Silfurslegið myrkur Gerður Kristný skrifar 23. nóvember 2009 06:00 38 ljóðabækur eru skráðar í Bókatíðindi í ár. Það er eilítið færra en í fyrra þegar þær voru 53 en það var líka met. Það er heldur ekki magnið sem skiptir mestu, heldur gæðin og nú hafa mörg afbragðsskáld sent frá sér ljóðabækur. Ber þar fyrst að nefna ljóðasafn Ingibjargar Haraldsdóttur. Það er undurfagurt með silfurlitaðri skreytingu á kápu og síðan er það svo eigulegt að í raun ætti að dreifa því inn á hvert heimili. Þeir sem ætla að gefa silfursafnið hennar Ingibjargar í jólagjöf er bent á að Dimma gaf fyrir nokkru út geisladisk með upplestri skáldsins. Ekki ónýtt ef hann fylgdi með. Frá Sigurði Pálssyni kom út Ljóðorkuþörf í haust, kraftmikil bók sem löðrungar lesandann veggja á milli. Þar tekur Sigurður meðal annars á hruninu og gerir það vel. Það er í raun merkilegt að sjá hvað hrunið hefur hleypt mikilli spennu í íslenska ljóðlist. Það snarkar í bók Sigurðar og sömuleiðis Ísaks Harðarsonar, Rennur upp um nótt. Þessir menn yrkja ekki ljóð sem maður dreypir af með litlafingur út í loftið. Hrunið er Ísaki líka hugleikið sem og hversdagslífið, Guð og svo birtist þarna sami vinalegi himinninn og í ljóðinu x sem Ísak birti gott ef ekki í Þjóðviljanum á 9. áratugnum. Þá var ég unglingur og hélt að ljóð ættu að vera leiðinleg. Ísak sýndi mér fram á annað. Ljóðmælanda Ísaks er annt um líðan þjóðar sinnar og gerir sitt ýtrasta til að hleypa bjartsýni inn í sálarkytrur hennar. Lesið þessar línur úr titilljóðinu: „Og jafnvel þótt slokkni á heiminum / þarf ekki að slokkna á okkur. / Logandi sólir erum við / og vitum hvar eldsneytið er að finna / og rennum upp um nótt./ - aldrei skærari en um niðdimma nótt." Hannyrðakonur og -karlar þessa lands ættu að sauma þessi orð með flatsaumi í koddaver hið snarasta og bjóða til sölu í Kolaportinu. Þjóðin myndi alveg örugglega sofa betur á meðan þessi orð seytluðu inn í heilabúið. Það er myrkur í titlinum á ljóðabók Ísaks og sömuleiðis Gyrðis Elíassonar og Ingunnar Snædal. Komin til að vera nóttin heitir bók Ingunnar og Gyrðis bók heitir Nokkur orð um kulnun sólar. Lífsháskinn vomar yfir ljóðum Gyrðis og ástarsorgin liðast um ljóð Ingunnar. Þau búa bæði yfir kímni og hlýju sem seiðir mann inn í myrkrið. Sum ljóðanna heimta að vera lesin upphátt á meðan öðrum hæfir betur að vera lesin í hljóði. Þótt þessi þjóð hafi fallið á alheimssamræmdaprófinu í reikningi kann hún svo sannarlega að yrkja ljóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun
38 ljóðabækur eru skráðar í Bókatíðindi í ár. Það er eilítið færra en í fyrra þegar þær voru 53 en það var líka met. Það er heldur ekki magnið sem skiptir mestu, heldur gæðin og nú hafa mörg afbragðsskáld sent frá sér ljóðabækur. Ber þar fyrst að nefna ljóðasafn Ingibjargar Haraldsdóttur. Það er undurfagurt með silfurlitaðri skreytingu á kápu og síðan er það svo eigulegt að í raun ætti að dreifa því inn á hvert heimili. Þeir sem ætla að gefa silfursafnið hennar Ingibjargar í jólagjöf er bent á að Dimma gaf fyrir nokkru út geisladisk með upplestri skáldsins. Ekki ónýtt ef hann fylgdi með. Frá Sigurði Pálssyni kom út Ljóðorkuþörf í haust, kraftmikil bók sem löðrungar lesandann veggja á milli. Þar tekur Sigurður meðal annars á hruninu og gerir það vel. Það er í raun merkilegt að sjá hvað hrunið hefur hleypt mikilli spennu í íslenska ljóðlist. Það snarkar í bók Sigurðar og sömuleiðis Ísaks Harðarsonar, Rennur upp um nótt. Þessir menn yrkja ekki ljóð sem maður dreypir af með litlafingur út í loftið. Hrunið er Ísaki líka hugleikið sem og hversdagslífið, Guð og svo birtist þarna sami vinalegi himinninn og í ljóðinu x sem Ísak birti gott ef ekki í Þjóðviljanum á 9. áratugnum. Þá var ég unglingur og hélt að ljóð ættu að vera leiðinleg. Ísak sýndi mér fram á annað. Ljóðmælanda Ísaks er annt um líðan þjóðar sinnar og gerir sitt ýtrasta til að hleypa bjartsýni inn í sálarkytrur hennar. Lesið þessar línur úr titilljóðinu: „Og jafnvel þótt slokkni á heiminum / þarf ekki að slokkna á okkur. / Logandi sólir erum við / og vitum hvar eldsneytið er að finna / og rennum upp um nótt./ - aldrei skærari en um niðdimma nótt." Hannyrðakonur og -karlar þessa lands ættu að sauma þessi orð með flatsaumi í koddaver hið snarasta og bjóða til sölu í Kolaportinu. Þjóðin myndi alveg örugglega sofa betur á meðan þessi orð seytluðu inn í heilabúið. Það er myrkur í titlinum á ljóðabók Ísaks og sömuleiðis Gyrðis Elíassonar og Ingunnar Snædal. Komin til að vera nóttin heitir bók Ingunnar og Gyrðis bók heitir Nokkur orð um kulnun sólar. Lífsháskinn vomar yfir ljóðum Gyrðis og ástarsorgin liðast um ljóð Ingunnar. Þau búa bæði yfir kímni og hlýju sem seiðir mann inn í myrkrið. Sum ljóðanna heimta að vera lesin upphátt á meðan öðrum hæfir betur að vera lesin í hljóði. Þótt þessi þjóð hafi fallið á alheimssamræmdaprófinu í reikningi kann hún svo sannarlega að yrkja ljóð.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun