Georg of ljótur fyrir Bandaríkjamenn Guðjón Helgason skrifar 12. júní 2009 18:55 Framleiðslufyrirtæki í Hollywood hefur tryggt sér réttinn á að endurgera íslensku gamanseríuna Næturvaktina. Ragnar Bragason leikstjóri heldur að það verði erfitt að finna amerískan Georg Bjarnfreðarson. Þáttaröðin Næturvaktin um þá Georg Bjarnfreðarson, sem Jón Gnarr lék, Ólaf Ragnar, sem Pétur Jóhann Sigfússon túlkaði, og Daníel, sem Jörundur Ragnarsson lék, sló í gegn á Stöð tvö haustið 2007. Dagvaktin var ekki síður vinsæl í fyrrahaust og tökum á Fangavaktinni lauk í dag en sú sería verður á Stöð tvö í haust. Í næstu viku hefjast tökur á kvikmyndinni Bjarnferðarson sem sýnd verður í kvikmyndahúsum um jólin. Framleiðslufyrirtækið Reveille í Hollywood hefur nú keypt tímabundið réttinn til að endurgera Næturvaktina fyrir bandarískan markað. Fyrirtækið hefur framleitt þætti á borð við Ljótu Betty og bandarísku útgáfu Office grínþáttanna bresku. Ragnar Bragason, leikstjóri Næturvaktarinnar, segir ekki öruggt að nýir þættir verði framleiddir en um stórt framleiðslufyrirtæki sé að ræða sem hafi gert margt gott. Kannski sjái einhver bandarísk sjónvarpsstöð ljósið og vilji að þeir geri fyrir þá sína útgáfu af Georg, Daníel og Ólafi Ragnari. Ragnar á ekki von á að hann komin nálægt nýrri Næturvakt en bandarískir framleiðendur vilji örugglega gera sína amerísku útgáfu af þáttunum. Hann reyni hins vegar að fylgjast með og fá að vera með í ráðum. Ragnar vill sjá grínleikarann Ben Stiller sem Ólaf Ragnar en segir erfiðara að ráða leikara í hlutverk Georgs Bjarnfreðarsonar. Hann efist um að hægt sé að finna betri leikara en Jón Gnarr í það hlutverk. Bandarísku framleiðendurnir myndu án efa vilja sýna mildari útgáfu af persónunni en Georg sé of ljót persóna fyrir ameríska sjónvarpsáhorfendur. Lífið Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
Framleiðslufyrirtæki í Hollywood hefur tryggt sér réttinn á að endurgera íslensku gamanseríuna Næturvaktina. Ragnar Bragason leikstjóri heldur að það verði erfitt að finna amerískan Georg Bjarnfreðarson. Þáttaröðin Næturvaktin um þá Georg Bjarnfreðarson, sem Jón Gnarr lék, Ólaf Ragnar, sem Pétur Jóhann Sigfússon túlkaði, og Daníel, sem Jörundur Ragnarsson lék, sló í gegn á Stöð tvö haustið 2007. Dagvaktin var ekki síður vinsæl í fyrrahaust og tökum á Fangavaktinni lauk í dag en sú sería verður á Stöð tvö í haust. Í næstu viku hefjast tökur á kvikmyndinni Bjarnferðarson sem sýnd verður í kvikmyndahúsum um jólin. Framleiðslufyrirtækið Reveille í Hollywood hefur nú keypt tímabundið réttinn til að endurgera Næturvaktina fyrir bandarískan markað. Fyrirtækið hefur framleitt þætti á borð við Ljótu Betty og bandarísku útgáfu Office grínþáttanna bresku. Ragnar Bragason, leikstjóri Næturvaktarinnar, segir ekki öruggt að nýir þættir verði framleiddir en um stórt framleiðslufyrirtæki sé að ræða sem hafi gert margt gott. Kannski sjái einhver bandarísk sjónvarpsstöð ljósið og vilji að þeir geri fyrir þá sína útgáfu af Georg, Daníel og Ólafi Ragnari. Ragnar á ekki von á að hann komin nálægt nýrri Næturvakt en bandarískir framleiðendur vilji örugglega gera sína amerísku útgáfu af þáttunum. Hann reyni hins vegar að fylgjast með og fá að vera með í ráðum. Ragnar vill sjá grínleikarann Ben Stiller sem Ólaf Ragnar en segir erfiðara að ráða leikara í hlutverk Georgs Bjarnfreðarsonar. Hann efist um að hægt sé að finna betri leikara en Jón Gnarr í það hlutverk. Bandarísku framleiðendurnir myndu án efa vilja sýna mildari útgáfu af persónunni en Georg sé of ljót persóna fyrir ameríska sjónvarpsáhorfendur.
Lífið Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira