Gítarleikari The Stooges látinn 7. janúar 2009 08:00 The Stooges árið 2006 Í gær bárust þær sorgarfréttir að gítarleikarinn Ronald „Ron" Asheton væri látinn. Lögreglan fann hann látinn á heimili hans í Ann Arbor í Michigan-ríki Bandaríkjanna eftir tilkynningu um að ekkert hefði til hans spurst dögum saman. Hann mun hafa verið látinn í nokkra daga en krufning mun leiða í ljós dánarorsökina. Ron var sextugur. Ron er frægastur fyrir gítarleik sinn með hljómsveitinni The Stooges, sem hann stofnaði með bróður sínum Scott og Iggy Pop í Ann Arbor árið 1967. Þetta voru utanveltu náungar sem spiluðu hrátt rokk í algjörri mótsögn við ríkjandi „melló" sýru- og hipparokk. Bandið gerði þrjár sígildar plötur fyrir Elektra-útgáfuna sem urðu nokkrum árum síðar mikilvægasti leiðarvísirinn fyrir pönkið. Einfaldur en eitursnjall gítarleikur Rons á því stóran hlut í fæðingu pönksins. Hann var kjörinn 29. besti gítarleikari rokksins í kosningu tímaritsins Rolling Stone. Eftir að Ron hætti í The Stooges skömmu upp úr 1970 lék hann með Destroy All Monsters og fleiri lítt þekktum böndum auk þess að taka upp fyrir ung bönd. Hann og Scott bróðir hans unnu aftur með Iggy á sólóplötu hans Skull Ring árið 2003. Það var neistinn sem kveikti í endurkomu The Stooges og skilaði sér í plötunni The Weirdness. Ron kom til Íslands í maí árið 2006 þegar The Stooges spiluðu á eftirminnilegum tónleikum í Hafnarhúsinu. Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Í gær bárust þær sorgarfréttir að gítarleikarinn Ronald „Ron" Asheton væri látinn. Lögreglan fann hann látinn á heimili hans í Ann Arbor í Michigan-ríki Bandaríkjanna eftir tilkynningu um að ekkert hefði til hans spurst dögum saman. Hann mun hafa verið látinn í nokkra daga en krufning mun leiða í ljós dánarorsökina. Ron var sextugur. Ron er frægastur fyrir gítarleik sinn með hljómsveitinni The Stooges, sem hann stofnaði með bróður sínum Scott og Iggy Pop í Ann Arbor árið 1967. Þetta voru utanveltu náungar sem spiluðu hrátt rokk í algjörri mótsögn við ríkjandi „melló" sýru- og hipparokk. Bandið gerði þrjár sígildar plötur fyrir Elektra-útgáfuna sem urðu nokkrum árum síðar mikilvægasti leiðarvísirinn fyrir pönkið. Einfaldur en eitursnjall gítarleikur Rons á því stóran hlut í fæðingu pönksins. Hann var kjörinn 29. besti gítarleikari rokksins í kosningu tímaritsins Rolling Stone. Eftir að Ron hætti í The Stooges skömmu upp úr 1970 lék hann með Destroy All Monsters og fleiri lítt þekktum böndum auk þess að taka upp fyrir ung bönd. Hann og Scott bróðir hans unnu aftur með Iggy á sólóplötu hans Skull Ring árið 2003. Það var neistinn sem kveikti í endurkomu The Stooges og skilaði sér í plötunni The Weirdness. Ron kom til Íslands í maí árið 2006 þegar The Stooges spiluðu á eftirminnilegum tónleikum í Hafnarhúsinu.
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira