Kári: Þeir mega berja mig eins og þeir vilja Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. apríl 2009 22:42 Kári Kristján í kröppum dansi fyrr í vetur. Mynd/Stefán Það verður seint sagt að Kári Kristján Kristjánsson Haukamaður hafi verið vinsælasti maðurinn í Vodafone-höllinni í kvöld. Það sauð enn á Valsmönnum út af olnbogaskotinu sem Kári gaf Sigurði Eggertssyni í síðasta leik en Sigurður rifbeinsbrotnaði fyrir vikið og spilar ekki meira með. Kári fékk óblíðar móttökur á línunni í kvöld og leikmenn Vals voru duglegir að hvísla einhverju í eyrað á honum allt kvöldið. Voru það eflaust kaldar kveðjur sem Kári var að fá. „Ég ætla ekkert að tjá mig um dómgæslunni og þá er voðalega lítið annað sem ég get verið að spá í," sagði Kári Kristján aðspurður um hvað Haukamenn væru svona ósáttir við en í sama mund kom Þorgeir Haraldsson, fyrrum formaður handknattleiksdeildar Hauka, aðvífandi og minnti Kára á að það ætti ekki að ræða um dómarana. Eins og áður segir stóð Kári í ströngu í línunni. Hvernig fannst honum þessi átök í kvöld? „Þeir ætluðu að hleypa þessu upp í eitthvað bíó. Þeir mega alveg gera það ef þeir vilja. Það er ekkert mál. Þá þarf maður að treysta á að dómararnir vinni sitt verk. Þeir mega berja mig eins og þeir vilja en við sjáum hver stendur uppi sem sigurvegari að lokum," sagði Kári en hann vildi ekki gefa upp hvað Valsmennirnir höfðu við hann að segja. Hann sagðist þó alltaf hafa gaman af glósunum frá Sigfúsi Sigurðssyni. Blaðamaður bar þá undir hann ummæli Sigfúsar að hann væri til í að berja Haukamennina út á plani á Ásvöllum á laugardag. „Ég er klár í þetta," sagði Kári og brosti og var greinilega ekki jafn mikil alvara og Sigfúsi með að mæta í slagsmál út á bílaplani. „Fjölmiðlaumræðan er búin að „hæpa" svolítið varnarleikinn hjá okkur. Eins og við séum að spila taekwondo allan tímann. Ég held að við séum svolítið að gjalda þess. Við höfum spilað þessa vörn í allan vetur og ég skil ekki af hverju menn eru allt í einu farnir að grenja yfir henni núna. „Þú sérð hvernig Valur spilar. Við erum ekkert að væla. Þeir spila af sömu hörku og við og jafnvel meira í kvöld. Við vælum ekki yfir því og vonandi hætta þeir að grenja yfir okkur," sagði Kári Kristján að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira
Það verður seint sagt að Kári Kristján Kristjánsson Haukamaður hafi verið vinsælasti maðurinn í Vodafone-höllinni í kvöld. Það sauð enn á Valsmönnum út af olnbogaskotinu sem Kári gaf Sigurði Eggertssyni í síðasta leik en Sigurður rifbeinsbrotnaði fyrir vikið og spilar ekki meira með. Kári fékk óblíðar móttökur á línunni í kvöld og leikmenn Vals voru duglegir að hvísla einhverju í eyrað á honum allt kvöldið. Voru það eflaust kaldar kveðjur sem Kári var að fá. „Ég ætla ekkert að tjá mig um dómgæslunni og þá er voðalega lítið annað sem ég get verið að spá í," sagði Kári Kristján aðspurður um hvað Haukamenn væru svona ósáttir við en í sama mund kom Þorgeir Haraldsson, fyrrum formaður handknattleiksdeildar Hauka, aðvífandi og minnti Kára á að það ætti ekki að ræða um dómarana. Eins og áður segir stóð Kári í ströngu í línunni. Hvernig fannst honum þessi átök í kvöld? „Þeir ætluðu að hleypa þessu upp í eitthvað bíó. Þeir mega alveg gera það ef þeir vilja. Það er ekkert mál. Þá þarf maður að treysta á að dómararnir vinni sitt verk. Þeir mega berja mig eins og þeir vilja en við sjáum hver stendur uppi sem sigurvegari að lokum," sagði Kári en hann vildi ekki gefa upp hvað Valsmennirnir höfðu við hann að segja. Hann sagðist þó alltaf hafa gaman af glósunum frá Sigfúsi Sigurðssyni. Blaðamaður bar þá undir hann ummæli Sigfúsar að hann væri til í að berja Haukamennina út á plani á Ásvöllum á laugardag. „Ég er klár í þetta," sagði Kári og brosti og var greinilega ekki jafn mikil alvara og Sigfúsi með að mæta í slagsmál út á bílaplani. „Fjölmiðlaumræðan er búin að „hæpa" svolítið varnarleikinn hjá okkur. Eins og við séum að spila taekwondo allan tímann. Ég held að við séum svolítið að gjalda þess. Við höfum spilað þessa vörn í allan vetur og ég skil ekki af hverju menn eru allt í einu farnir að grenja yfir henni núna. „Þú sérð hvernig Valur spilar. Við erum ekkert að væla. Þeir spila af sömu hörku og við og jafnvel meira í kvöld. Við vælum ekki yfir því og vonandi hætta þeir að grenja yfir okkur," sagði Kári Kristján að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira