Handbolti

Fram tapaði í Slóveníu - grunur um mútumál

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Viggó Sigurðsson, þjálfari Fram.
Viggó Sigurðsson, þjálfari Fram. Mynd/Daníel

Fram tapaði í dag fyrir Tatran Presov í Slóveníu í síðari leik liðanna í 2. umferð EHF-bikarkeppninnar, 38-17.

Fyrri leikur liðanna var á sama stað í gær og þeim tapaði Fram með fjögurra marka mun.

Í umfjöllun um leikinn á heimasíðu Fram, sem lesa má hér, er leikurinn meðal annars kallaður sá „versti viðbjóður sem handboltasagan geymir."

Framarar fengu að líta þrjú rauð spjöld í leiknum, tíu brottvísanir og segir að boltinn hafi hvað eftir annað verið dæmdur af leikmönnum liðsins.

„Enginn maður dæmir svona nema hafa gengið miklar fúlgur fjár fyrir," segir meðal annars í áðurnefndri umfjöllun. Hvatt er til þess að íslenska handboltahreyfingin beiti sér í málinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×