Körfubolti

Annar Íslendingurinn sem skorar yfir 50 stig í úrvalsdeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marvin Valdimarsson.
Marvin Valdimarsson. Mynd/ÓÓJ

Marvin Valdimarsson, leikmaður Hamars í Hveragerði, varð í gær aðeins annar Íslendingurinn til þess að brjóta 50 stiga múrinn í sögu úrvalsdeild karla.

 

Valur Ingimundarson náði tvisvar að skora yfir fimmtíu stig á sínum tíma - 54 stig (með Tindastól, Tindastóll-Haukar, 134-141, þann 16.október 1988) og 53 stig (með Njarðvík, ÍR-Njarðvík, 113-116,þann  24. febrúar 1985).

Báðir þessir leikir Vals voru framlengdir þannig að Marvin er fyrsti íslenski leikmaðurinn sem nær að skora 50 stig í leik sem fer ekki í framlengingu.

 

Marvin skoraði 36,7 stig að meðaltali á heimavelli í 1. deildinni í fyrra og er því sjóðandi heitur í íþróttahúsinu í Hveragerði

 

Stigamet Hamars er 52 stig og það á Clifton Cook (með Hamar/Selfoss á útivelli).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×