Umfjöllun: Barátta innan sem utan vallar í Kópavogi Breki Logason skrifar 30. júlí 2009 16:01 Gunnleifur Gunnleifsson var í marki HK á móti Blikum í kvöld. Mynd/Vilhelm Það var sannkallaður hiti á Kópavogsvelli í kvöld þegar Breiðablik sló nágranna sína úr HK út úr Visabikarnum með marki frá Guðmundi Péturssyni. Mikil barátta var innan vallar sem utan, og var meðal annars slegist í stúkunni. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þó Blikar hafi kannski verið í við sterkari, þeir fengu allavega fleiri færi, en nýttu þau oft ekki nægjanlega vel. HK-ingar áttu fínar rispur og áttu til dæmis að fá vítaspyrnu þegar augljóslega var ýtt á bakið á Ásgrími Albertssyni leikmanni þeirra inni í teig Breiðabliks. Kristinn Jakobsson dæmdi hinsvegar ekkert. Þá komst Aron Palomares einn inn fyrir en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ákvað hann að gefa boltann yfir í stað þess að skjóta en þá komust Blikar inn í sendinguna. Staðan því 1:0 fyrir Breiðablik í hálfleik og hörku leikur í gangi. Mesti atgangurinn varð þó í gömlu stúkunni á Kópavogsvelli eftir að Guðmundur Pétursson skoraði markið. Stuðningsmannahópum liðanna lenti saman. Allt róaðist þó mjög fljótt og voru fjölmargir gæslumenn í gulum vestum settir í sætin á milli hópanna. Erfitt var að sjá nákvæmlega hvað gerðist en fréttir hér á vellinum hermdu að menn hefðu bókstaflega slegist. Blikar byrjuðu síðari hálfleikinn ágætlega og mokaði Kristinn Steindórsson boltanum yfir eftir aukaspyrnu frá Alfreði Finnbogasyni. Aðstoðardómarinn datt síðan á bossann þegar hann dæmdi hornspyrnu. HK-ingar hresstust þó fljótlega og áttu nokkra sjénsa. Breiðablik átti einnig sín færi en náðu ekki að klára. Guðmundur Kristjánsson skallaði til dæmis í slánna úr dauðafæri eftir hornspyrnu. Bæði lið gátu skorað mörk og má segja að HK hafi sótt hart að Blikum undir lok leiksins. Meðal annars bjargaði Ingvar Kale sínum mönnum glæsilega. Blikar héldu svo boltanum þar til tíminn rann út og var sigur þeirra í raun nokkuð sanngjarn. Breiðablika sigraði því orrustuna um Kópavog að þessu sinni og eru komnir í undanúrslit í Visabikarnum. Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Sjá meira
Það var sannkallaður hiti á Kópavogsvelli í kvöld þegar Breiðablik sló nágranna sína úr HK út úr Visabikarnum með marki frá Guðmundi Péturssyni. Mikil barátta var innan vallar sem utan, og var meðal annars slegist í stúkunni. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þó Blikar hafi kannski verið í við sterkari, þeir fengu allavega fleiri færi, en nýttu þau oft ekki nægjanlega vel. HK-ingar áttu fínar rispur og áttu til dæmis að fá vítaspyrnu þegar augljóslega var ýtt á bakið á Ásgrími Albertssyni leikmanni þeirra inni í teig Breiðabliks. Kristinn Jakobsson dæmdi hinsvegar ekkert. Þá komst Aron Palomares einn inn fyrir en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ákvað hann að gefa boltann yfir í stað þess að skjóta en þá komust Blikar inn í sendinguna. Staðan því 1:0 fyrir Breiðablik í hálfleik og hörku leikur í gangi. Mesti atgangurinn varð þó í gömlu stúkunni á Kópavogsvelli eftir að Guðmundur Pétursson skoraði markið. Stuðningsmannahópum liðanna lenti saman. Allt róaðist þó mjög fljótt og voru fjölmargir gæslumenn í gulum vestum settir í sætin á milli hópanna. Erfitt var að sjá nákvæmlega hvað gerðist en fréttir hér á vellinum hermdu að menn hefðu bókstaflega slegist. Blikar byrjuðu síðari hálfleikinn ágætlega og mokaði Kristinn Steindórsson boltanum yfir eftir aukaspyrnu frá Alfreði Finnbogasyni. Aðstoðardómarinn datt síðan á bossann þegar hann dæmdi hornspyrnu. HK-ingar hresstust þó fljótlega og áttu nokkra sjénsa. Breiðablik átti einnig sín færi en náðu ekki að klára. Guðmundur Kristjánsson skallaði til dæmis í slánna úr dauðafæri eftir hornspyrnu. Bæði lið gátu skorað mörk og má segja að HK hafi sótt hart að Blikum undir lok leiksins. Meðal annars bjargaði Ingvar Kale sínum mönnum glæsilega. Blikar héldu svo boltanum þar til tíminn rann út og var sigur þeirra í raun nokkuð sanngjarn. Breiðablika sigraði því orrustuna um Kópavog að þessu sinni og eru komnir í undanúrslit í Visabikarnum.
Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Sjá meira