Samið verði við ESB eins fljótt og hægt er 30. mars 2009 04:00 Jóhanna Sigurðardóttir „Það er best fyrir íslenskt samfélag nú í uppbyggingarstarfinu að Sjálfstæðisflokkurinn, sem stjórnað hefur hér í átján ár með þeim afleiðingum sem nú blasa við, verði áfram á stjórnarandstöðubekknum að loknum næstu kosningum,“ sagði nýr formaður Samfylkingarinnar við lok landsfundar flokksins í gær. fréttablaðið/daníel „Við viljum sambærileg kjör fyrir íslenskan almenning og þar sem best gerist í Evrópu. Besta leiðin að þessu markmiði er að leita samninga við Evrópusambandið um fulla aðild og upptöku evru eins fljótt og kostur er." Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, við lok landsfundar flokksins í gær. Jóhanna sagði mikilvægt að evran verði framtíðargjaldmiðill enda hafi reynslan af íslensku krónunni ekki verið góð. Þá auðveldi Evrópusambandsaðild afnám verðtryggingar. Helsta verkefnið á næstu misserum sé þó að styrkja og koma á stöðugleika krónunnar. En um leið þurfi að gefa umheiminum til kynna á hvaða leið Íslendingar eru. Það eitt og sér muni hjálpa til við endurreisn efnahags- og atvinnulífsins. Jóhanna sagði vanda heimilanna mikinn en þó viðráðanlegan. Rakti hún aðgerðir ríkisstjórnarinnar og sagði þær duga til að bregðast við vanda langflestra. Þá varaði hún við tillögum um flatan niður-skurð skulda og sagði Samfylkinguna ekki munu blekkja þjóðina með tálsýn og óábyrgum tillögum í þeim efnum. Jóhanna sagði að taka þyrfti til í ríkisfjármálunum og sýna aðhald og forgangsröðun sem byggði á réttlæti og velferð fyrir alla en ekki suma. „Skattahækkanir munu ekki leysa vandann," sagði hún og kvað nauðsynlegt að draga úr útgjöldum eins og mögulegt væri. Í stjórnmálaályktun Samfylkingarinnar er lögð áhersla á að jafnaðarstefnan verði leiðarljós við efnahagsstjórn næstu ára. Fyllsta réttlætis verði gætt við uppbyggingu efnahagskerfisins. Hagsmunum Íslendinga eftir kosningar verði best borgið með félagshyggjustjórn sem sæki um aðild að ESB og leggi samning í dóm þjóðarinnar. Í aðildarviðræðum verði grundvallarhagsmunir atvinnuveganna, sérstaklega sjávar-útvegs og landbúnaðar, tryggðir og vörður staðinn um náttúruauðlindir. Áréttað er mikilvægi þess að festa í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum og áhersla lögð á að Alþingi leysi þann eignarhaldsvanda sem frjálst framsal aflaheimilda hefur skapað. Einnig segir í ályktuninni að tryggja þurfi að rekstrarhæf fyrirtæki fái nauðsynlegt fjármagn til rekstrar. Taka þurfi með gagnsæjum hætti á skuldamálum fyrirtækja og tryggja jafnræði í meðferð sambærilegra mála. bjorn@frettabladid.is Kosningar 2009 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
„Við viljum sambærileg kjör fyrir íslenskan almenning og þar sem best gerist í Evrópu. Besta leiðin að þessu markmiði er að leita samninga við Evrópusambandið um fulla aðild og upptöku evru eins fljótt og kostur er." Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, við lok landsfundar flokksins í gær. Jóhanna sagði mikilvægt að evran verði framtíðargjaldmiðill enda hafi reynslan af íslensku krónunni ekki verið góð. Þá auðveldi Evrópusambandsaðild afnám verðtryggingar. Helsta verkefnið á næstu misserum sé þó að styrkja og koma á stöðugleika krónunnar. En um leið þurfi að gefa umheiminum til kynna á hvaða leið Íslendingar eru. Það eitt og sér muni hjálpa til við endurreisn efnahags- og atvinnulífsins. Jóhanna sagði vanda heimilanna mikinn en þó viðráðanlegan. Rakti hún aðgerðir ríkisstjórnarinnar og sagði þær duga til að bregðast við vanda langflestra. Þá varaði hún við tillögum um flatan niður-skurð skulda og sagði Samfylkinguna ekki munu blekkja þjóðina með tálsýn og óábyrgum tillögum í þeim efnum. Jóhanna sagði að taka þyrfti til í ríkisfjármálunum og sýna aðhald og forgangsröðun sem byggði á réttlæti og velferð fyrir alla en ekki suma. „Skattahækkanir munu ekki leysa vandann," sagði hún og kvað nauðsynlegt að draga úr útgjöldum eins og mögulegt væri. Í stjórnmálaályktun Samfylkingarinnar er lögð áhersla á að jafnaðarstefnan verði leiðarljós við efnahagsstjórn næstu ára. Fyllsta réttlætis verði gætt við uppbyggingu efnahagskerfisins. Hagsmunum Íslendinga eftir kosningar verði best borgið með félagshyggjustjórn sem sæki um aðild að ESB og leggi samning í dóm þjóðarinnar. Í aðildarviðræðum verði grundvallarhagsmunir atvinnuveganna, sérstaklega sjávar-útvegs og landbúnaðar, tryggðir og vörður staðinn um náttúruauðlindir. Áréttað er mikilvægi þess að festa í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum og áhersla lögð á að Alþingi leysi þann eignarhaldsvanda sem frjálst framsal aflaheimilda hefur skapað. Einnig segir í ályktuninni að tryggja þurfi að rekstrarhæf fyrirtæki fái nauðsynlegt fjármagn til rekstrar. Taka þurfi með gagnsæjum hætti á skuldamálum fyrirtækja og tryggja jafnræði í meðferð sambærilegra mála. bjorn@frettabladid.is
Kosningar 2009 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira