Kristinn Jakobsson mun dæma síðari viðureign Standard Liege og Braga í Belgíu í 32-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar á fimmtudagskvöldið.
Fyrri leik liðanna lauk með 3-0 sigri Braga í Portúgal og þurfa því heimamenn að sækja til sigurs í leiknum á fimmtudaginn.
Aðstoðarmenn Kristins verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson. Fjórði dómari verður Magnús Þórisson.
Kristinn hefur áður dæmt nokkra leiki í UEFA-bikarkeppninni á tímabilinu og þá dæmdi hann einnig leik Shakhtar Donetsk og Basel í Meistaradeild Evrópu í lok nóvember.