Arizona í Super Bowl Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2009 23:38 Kurt Warner, leikstjórnandi Arizona Cardinals. Nordic Photos / Getty Images Arizona Cardinals er komið í Super Bowl-úrslitaleikinn í NFL-deildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir sigur á Philadelphia Eagles í kvöld, 32-25. Síðast þegar að félagið vann meistaratitil í NFL-deildinni var liðið í Chicago. Það var árið 1947, tveimur áratugum áður en fyrsti Super Bowl-úrslitaleikurinn var leikinn. Arizona fer því í Super Bowl sem meistari Þjóðardeildarinnar. Arizona vann ekki nema níu af sextán leikjum liðsins áður en úrslitakeppnin hófst og áttu menn því ekki von á miklu frá liðinu. Sérstaklega þar sem Philadelphia Eagles hefur verið að spila frábæran varnarleik að undanförnu. En Kurt Warner, leikstjórnandi Arizona, og Larry Fitzgerald gerðu hreinlega grín að vörn Philadelphia í fyrri hálfleik. Fitzgerald skoraði þrjú snertimörk og Arizona leiddi með 24 stigum gegn sex eftir fyrri hálfleik. Flestir voru þá búnir að afskrifa Philadelphia enda liðið ekki búið að sýna mikið í sínum sóknarleik. En í þriðja leikhluta fór Donovan McNabb í gang og gaf tvær snertimarkssendingar, báðar á Brent Celek. Í fjórða leikhluta átti hann svo 62 jarda sendingu á DeSean Jackson sem skoraði snertimark og kom Philadelphia skyndilega yfir, 25-24. En Arizona, og þá sérstaklega Kurt Warner, neituðu að játa sig sigraða. Liðið kláraði 72 jarda kerfi á tæpum átta mínútum með snertimarki þegar þrjár mínútur voru eftir. Warner átti sendinguna á Hightower. Philadelphia fékk tækifæri til að svara en vörn Arizona stóðst álagið og heimamenn fögnuðu ótrúlegum sigri og langþráðu sæti í sjálfum úrslitaleiknum. Nú er að hefjast, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti, úrslitaleikur Ameríkudeildarinnar, viðureign Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens. Erlendar Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Leik lokið: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sjá meira
Arizona Cardinals er komið í Super Bowl-úrslitaleikinn í NFL-deildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir sigur á Philadelphia Eagles í kvöld, 32-25. Síðast þegar að félagið vann meistaratitil í NFL-deildinni var liðið í Chicago. Það var árið 1947, tveimur áratugum áður en fyrsti Super Bowl-úrslitaleikurinn var leikinn. Arizona fer því í Super Bowl sem meistari Þjóðardeildarinnar. Arizona vann ekki nema níu af sextán leikjum liðsins áður en úrslitakeppnin hófst og áttu menn því ekki von á miklu frá liðinu. Sérstaklega þar sem Philadelphia Eagles hefur verið að spila frábæran varnarleik að undanförnu. En Kurt Warner, leikstjórnandi Arizona, og Larry Fitzgerald gerðu hreinlega grín að vörn Philadelphia í fyrri hálfleik. Fitzgerald skoraði þrjú snertimörk og Arizona leiddi með 24 stigum gegn sex eftir fyrri hálfleik. Flestir voru þá búnir að afskrifa Philadelphia enda liðið ekki búið að sýna mikið í sínum sóknarleik. En í þriðja leikhluta fór Donovan McNabb í gang og gaf tvær snertimarkssendingar, báðar á Brent Celek. Í fjórða leikhluta átti hann svo 62 jarda sendingu á DeSean Jackson sem skoraði snertimark og kom Philadelphia skyndilega yfir, 25-24. En Arizona, og þá sérstaklega Kurt Warner, neituðu að játa sig sigraða. Liðið kláraði 72 jarda kerfi á tæpum átta mínútum með snertimarki þegar þrjár mínútur voru eftir. Warner átti sendinguna á Hightower. Philadelphia fékk tækifæri til að svara en vörn Arizona stóðst álagið og heimamenn fögnuðu ótrúlegum sigri og langþráðu sæti í sjálfum úrslitaleiknum. Nú er að hefjast, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti, úrslitaleikur Ameríkudeildarinnar, viðureign Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens.
Erlendar Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Leik lokið: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sjá meira