Bjarni: Ég var lélegur en dómararnir eyðilögðu leikinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. mars 2009 17:58 Bjarni Fritzson, leikmaður FH. Mynd/Daníel Bjarni Fritzson var ómyrkur í máli gagnvart dómurum leiks sinna manna í FH gegn Fram í dag, þeim Ingvari Guðjónssyni og Jónasi Elíassyni. FH tapaði fyrir Fram í dag, 30-26, og missti þar með af sæti í úrslitakeppninni. Fram byrjaði leikinn mun betur en FH vann sig aftur inn í leikinn í síðari hálfleik og átti möguleika á að jafna metin undir lokin, þó það hafi ekki tekist. „Þetta var mér að kenna. Ég var að spila minn lélegasta leik í vetur," sagði Bjarni í samtali við Vísi eftir leikinn. „Ég var að klikka á fáránlega mörgum færum. Ég var að brjótast vel í gegn en náði bara ekki að skora. Þetta var mjög svekkjandi." Bjarni sagði enn fremur að það hafi erfitt að spila sjö á móti níu og átti þar við að dómararnir hafi verið með Fram í liði. „Ég gagnrýndi þessa dómara harðlega eftir síðasta leik sem þeir dæmdi hjá okkur sem var gegn Val. Þeir eyðilögðu þann leik fyrir okkur. Svo komu þeir í þennan leik í dag með álíka frammistöðu." „Það var ýmislegt að. Þeir dæmdu á mig fót þegar boltinn kom ekki vð mig. Svo þegar við vorum að komast í hálffæri og brotið á okkur var ekkert dæmt. En svo alltaf dæmt hinum megin." „Þetta eru Fram-dómarar og settir á leik í Fram-heimilinu. Hvaða bjáni er að raða þessu niður?" „Við áttum ekki séns í þessum leik og þeir tóku greinilega gagnrýninni eftir síðasta leik mjög illa. Þegar ég sagði þeim eftir leik hversu slakir þeir voru minntust þeir á að ég hafi líka sagt það eftir síðasta leik." „Ég get sjálfur tekið gagnrýni. Ég var ömurlegur í þessum leik. Það sem ég geri þá er að reyna að bæta mig í næsta leik en ekki hefna mín á þeim sem var að segja eitthvað um mig eftir síðasta leik." „Þetta var mjög kjánalegt og því miður þurftu þeir að koma inn í þennan leik og skemma hann." „En fyrst og fremst klúðruðum við sjálfir þessum leik og þá helst ég persónulega." Olís-deild karla Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Sjá meira
Bjarni Fritzson var ómyrkur í máli gagnvart dómurum leiks sinna manna í FH gegn Fram í dag, þeim Ingvari Guðjónssyni og Jónasi Elíassyni. FH tapaði fyrir Fram í dag, 30-26, og missti þar með af sæti í úrslitakeppninni. Fram byrjaði leikinn mun betur en FH vann sig aftur inn í leikinn í síðari hálfleik og átti möguleika á að jafna metin undir lokin, þó það hafi ekki tekist. „Þetta var mér að kenna. Ég var að spila minn lélegasta leik í vetur," sagði Bjarni í samtali við Vísi eftir leikinn. „Ég var að klikka á fáránlega mörgum færum. Ég var að brjótast vel í gegn en náði bara ekki að skora. Þetta var mjög svekkjandi." Bjarni sagði enn fremur að það hafi erfitt að spila sjö á móti níu og átti þar við að dómararnir hafi verið með Fram í liði. „Ég gagnrýndi þessa dómara harðlega eftir síðasta leik sem þeir dæmdi hjá okkur sem var gegn Val. Þeir eyðilögðu þann leik fyrir okkur. Svo komu þeir í þennan leik í dag með álíka frammistöðu." „Það var ýmislegt að. Þeir dæmdu á mig fót þegar boltinn kom ekki vð mig. Svo þegar við vorum að komast í hálffæri og brotið á okkur var ekkert dæmt. En svo alltaf dæmt hinum megin." „Þetta eru Fram-dómarar og settir á leik í Fram-heimilinu. Hvaða bjáni er að raða þessu niður?" „Við áttum ekki séns í þessum leik og þeir tóku greinilega gagnrýninni eftir síðasta leik mjög illa. Þegar ég sagði þeim eftir leik hversu slakir þeir voru minntust þeir á að ég hafi líka sagt það eftir síðasta leik." „Ég get sjálfur tekið gagnrýni. Ég var ömurlegur í þessum leik. Það sem ég geri þá er að reyna að bæta mig í næsta leik en ekki hefna mín á þeim sem var að segja eitthvað um mig eftir síðasta leik." „Þetta var mjög kjánalegt og því miður þurftu þeir að koma inn í þennan leik og skemma hann." „En fyrst og fremst klúðruðum við sjálfir þessum leik og þá helst ég persónulega."
Olís-deild karla Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Sjá meira