Umfjöllun: Sex mörk Fylkismanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. júlí 2009 21:38 Halldór Arnar Hilmisson skoraði fyrsta mark Fylkis í kvöld. Mynd/Stefán Fylkir vann 6-1 stórsigur á Fjarðabyggð í lokaleik dagsins í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla í Árbænum í kvöld. Heimamenn skoruðu eitt mark í fremur rólegum fyrri hálfleik en flóðgáttirnar opnuðust snemma í þeim síðari og átti 1. deildarlið Fjarðabyggðar þá lítið roð í úrvalsdeildarliðið. Jóhann Þórhallsson skoraði þrennu fyrir Fylki og þeir Einar Pétursson, Albert Brynjar Ingason og Ingimundur Níels Óskarsson eitt hver. Högni Helgason skoraði mark gestanna. Fylkir vann 7-3 sigur á Stjörnunni í 32-liða úrslitum bikarsins og hafa því skorað þrettán mörk í sínum tveimur bikarleikjum til þessa. Fylkismenn byrjuðu betur í annar fremur tilþrifalitlum fyrri hálfleik. Þeir fengu snemma tvö góð færi og náðu að nýta annað þeirra. Á 12. mínútu fékk Kjartan Ágúst Breiðdal boltann á kantinum og átti sendingu inn á teig. Kristján Valdimarsson náði að fleyta boltanum áfram in ná teig á félaga sinn í Fylkisvörninni, Einar Pétursson, sem skoraði með hnitmiðuðum skalla. Sex mínútum síðar slapp Albert Brynjar Ingason inn fyrir vörn Fjarðabyggðar en skaut í utanverða stöninga, einn gegn markverðinum. Eftir þetta gerðu gestirnir hvað þeir gátu til að koma sér aftur inn í leikinn en þeim gekk þó illa að skapa sér hættuleg færi. Fylkismenn, sömuleiðis, áttu einnig í vandræðum með að komast í gegnum vörn Fjarðabyggðar en það átti allt eftir að breytast í síðari hálfleik. Á sjöttu mínútu síðari hálfleiks kom Jóhann Þórhallsson inn á sem varamaður og var aðeins tvær mínútur að láta til sín taka. Ingimundur Níels Óskarsson slapp inn fyrir og gaf boltann á Halldór Arnar Hilmisson. Hann var kominn einn gegn markverði gestanna en gaf boltann fyrir markið á Jóhann sem skoraði í autt markið. Á 60. mínútu kom svo þriðja mark þeirra Fylkismanna. Tómas Þorsteinsson átti fína fyrirgjöf frá vinstri sem rataði beint á kollinn á Jóhann. Hann átti í engum vandræðum með að skalla knöttinn í netið. Ekki var liðin ein mínúta áður en næsta mark kom. Ingimundur Níels vann boltann fljótlega eftir að gestirnir tóku miðjuna og hann átti sendinguna inn í teiginn þar sem Albert Brynjar náði að skora af stuttu færi. Fylkismenn voru búnir að taka öll völd á vellinum og héldu áfram að sækja. Litlu mátti muna að Jóhanni hefði tekist að skora þrennu á tíu mínútum en gestunum tókst að bjarga því fyrir horn. En á 78. mínútu skoraði Ingimundur Níels fimmta mark heimamanna. Hann fékk sendingu frá varamanninum Theodóri Óskarssyni og skoraði með laglegu skoti úr teignum. Yfirburðir Fylkismanna í síðari hálfleik voru miklir en gestirnir fengu einnig sín færi. Eitt besta færi þeirra kom úr aukaspyrnu er annar varamaður, Jóhann Ragnar Benediktsson, átti fast skot af löngu færi sem hafnaði í þverslá í marki heimanna. Glæsilegt skot. Högni Helgason náði svo að klóra í bakkann fyrir lið Fjarðabyggðar undir lok leiksins er hann skoraði með laglegri hælspyrnu eftir að boltinn barst inn á teig skömmu eftir að gestirnir fengu hornspyrnu. Þá var aðeins eitt eftir á dagskránni og það var að Jóhann Þórhallsson myndi klára þrennuna sína. Það gerði hann á 87. mínútu eftir að hann fékk sendingu inn fyrir vörn gestanna. Hann lék á markvörðinn Srdjan Rajkovic og skoraði í autt markið. Fylkir - Fjarðabyggð 6-1 1-0 Einar Pétursson (12.) 2-0 Jóhann Þórhallsson (53.) 3-0 Jóhann Þórhallsson (60.) 4-0 Albert Brynjar Ingason (61.) 5-0 Ingimundur Níels Óskarsson (78.) 5-1 Högni Helgason (85.) 6-1 Jóhann Þórhallsson (87.) Fylkisvöllur. Áhorfendur: 450 Dómari: Þóroddur Hjaltalín Skot (á mark): 14-7 (10-4) Varin skot: Fjalar 2 - Rajkovic 3. Horn: 8-3 Aukaspyrnur fengnar: 10-17 Rangstöður: 6-0Fylkir (4-3-3): Fjalar Þorgeirsson Andrés Már Jóhannesson Kristján Valdimarsson Einar Pétursson Tómas Þorsteinsson Ólafur Stígsson (74. Orri Ólafsson) Halldór Arnar Hilmisson (65. Theodór Óskarsson) Ásgeir Börkur Ásgeirsson Ingimundur Níels Óskarsson Albert Brynjar Ingason Kjartan Ágúst Breiðdal (51. Jóhann Þórhallsson)Fjarðabyggð (4-4-2): Srdjan Rajkovic Andri Þór Magnússon Andri Hjörvar Albertsson Daníel Freyr Guðmundsson Marinó Óli Sigurbjörnsson Guðmundur Andri Bjarnason (65. Fannar Árnason) Haukur Ingvar Sigurbergsson Högni Helgason Stefán Þór Eysteinsson Anór Egill Hallsson (58. Jóhann Ragnar Benediktsson) Grétar Örn Ómarsson (74. Ágúst Örn Arnarson) Íslenski boltinn Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira
Fylkir vann 6-1 stórsigur á Fjarðabyggð í lokaleik dagsins í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla í Árbænum í kvöld. Heimamenn skoruðu eitt mark í fremur rólegum fyrri hálfleik en flóðgáttirnar opnuðust snemma í þeim síðari og átti 1. deildarlið Fjarðabyggðar þá lítið roð í úrvalsdeildarliðið. Jóhann Þórhallsson skoraði þrennu fyrir Fylki og þeir Einar Pétursson, Albert Brynjar Ingason og Ingimundur Níels Óskarsson eitt hver. Högni Helgason skoraði mark gestanna. Fylkir vann 7-3 sigur á Stjörnunni í 32-liða úrslitum bikarsins og hafa því skorað þrettán mörk í sínum tveimur bikarleikjum til þessa. Fylkismenn byrjuðu betur í annar fremur tilþrifalitlum fyrri hálfleik. Þeir fengu snemma tvö góð færi og náðu að nýta annað þeirra. Á 12. mínútu fékk Kjartan Ágúst Breiðdal boltann á kantinum og átti sendingu inn á teig. Kristján Valdimarsson náði að fleyta boltanum áfram in ná teig á félaga sinn í Fylkisvörninni, Einar Pétursson, sem skoraði með hnitmiðuðum skalla. Sex mínútum síðar slapp Albert Brynjar Ingason inn fyrir vörn Fjarðabyggðar en skaut í utanverða stöninga, einn gegn markverðinum. Eftir þetta gerðu gestirnir hvað þeir gátu til að koma sér aftur inn í leikinn en þeim gekk þó illa að skapa sér hættuleg færi. Fylkismenn, sömuleiðis, áttu einnig í vandræðum með að komast í gegnum vörn Fjarðabyggðar en það átti allt eftir að breytast í síðari hálfleik. Á sjöttu mínútu síðari hálfleiks kom Jóhann Þórhallsson inn á sem varamaður og var aðeins tvær mínútur að láta til sín taka. Ingimundur Níels Óskarsson slapp inn fyrir og gaf boltann á Halldór Arnar Hilmisson. Hann var kominn einn gegn markverði gestanna en gaf boltann fyrir markið á Jóhann sem skoraði í autt markið. Á 60. mínútu kom svo þriðja mark þeirra Fylkismanna. Tómas Þorsteinsson átti fína fyrirgjöf frá vinstri sem rataði beint á kollinn á Jóhann. Hann átti í engum vandræðum með að skalla knöttinn í netið. Ekki var liðin ein mínúta áður en næsta mark kom. Ingimundur Níels vann boltann fljótlega eftir að gestirnir tóku miðjuna og hann átti sendinguna inn í teiginn þar sem Albert Brynjar náði að skora af stuttu færi. Fylkismenn voru búnir að taka öll völd á vellinum og héldu áfram að sækja. Litlu mátti muna að Jóhanni hefði tekist að skora þrennu á tíu mínútum en gestunum tókst að bjarga því fyrir horn. En á 78. mínútu skoraði Ingimundur Níels fimmta mark heimamanna. Hann fékk sendingu frá varamanninum Theodóri Óskarssyni og skoraði með laglegu skoti úr teignum. Yfirburðir Fylkismanna í síðari hálfleik voru miklir en gestirnir fengu einnig sín færi. Eitt besta færi þeirra kom úr aukaspyrnu er annar varamaður, Jóhann Ragnar Benediktsson, átti fast skot af löngu færi sem hafnaði í þverslá í marki heimanna. Glæsilegt skot. Högni Helgason náði svo að klóra í bakkann fyrir lið Fjarðabyggðar undir lok leiksins er hann skoraði með laglegri hælspyrnu eftir að boltinn barst inn á teig skömmu eftir að gestirnir fengu hornspyrnu. Þá var aðeins eitt eftir á dagskránni og það var að Jóhann Þórhallsson myndi klára þrennuna sína. Það gerði hann á 87. mínútu eftir að hann fékk sendingu inn fyrir vörn gestanna. Hann lék á markvörðinn Srdjan Rajkovic og skoraði í autt markið. Fylkir - Fjarðabyggð 6-1 1-0 Einar Pétursson (12.) 2-0 Jóhann Þórhallsson (53.) 3-0 Jóhann Þórhallsson (60.) 4-0 Albert Brynjar Ingason (61.) 5-0 Ingimundur Níels Óskarsson (78.) 5-1 Högni Helgason (85.) 6-1 Jóhann Þórhallsson (87.) Fylkisvöllur. Áhorfendur: 450 Dómari: Þóroddur Hjaltalín Skot (á mark): 14-7 (10-4) Varin skot: Fjalar 2 - Rajkovic 3. Horn: 8-3 Aukaspyrnur fengnar: 10-17 Rangstöður: 6-0Fylkir (4-3-3): Fjalar Þorgeirsson Andrés Már Jóhannesson Kristján Valdimarsson Einar Pétursson Tómas Þorsteinsson Ólafur Stígsson (74. Orri Ólafsson) Halldór Arnar Hilmisson (65. Theodór Óskarsson) Ásgeir Börkur Ásgeirsson Ingimundur Níels Óskarsson Albert Brynjar Ingason Kjartan Ágúst Breiðdal (51. Jóhann Þórhallsson)Fjarðabyggð (4-4-2): Srdjan Rajkovic Andri Þór Magnússon Andri Hjörvar Albertsson Daníel Freyr Guðmundsson Marinó Óli Sigurbjörnsson Guðmundur Andri Bjarnason (65. Fannar Árnason) Haukur Ingvar Sigurbergsson Högni Helgason Stefán Þór Eysteinsson Anór Egill Hallsson (58. Jóhann Ragnar Benediktsson) Grétar Örn Ómarsson (74. Ágúst Örn Arnarson)
Íslenski boltinn Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira