Handrit Árna Magnússonar með merkustu minjum heims Bergsteinn Sigurðsson skrifar 5. ágúst 2009 01:45 Mikill mannfjöldi kom saman þegar handritin voru afhent. „Með þessu er UNESCO að segja að handritin séu minjar sem ber að hlúa sérstaklega vel að og séu verðmæti á heimsvísu en ekki bara á afmörkuðu svæði," segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar. Stjórn menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, bætti handritasafni Árna Magnússonar, auk 34 annarra menningarminja, í sérstaka varðveisluskrá sína á föstudag. Handritasafnið var tilnefnt í varðveisluskrána af hálfu ríkisstjórnar Íslands og Danmerkur í fyrra, þar sem hluti safnsins er varðveittur í Danmörku. „Þessi viðurkenning skapar okkur sóknarfæri til að kynna safnið með mun markvissari hætti erlendis en setur okkur líka þær skyldur á herðar að búa eins vel að handritunum og við getum, eins og við höfum reynt að gera, og miðla þeim og varðveita eins og best verður á kosið."Forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar segir viðurkenningu UNESCO staðfesta að handritin séu verðmæti á heimsvísu, sem beri að hlúa að, varðveita og miðla af kostgæfni.FBL/StefánHandritasafnið var tilnefnt í varðveisluskrána af hálfu ríkisstjórnar Íslands og Danmerkur í fyrra, þar sem hluti safnsins er varðveitt í Danmörku. Í rökstuðningi UNESCO segir að safnið geymi ómetanleg handrit um sögu og menningu Norðurlanda, og raunar stórs hluta Evrópu, allt frá miðöldum til nýaldar. Guðrún segir þetta gleðileg tíðindi sem staðfesti mikilvægi safnsins og veki á því athygli á erlendum vettvangi. Hún segir að næsta verkefni verði að bæta húsakost Árnastofnunar, sem hefur verið á víð og dreif hingað til. „Það eru áform að byggja yfir Árnastofnun og koma henni í betra húsnæði sem gerir okkur kleift að sýna handritin með veglegri og nútímalegri hætti en húsakostur hefur leyft okkur hingað til og auka þannig aðgengið að þessum mikla menningararfi.“ Þá er unnið að því að koma handritunum yfir á stafrænt form svo hægt verði að skoða þau á netinu í framtíðinni. „Í kjölfarið verðum við síðan að fylgja þessari viðurkenningu eftir og það verður spennandi verkefni,“ segir Guðrún. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lýsti í gær yfir sérstakri ánægju með þessi tíðindi. Handritasafn Árna Magnússonar Menning Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
„Með þessu er UNESCO að segja að handritin séu minjar sem ber að hlúa sérstaklega vel að og séu verðmæti á heimsvísu en ekki bara á afmörkuðu svæði," segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar. Stjórn menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, bætti handritasafni Árna Magnússonar, auk 34 annarra menningarminja, í sérstaka varðveisluskrá sína á föstudag. Handritasafnið var tilnefnt í varðveisluskrána af hálfu ríkisstjórnar Íslands og Danmerkur í fyrra, þar sem hluti safnsins er varðveittur í Danmörku. „Þessi viðurkenning skapar okkur sóknarfæri til að kynna safnið með mun markvissari hætti erlendis en setur okkur líka þær skyldur á herðar að búa eins vel að handritunum og við getum, eins og við höfum reynt að gera, og miðla þeim og varðveita eins og best verður á kosið."Forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar segir viðurkenningu UNESCO staðfesta að handritin séu verðmæti á heimsvísu, sem beri að hlúa að, varðveita og miðla af kostgæfni.FBL/StefánHandritasafnið var tilnefnt í varðveisluskrána af hálfu ríkisstjórnar Íslands og Danmerkur í fyrra, þar sem hluti safnsins er varðveitt í Danmörku. Í rökstuðningi UNESCO segir að safnið geymi ómetanleg handrit um sögu og menningu Norðurlanda, og raunar stórs hluta Evrópu, allt frá miðöldum til nýaldar. Guðrún segir þetta gleðileg tíðindi sem staðfesti mikilvægi safnsins og veki á því athygli á erlendum vettvangi. Hún segir að næsta verkefni verði að bæta húsakost Árnastofnunar, sem hefur verið á víð og dreif hingað til. „Það eru áform að byggja yfir Árnastofnun og koma henni í betra húsnæði sem gerir okkur kleift að sýna handritin með veglegri og nútímalegri hætti en húsakostur hefur leyft okkur hingað til og auka þannig aðgengið að þessum mikla menningararfi.“ Þá er unnið að því að koma handritunum yfir á stafrænt form svo hægt verði að skoða þau á netinu í framtíðinni. „Í kjölfarið verðum við síðan að fylgja þessari viðurkenningu eftir og það verður spennandi verkefni,“ segir Guðrún. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lýsti í gær yfir sérstakri ánægju með þessi tíðindi.
Handritasafn Árna Magnússonar Menning Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira