Misskilningurinn um Evu Joly Jón Kaldal skrifar 17. júní 2009 07:00 Meinlegur misskilningur virðist vera útbreiddur um hlutverk Evu Joly hér á landi. Svo virðist sem margir haldi að Joly hafi beina aðkomu að rannsókn bankahrunsins, sé jafnvel í því starfi með sérstökum saksóknara, Ólafi Þór Haukssyni. Gildir þetta bæði um aðdáendur Joly, og ýmsa af hinum sem eru minna hrifnir af henni. Hið rétta er að sú norsk-franska er „sérstakur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar vegna rannsókna á efnahagsbrotum sem tengjast hruni fjármálakerfisins", eins og stóð í fréttatilkynningu forsætisráðuneytisins þegar hún var ráðin. Eva Joly hefur sem sagt ekkert vald um hverja skal rannsaka og síðar mögulega ákæra ef efni gefa til. Hún er ráðgjafi, og eins og gildir um slíka, hefur sá sem ræður þá í vinnu, frjálst val um hvaða ráð þeirra hann kýs að nýta sér; öll, engin, eða aðeins þau sem eru talin skynsamleg. í gær upplýsti Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra að frumvarp væri í smíðum sem kæmi til móts við hluta af ráðgjöf Joly, eða „kröfum" eins og dómsmálaráðherra kaus að orða það í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins. Frumvarp ráðherrans gerir meðal annars ráð fyrir að þrír sjálfstæðir og óháðir saksóknarar verði ráðnir til starfa hjá hinum sérstaka saksóknara, einn fyrir hvern stóru bankanna. Er það í samræmi við ráðgjöf Joly. Dómsmálaráðherra kýs hins vegar að hafa að engu ráðgjöf Joly um að víkja beri Valtý Sigurðssyni ríkissaksóknara frá, enda opinberaði sú ráðgjöf mikið þekkingarleysi ráðgjafans á íslensku réttarfari. Og það er auðvitað hið vandræðalegasta mál sem ekki er hægt að láta eins og hafi ekki átt sér stað. Eva Joly er ráðin sem sérfræðingur í rannsókn efnahagsbrota. Á því sviði vann hún magnaða sigra fyrir nokkrum árum. Að hún skuli vera útlendingur er auðvitað líka lykilatriði í stöðu hennar hér á landi. Traustið á íslensku embættismannakerfi er laskað eftir hrunið. Utanaðkomandi sérfræðingi í ráðgjafahlutverki hlýtur ekki síst að vera ætlað það hlutverk að auka tiltrú og slá á þá tortryggni sem teygir sig út í flest horn. Í því hlutverki hefur Joly því miður brugðist. Með ummælum sínum um ríkissaksóknara hefur hún sáð skaðlegum og ómaklegum efasemdum. Þegar orð hennar féllu lá þegar fyrir að Valtýr var búinn að segja sig frá öllum málum tengdum rannsóknum saksóknara bankahrunsins. Aðalstarf Evu Joly er að vera þingmaður á Evrópuþinginu. Orð hennar og æði bera þess fyrst og fremst merki að þar er stjórnmálamaður á ferðinni. Sem slíkur hefur hún margt merkilegt fram að færa. Í gærkvöldi sagði hún til dæmis í fréttatíma Stöðvar 2 að réttarkerfi Vesturlanda væri sniðið að því að dæma fólk í lægri lögum samfélagsins en þeir ríku og valdamiklu slyppu gjarnan. Þetta er athyglisverður boðskapur sem er þarft að taka til umræðu. Hugleiðingar stjórnmálamannsins og þjóðfélagsrýnisins Joly trufla hins vegar verulega stöðu hennar sem sérfræðiráðgjafa ríkisstjórnarinnar í rannsóknum á efnahagsbrotum. Ríkisstjórn ætti að hugleiða að fá annan erlendan sérfræðing í það hlutverk. Það er þörf á að minnka tortryggni í samfélaginu. Ekki auka hana eins og helsta framlag Joly hefur verið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun
Meinlegur misskilningur virðist vera útbreiddur um hlutverk Evu Joly hér á landi. Svo virðist sem margir haldi að Joly hafi beina aðkomu að rannsókn bankahrunsins, sé jafnvel í því starfi með sérstökum saksóknara, Ólafi Þór Haukssyni. Gildir þetta bæði um aðdáendur Joly, og ýmsa af hinum sem eru minna hrifnir af henni. Hið rétta er að sú norsk-franska er „sérstakur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar vegna rannsókna á efnahagsbrotum sem tengjast hruni fjármálakerfisins", eins og stóð í fréttatilkynningu forsætisráðuneytisins þegar hún var ráðin. Eva Joly hefur sem sagt ekkert vald um hverja skal rannsaka og síðar mögulega ákæra ef efni gefa til. Hún er ráðgjafi, og eins og gildir um slíka, hefur sá sem ræður þá í vinnu, frjálst val um hvaða ráð þeirra hann kýs að nýta sér; öll, engin, eða aðeins þau sem eru talin skynsamleg. í gær upplýsti Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra að frumvarp væri í smíðum sem kæmi til móts við hluta af ráðgjöf Joly, eða „kröfum" eins og dómsmálaráðherra kaus að orða það í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins. Frumvarp ráðherrans gerir meðal annars ráð fyrir að þrír sjálfstæðir og óháðir saksóknarar verði ráðnir til starfa hjá hinum sérstaka saksóknara, einn fyrir hvern stóru bankanna. Er það í samræmi við ráðgjöf Joly. Dómsmálaráðherra kýs hins vegar að hafa að engu ráðgjöf Joly um að víkja beri Valtý Sigurðssyni ríkissaksóknara frá, enda opinberaði sú ráðgjöf mikið þekkingarleysi ráðgjafans á íslensku réttarfari. Og það er auðvitað hið vandræðalegasta mál sem ekki er hægt að láta eins og hafi ekki átt sér stað. Eva Joly er ráðin sem sérfræðingur í rannsókn efnahagsbrota. Á því sviði vann hún magnaða sigra fyrir nokkrum árum. Að hún skuli vera útlendingur er auðvitað líka lykilatriði í stöðu hennar hér á landi. Traustið á íslensku embættismannakerfi er laskað eftir hrunið. Utanaðkomandi sérfræðingi í ráðgjafahlutverki hlýtur ekki síst að vera ætlað það hlutverk að auka tiltrú og slá á þá tortryggni sem teygir sig út í flest horn. Í því hlutverki hefur Joly því miður brugðist. Með ummælum sínum um ríkissaksóknara hefur hún sáð skaðlegum og ómaklegum efasemdum. Þegar orð hennar féllu lá þegar fyrir að Valtýr var búinn að segja sig frá öllum málum tengdum rannsóknum saksóknara bankahrunsins. Aðalstarf Evu Joly er að vera þingmaður á Evrópuþinginu. Orð hennar og æði bera þess fyrst og fremst merki að þar er stjórnmálamaður á ferðinni. Sem slíkur hefur hún margt merkilegt fram að færa. Í gærkvöldi sagði hún til dæmis í fréttatíma Stöðvar 2 að réttarkerfi Vesturlanda væri sniðið að því að dæma fólk í lægri lögum samfélagsins en þeir ríku og valdamiklu slyppu gjarnan. Þetta er athyglisverður boðskapur sem er þarft að taka til umræðu. Hugleiðingar stjórnmálamannsins og þjóðfélagsrýnisins Joly trufla hins vegar verulega stöðu hennar sem sérfræðiráðgjafa ríkisstjórnarinnar í rannsóknum á efnahagsbrotum. Ríkisstjórn ætti að hugleiða að fá annan erlendan sérfræðing í það hlutverk. Það er þörf á að minnka tortryggni í samfélaginu. Ekki auka hana eins og helsta framlag Joly hefur verið.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun