var svo nokkrum klukkustundum fyrir úrslitahlaupið að Alþjóðlega frjálsíþróttasambandið tilkynnti að Semenya þyrfti að gangast undir kynjaprófið eftir allt saman. Semenya keppti engu að síður og kom fyrst í mark á besta tíma ársins og nýju Suður-Afríkumeti. „Yfirvöld í Suður-Afríku hefðu átt að taka á þessu máli miklu fyrr," sagði Lewis og vildi meina að hún hefði aldrei átt að fá að keppa á HM í Berlín. „Hún er átján ára gömul og finnst henni sjálf vera kona. En henni hefur verið brugðist á öllum stigum málsins. Þetta er ykkur að kenna," bætti Lewis við og beindi orðum sínum að frjálsíþróttasambandi Suður-Afríku. „Hún er keppandi frá ykkar landi og þið tókuð ekki á málinu. Hún var sett í sviðsljósið og finnst mér það afar ósanngjarnt gagnvart henni." Forráðamenn suður-afríska frjálsíþróttasambandsins hafa hafnað öllum fullyrðingum að Caster Semenya sé ekki kona. „Annars hefði hún ekki fengið að keppa ef einhver vafi hefði verið á því," sagði fulltrúi sambandsins. Von er á formlegum niðurstöðu kynjaprófsins í nóvember en það hefur þegar lekið út að prófið sýni að hún sé tvíkynja. Óvíst er hvað tekur við. Hvort hún fái að keppa aftur eða ekki er óvitað enn. En embættismenn í Suður-Afríku hafa lofað því að berjast með kjafti og klóm gegn hvers konar keppnisbanni og hefur forseti landsins, Jacob Zuma, sagt mál þetta brotið á mannréttindum Semenya.
Erlendar Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira