Handbolti

Ulrik Wilbek að hætta með danska landsliðið? - ákveður sig í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ulrik Wilbek gerði Dani að Evrópumeisturum.
Ulrik Wilbek gerði Dani að Evrópumeisturum. Mynd/AFP

Ulrik Wilbek, þjálfari danska handboltalandsliðsins, mun ákveða það í dag hvort hann hætti að þjálfa Evrópumeistarana en launadeila landsliðsmannanna og danska sambandsins hefur farið mjög illa í hinn 51 árs gamla þjálfara.

„Ég mun ákveða það á mánudaginn hvað ég mun gera eða eftir að danska sambandið er búið að funda með leikmönnunum. Um leið og ég veit hvernig sá fundur endar þá get ég ákveðið mína framtíð með liðið," sagði Ulrik Wilbek við BT.

„Þetta er búið að vera versta sumarið í mínu handboltalífi. Það hafa ekki liðið margar mínútur á milli þess að ég fer að hugsa um launadeiluna," sagði Ulrik Wilbek sem er ekki tilbúinn að gefa upp sína skoðun á málinu enda gæti það að hans mati aðeins virkað eins og olía á eld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×