Umfjöllun: KR vann mikilvægan sigur í Keflavík Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2009 20:38 Tommy Johnson reyndist sínum gömlu félögum í Keflavík erfiður í kvöld. Mynd/Vilhelm KR vann í kvöld sigur á Keflavík í hörkuspennandi leik, 100-85, í Iceland Express deild karla.KR byrjaði með miklum krafti í leiknum í kvöld og skoraði fyrstu fimmtán stig leiksins. Staðan var orðin 20-2 þegar að heimamenn vöknuðu loksins til lífsins og fóru að veita gestunum einhverja samkeppni. Keflavík skoraði þá níu stig í röð og náði að minnka muninn í sjö stig áður en fyrsta leikhluta lauk. KR byrjaði leikinn á frábærri vörn en hún dalaði þó eftir því sem leið á leikinn. Keflavík að sama skapi náði upp ágætum varnarleik í öðrum leikhluta og beitti hröðum og árangursríkum sóknum. Til að bæta gráu á svart fyrir KR-inga fór dómgæslan mikið í taugarnar á þeim undir lok fyrri hálfleiks og fengu þeir dæmdar á sig tvær tæknivillur með skömmu millibili. Fyrir vikið náði Keflavík að jafna metin en KR hélt þó forystunni í hálfleik, 50-47. Leikmenn börðust af miklu harðfylgi um hvern einasta bolta í kvöld og var því oft mikill hiti í mönnum. KR-ingar voru áfram með undirtökin í leiknum í þriðja leikhluta og náði til að mynda góðum 12-0 spretti þá. En Keflavík var aldrei langt undan og kom sér aftur inn í leikinn með öflugum sóknarleik. Sverrir Þór Sverrisson kom Keflvíkingum yfir með ótrúlegum þristi úr horninu þegar um fimm mínútur voru eftir. En þá fór allt að ganga á afturfótunum hjá Keflavík. Þeir hættu einfaldlega að nýta skotin sín á meðan að það fór allt ofan í hjá gestunum. Tommy Johnson hafði átt mjög góðan fyrri hálfleik en var lengst af týndir í þeim síðari. Þar til að hann setti niður tvo þrista með skömmu millibili undir lok leiksins og fór langt með að tryggja sínum mönnum sigur. Brynjar Þór Björnsson fylgdi svo eftir með þriðja þristi KR í röð og þar með var ljóst að munurinn var orðinn það mikill að Keflvíkingar myndu ekki ná að brúa bilið á nýjan leik. Eins og tölurnar gefa til kynna var sóknarleikurinn í fyrirrúmi í kvöld en liðin hafa þó oft leikið betri varnarleik. Hörður Axel Vilhjálmsson var drjúgur hjá Keflavík en það dugði ekki til. Sigurður Þorsteinsson og Jón Nordal Hafsteinsson komust einnig ágætlega frá sínu. Mestu munaði að KR-ingar voru að nýta skotin sín mun betur en Keflvíkingar í kvöld. Johnson átti sem fyrr segir mjög góðan leik og annar fyrrum Keflvíkingur, Fannar Ólafsson, var í mjög stóru hlutverki eins og svo oft áður. Hann kórónaði góðan leik með ótrúlegri troðslu á lokamínútu leiksins og fiskaði hann meira að segja villu á Gunnar Einarsson um leið. KR er nú komið upp að hlið Njarðvíkur á toppi Iceland Express-deildar karla með sextán stig en Keflvíkingar eru ekki langt undan með fjórtán stig í fjórða sæti.Stig Keflavíkur: Hörður Axel Vilhjálmsson 21, Sigurður Þorsteinsson 19 (7 frák.), Gunnar Einarsson 14, Sverrir Þór Sverrisson 8, Jón Nordal Hafsteinsson 6, Elentínus Margeirsson 6, Þröstur Leó Jóhannsson 5, Almar Guðbrandsson 3, Davíð Þór Jónsson 3.Stig KR: Tommy Johnson 29, Fannar Ólafsson 23 (11 frák.), Brynjar Þór Björnsson 15, Semaj Inge 10, Darri Hilmarsson 8, Steinar Kaldal 4, Finnur Atli Magnússon 4, Ólafur Már Ægisson 3, Skarphéðinn Ingason 2, Jón Orri Kristjánsson 2 Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hörður Axel: Erfitt að elta Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var vitanlega ósáttur við tap sinna manna fyrir KR á heimavelli í kvöld. 3. desember 2009 21:25 Tommy Johnson: Góður afmælisdagur Tommy Johnson hélt upp á afmælið sitt í kvöld með góðri frammistöðu gegn hans gömlu félögum í Keflavík er KR vann þar góðan sigur, 100-85. 3. desember 2009 21:39 Páll: Öflugt að vinna í Keflavík Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, sagði að það hefði verið öflugt hjá sínum mönnum að vinna sigur á sterku liði Keflavíkur á útivelli. 3. desember 2009 21:32 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Sjá meira
KR vann í kvöld sigur á Keflavík í hörkuspennandi leik, 100-85, í Iceland Express deild karla.KR byrjaði með miklum krafti í leiknum í kvöld og skoraði fyrstu fimmtán stig leiksins. Staðan var orðin 20-2 þegar að heimamenn vöknuðu loksins til lífsins og fóru að veita gestunum einhverja samkeppni. Keflavík skoraði þá níu stig í röð og náði að minnka muninn í sjö stig áður en fyrsta leikhluta lauk. KR byrjaði leikinn á frábærri vörn en hún dalaði þó eftir því sem leið á leikinn. Keflavík að sama skapi náði upp ágætum varnarleik í öðrum leikhluta og beitti hröðum og árangursríkum sóknum. Til að bæta gráu á svart fyrir KR-inga fór dómgæslan mikið í taugarnar á þeim undir lok fyrri hálfleiks og fengu þeir dæmdar á sig tvær tæknivillur með skömmu millibili. Fyrir vikið náði Keflavík að jafna metin en KR hélt þó forystunni í hálfleik, 50-47. Leikmenn börðust af miklu harðfylgi um hvern einasta bolta í kvöld og var því oft mikill hiti í mönnum. KR-ingar voru áfram með undirtökin í leiknum í þriðja leikhluta og náði til að mynda góðum 12-0 spretti þá. En Keflavík var aldrei langt undan og kom sér aftur inn í leikinn með öflugum sóknarleik. Sverrir Þór Sverrisson kom Keflvíkingum yfir með ótrúlegum þristi úr horninu þegar um fimm mínútur voru eftir. En þá fór allt að ganga á afturfótunum hjá Keflavík. Þeir hættu einfaldlega að nýta skotin sín á meðan að það fór allt ofan í hjá gestunum. Tommy Johnson hafði átt mjög góðan fyrri hálfleik en var lengst af týndir í þeim síðari. Þar til að hann setti niður tvo þrista með skömmu millibili undir lok leiksins og fór langt með að tryggja sínum mönnum sigur. Brynjar Þór Björnsson fylgdi svo eftir með þriðja þristi KR í röð og þar með var ljóst að munurinn var orðinn það mikill að Keflvíkingar myndu ekki ná að brúa bilið á nýjan leik. Eins og tölurnar gefa til kynna var sóknarleikurinn í fyrirrúmi í kvöld en liðin hafa þó oft leikið betri varnarleik. Hörður Axel Vilhjálmsson var drjúgur hjá Keflavík en það dugði ekki til. Sigurður Þorsteinsson og Jón Nordal Hafsteinsson komust einnig ágætlega frá sínu. Mestu munaði að KR-ingar voru að nýta skotin sín mun betur en Keflvíkingar í kvöld. Johnson átti sem fyrr segir mjög góðan leik og annar fyrrum Keflvíkingur, Fannar Ólafsson, var í mjög stóru hlutverki eins og svo oft áður. Hann kórónaði góðan leik með ótrúlegri troðslu á lokamínútu leiksins og fiskaði hann meira að segja villu á Gunnar Einarsson um leið. KR er nú komið upp að hlið Njarðvíkur á toppi Iceland Express-deildar karla með sextán stig en Keflvíkingar eru ekki langt undan með fjórtán stig í fjórða sæti.Stig Keflavíkur: Hörður Axel Vilhjálmsson 21, Sigurður Þorsteinsson 19 (7 frák.), Gunnar Einarsson 14, Sverrir Þór Sverrisson 8, Jón Nordal Hafsteinsson 6, Elentínus Margeirsson 6, Þröstur Leó Jóhannsson 5, Almar Guðbrandsson 3, Davíð Þór Jónsson 3.Stig KR: Tommy Johnson 29, Fannar Ólafsson 23 (11 frák.), Brynjar Þór Björnsson 15, Semaj Inge 10, Darri Hilmarsson 8, Steinar Kaldal 4, Finnur Atli Magnússon 4, Ólafur Már Ægisson 3, Skarphéðinn Ingason 2, Jón Orri Kristjánsson 2
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hörður Axel: Erfitt að elta Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var vitanlega ósáttur við tap sinna manna fyrir KR á heimavelli í kvöld. 3. desember 2009 21:25 Tommy Johnson: Góður afmælisdagur Tommy Johnson hélt upp á afmælið sitt í kvöld með góðri frammistöðu gegn hans gömlu félögum í Keflavík er KR vann þar góðan sigur, 100-85. 3. desember 2009 21:39 Páll: Öflugt að vinna í Keflavík Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, sagði að það hefði verið öflugt hjá sínum mönnum að vinna sigur á sterku liði Keflavíkur á útivelli. 3. desember 2009 21:32 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Sjá meira
Hörður Axel: Erfitt að elta Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var vitanlega ósáttur við tap sinna manna fyrir KR á heimavelli í kvöld. 3. desember 2009 21:25
Tommy Johnson: Góður afmælisdagur Tommy Johnson hélt upp á afmælið sitt í kvöld með góðri frammistöðu gegn hans gömlu félögum í Keflavík er KR vann þar góðan sigur, 100-85. 3. desember 2009 21:39
Páll: Öflugt að vinna í Keflavík Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, sagði að það hefði verið öflugt hjá sínum mönnum að vinna sigur á sterku liði Keflavíkur á útivelli. 3. desember 2009 21:32