TF-HFF 22. janúar 2009 00:01 Í haugi válegra tíðinda er beinlínis lífsnauðsynlegt að eitthvað lýsi upp svartnættið. Maður getur þolað skammdegið ef maður veit fyrir víst að vorið kemur aftur. Því rígheldur maður í góðu fréttirnar. Barack Obama er frábær frétt og ekki síður upplífgandi fyrir andann var fréttin um hetjudáð Sullenbergers flugmanns í þotunni sem brotlenti á Hudson-á. Hann gekk tvisvar um vélina til að fullvissa sig um að allir væru komnir út og fór svo síðastur frá borði. Alvöru hetja sem „axlaði ábyrgð“. Þegar Ísland hrundi voru fyrirferðarmestar myndlíkingar um skip sem strandar. Hætta var á að við „soguðumst niður með bönkunum“ og unnið var „björgunarstarf á strandstað“. Mun nútímalegra og eðlilegra í ljósi leiðandi ferðamáta hefði verið að líkja hruninu við flugslys. Við erum farþegar í sömu vél og öll á leið á sama ákvörðunarstað. Það ætti að vera kappsmál flugfélagsins að öllum líði vel á ferðalaginu. Það voru engar hetjur við stýrið þegar við hröpuðum. Þegar sjórinn kom æðandi á móti okkur sagði flugstjórinn í kallkerfinu: Svona, þetta er ekkert! Hættið að horfa út um gluggann! Eftir brotlendinguna hljóp flugstjórinn fyrstur frá borði, með súperfínu eftirlaunin sín, og síðan var liðinu á Saga Class smalað út og komið á þurrt. Ekki nóg með það. Vesalingunum á Economy Class, sem velktust um í stórsjónum og reyndu að halda sér í eitthvað, var sagt að þeir yrðu að borga Saga Class-miðana fyrir æðislega liðið. Ekki bara þessa ferð, heldur allar aðrar ferðir, bæði í fortíð og framtíð. Það er ömurlegur díll að vera almennur farþegi á TF-HFF. Nú, næstum fjórum mánuðum síðar, ættu farþegarnir að vera komnir á land. Fötin ættu að vera orðin þurr, einhverjir búnir að byggja skýli og einhverjar haldbærar áætlanir uppi um að koma okkur af eyðieyjunni. Það er ekki þannig. Við velkjumst enn um í öldusköflunum og höfum ekki hugmynd um hvenær og þá hver komi að hífa okkur upp í ylvolga þyrlu. Við vitum bara það eitt að við þiggjum ekki aftur far með gamla flugstjóranum. Okkur langar ekki aftur til að hanga hnípin fyrir aftan Saga Class-liðið vitandi að við borgum miðana þess. Þess vegna verður boðað til kosninga í vor. Þess vegna verður skipt um áhöfn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun
Í haugi válegra tíðinda er beinlínis lífsnauðsynlegt að eitthvað lýsi upp svartnættið. Maður getur þolað skammdegið ef maður veit fyrir víst að vorið kemur aftur. Því rígheldur maður í góðu fréttirnar. Barack Obama er frábær frétt og ekki síður upplífgandi fyrir andann var fréttin um hetjudáð Sullenbergers flugmanns í þotunni sem brotlenti á Hudson-á. Hann gekk tvisvar um vélina til að fullvissa sig um að allir væru komnir út og fór svo síðastur frá borði. Alvöru hetja sem „axlaði ábyrgð“. Þegar Ísland hrundi voru fyrirferðarmestar myndlíkingar um skip sem strandar. Hætta var á að við „soguðumst niður með bönkunum“ og unnið var „björgunarstarf á strandstað“. Mun nútímalegra og eðlilegra í ljósi leiðandi ferðamáta hefði verið að líkja hruninu við flugslys. Við erum farþegar í sömu vél og öll á leið á sama ákvörðunarstað. Það ætti að vera kappsmál flugfélagsins að öllum líði vel á ferðalaginu. Það voru engar hetjur við stýrið þegar við hröpuðum. Þegar sjórinn kom æðandi á móti okkur sagði flugstjórinn í kallkerfinu: Svona, þetta er ekkert! Hættið að horfa út um gluggann! Eftir brotlendinguna hljóp flugstjórinn fyrstur frá borði, með súperfínu eftirlaunin sín, og síðan var liðinu á Saga Class smalað út og komið á þurrt. Ekki nóg með það. Vesalingunum á Economy Class, sem velktust um í stórsjónum og reyndu að halda sér í eitthvað, var sagt að þeir yrðu að borga Saga Class-miðana fyrir æðislega liðið. Ekki bara þessa ferð, heldur allar aðrar ferðir, bæði í fortíð og framtíð. Það er ömurlegur díll að vera almennur farþegi á TF-HFF. Nú, næstum fjórum mánuðum síðar, ættu farþegarnir að vera komnir á land. Fötin ættu að vera orðin þurr, einhverjir búnir að byggja skýli og einhverjar haldbærar áætlanir uppi um að koma okkur af eyðieyjunni. Það er ekki þannig. Við velkjumst enn um í öldusköflunum og höfum ekki hugmynd um hvenær og þá hver komi að hífa okkur upp í ylvolga þyrlu. Við vitum bara það eitt að við þiggjum ekki aftur far með gamla flugstjóranum. Okkur langar ekki aftur til að hanga hnípin fyrir aftan Saga Class-liðið vitandi að við borgum miðana þess. Þess vegna verður boðað til kosninga í vor. Þess vegna verður skipt um áhöfn.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun